Á 2. fundi skipulagsráðs þann 3. október sl. var eftirfarandi bókað:
"Með bréfi, dagsett 28. september 2022, óskar Erla Björk Jónsdóttir eftir breytingu á deiliskipulagi fyrir lóðina Hringtún 24. Breytingin felur í sér að heimilt verða að byggja einbýlishús á einni hæð í stað tveggja ásamt stækkun á lóð til norðurs. Skipulagsráð telur að um óverulega deiliskipulagsbreytingu sé að ræða skv. 2. mgr. 43. gr. skipulagslaga nr. 123/2010. Tillögunni er vísað í grenndarkynningu skv. 2.mgr. 44. gr skipulagslaga nr. 123/2010. Grenndarkynning skal ná yfir Hringtún 9a-c, 10, 11a-b, 13-15, 17a-b, 19a-b, 21, 23, 25, 30, 32, 38 og 40. Samþykkt samhljóða með fimm atkvæðum."
Samþykkt samhljóða með fimm atkvæðum.