Frá Byggðastofnun; Beiðni um umsögn vegna breytinga á póstþjónustu

Málsnúmer 202403097

Vakta málsnúmer

Byggðaráð - 1101. fundur - 21.03.2024

Tekið fyrir erindi frá Byggðastofnun, dagsett þann 15. mars sl., þar sem óskað er umsagnar frá sveitarfélaginu vegna breytingar á póstþjónustu á Dalvík ásamt erindi Íslandspósts.

Í erindinu kemur fram að með tölvuskeyti dagsettu þann 29. febrúar 2024, tilkynnti Íslandspóstur breytingar á póstafgreiðslu fyrirtækisins á Dalvík en pósthús hefur verið rekið þar að Hafnarbraut 26. Í erindi fyrirtækisins kemur fram að umfang afgreiðslna hefur dregist verulega saman. Í stað hefðbundinnar afgreiðslu hyggst Íslandspóstur bjoða upp á þjónustu póstbíls og póstbox, sjá nánar tilkynningu Íslandspósts. Óskað er eftir umsögn fyrir 5. apríl nk.


Byggðaráð áréttar mikilvægi þess að þjónusta Íslandspóst skerðist ekki þótt hún verði með breyttum hætti.
Byggðaráð harmar að störf fari úr sveitarfélaginu við þessar breytingar.
Byggðaráð áréttar mikilvægi þess að breytingarnar verði kynntar vel fyrir íbúum sveitarfélagsins.

Byggðaráð - 1102. fundur - 04.04.2024

Á 1101. fundi byggðaráðs þann 21. mars sl. var eftirfarandi bókað:
"Tekið fyrir erindi frá Byggðastofnun, dagsett þann 15. mars sl., þar sem óskað er umsagnar frá sveitarfélaginu vegna breytingar á póstþjónustu á Dalvík ásamt erindi Íslandspósts. Í erindinu kemur fram að með tölvuskeyti dagsettu þann 29. febrúar 2024, tilkynnti Íslandspóstur breytingar á póstafgreiðslu fyrirtækisins á Dalvík en pósthús hefur verið rekið þar að Hafnarbraut 26. Í erindi fyrirtækisins kemur fram að umfang afgreiðslna hefur dregist verulega saman. Í stað hefðbundinnar afgreiðslu hyggst Íslandspóstur bjoða upp á þjónustu póstbíls og póstbox, sjá nánar tilkynningu Íslandspósts. Óskað er eftir umsögn fyrir 5. apríl nk. Niðurstaða:Byggðaráð áréttar mikilvægi þess að þjónusta Íslandspóst skerðist ekki þótt hún verði með breyttum hætti. Byggðaráð harmar að störf fari úr sveitarfélaginu við þessar breytingar. Byggðaráð áréttar mikilvægi þess að breytingarnar verði kynntar vel fyrir íbúum sveitarfélagsins."

Með fundarboði byggðaráðs fylgdi drög að umsögn frá sveitarstjóra dagsett þann 27. mars sl.
Byggðaráð gerir ekki athugasemdir við ofangreind drög að umsögn.

Sveitarstjórn - 368. fundur - 16.04.2024

Á 1101. fundi byggðaráðs þann 21. mars sl. var eftirfarandi bókað:
"Tekið fyrir erindi frá Byggðastofnun, dagsett þann 15. mars sl., þar sem óskað er umsagnar frá sveitarfélaginu vegna breytingar á póstþjónustu á Dalvík ásamt erindi Íslandspósts. Í erindinu kemur fram að með tölvuskeyti dagsettu þann 29. febrúar 2024, tilkynnti Íslandspóstur breytingar á póstafgreiðslu fyrirtækisins á Dalvík en pósthús hefur verið rekið þar að Hafnarbraut 26. Í erindi fyrirtækisins kemur fram að umfang afgreiðslna hefur dregist verulega saman. Í stað hefðbundinnar afgreiðslu hyggst Íslandspóstur bjoða upp á þjónustu póstbíls og póstbox, sjá nánar tilkynningu Íslandspósts. Óskað er eftir umsögn fyrir 5. apríl nk. Niðurstaða:Byggðaráð áréttar mikilvægi þess að þjónusta Íslandspóst skerðist ekki þótt hún verði með breyttum hætti. Byggðaráð harmar að störf fari úr sveitarfélaginu við þessar breytingar. Byggðaráð áréttar mikilvægi þess að breytingarnar verði kynntar vel fyrir íbúum sveitarfélagsins."

Á 1102. fundi byggðaráðs þann 4. apríl sl. var eftirfarandi bókað til viðbótar:
"Með fundarboði byggðaráðs fylgdi drög að umsögn frá sveitarstjóra dagsett þann 27. mars sl.Niðurstaða:Byggðaráð gerir ekki athugasemdir við ofangreind drög að umsögn."
Enginn tók til máls.

Sveitarstjórn samþykkir samhljóða með 7 atkvæðum og tekur undir ofangreinda bókun byggðaráðs frá 1101. fundi og meðfylgjandi umsögn sveitarstjóra frá 1102. fundi.