Á 19. fundi skipulagsráðs þann 10. apríl sl. var eftirfarandi bókað:
"Erindi dagsett 3. apríl 2024 þar sem Kristín A. Símonardóttir óskar eftir að kaupa fjárhús sunnan Ásgarðs á Dalvík. Erindið var áður á dagskrá byggðaráðs Dalvíkurbyggðar þann 28.september 2023 og var því hafnað. Niðurstaða:Emil Júlíus Einarsson K-lista bar upp vanhæfi við afgreiðslu málsins og var það samþykkt. Vék hann af fundi undir umræðum og við afgreiðslu máls. Skipulagsráð fer ekki með sölu eigna Dalvíkurbyggðar og vísar því erindinu til afgreiðslu byggðaráðs. Samþykkt samhljóða með fjórum atkvæðum"
Skipulagsráð fer ekki með sölu eigna Dalvíkurbyggðar og vísar því erindinu til afgreiðslu byggðaráðs.
Samþykkt samhljóða með fjórum atkvæðum.