Endurskoðun á snjómokstursreglum Dalvíkurbyggðar 2023

Málsnúmer 202301037

Vakta málsnúmer

Umhverfis- og dreifbýlisráð - 5. fundur - 13.01.2023

Eigna- og framkvæmdadeild með endurskoðun á snjómokstursreglum Dalvíkurbyggðar.
Umhverfis- og dreifbýlisráð er almennt sátt með snjómokstur í sveitarfélaginu og leggur ekki til breytingar á snjómokstri í þéttbýli en vill þó bæta við forgangsmokstur á göngustígum á Dalvík. Ráðið hvetur sveitarstjórn að halda áfram að þrýsta á Vegagerðina um meiri vetrarþjónustu í dreifbýli. Einnig leggur ráðið til við sveitarstjórn að samþykkja breytingar á viðmiðunarreglum snjómoksturs í Dalvíkurbyggð sem fela í sér bætta þjónustu við heimreiðamokstur í dreifbýli skv. tillögum ráðsins.
Samþykkt samhljóða með fimm atkvæðum.

Sveitarstjórn - 354. fundur - 17.01.2023

Á 5. fundi umhverfis- og dreifbýlisráðs þann 13. janúar sl. var eftirfarandi bókað:
"Eigna- og framkvæmdadeild með endurskoðun á snjómokstursreglum Dalvíkurbyggðar.Niðurstaða:Umhverfis- og dreifbýlisráð er almennt sátt með snjómokstur í sveitarfélaginu og leggur ekki til breytingar á snjómokstri í þéttbýli en vill þó bæta við forgangsmokstur á göngustígum á Dalvík. Ráðið hvetur sveitarstjórn að halda áfram að þrýsta á Vegagerðina um meiri vetrarþjónustu í dreifbýli. Einnig leggur ráðið til við sveitarstjórn að samþykkja breytingar á viðmiðunarreglum snjómoksturs í Dalvíkurbyggð sem fela í sér bætta þjónustu við heimreiðamokstur í dreifbýli skv. tillögum ráðsins. Samþykkt samhljóða með fimm atkvæðum."
Til máls tók forseti sveitarstjórnar sem leggur fram eftirfarandi tillögu:
Sveitarstjórn samþykkir að vísa breytingu á reglum um mokstur á heimreiðum til byggðaráðs og umhverfis- og dreifbýlisráðs til frekari skoðunar og kostnaðargreiningar.

Fleiri tóku ekki til máls.

Sveitarstjórn samþykkir samhljóða með 7 atkvæðum ofangreinda tillögu forseta sveitarstjórnar.


Umhverfis- og dreifbýlisráð - 6. fundur - 03.02.2023

Á 354. fundi sveitarstjórnar var eftirfarandadi bókað þegar tekin var fyrir framlagðar breytingar á viðmiðunarreglum snjómokstur í Dalvíkurbyggð. "Til máls tók forseti sveitarstjórnar sem leggur fram eftirfarandi tillögu: Sveitarstjórn samþykkir að vísa breytingu á reglum um mokstur á heimreiðum til byggðaráðs og umhverfis- og dreifbýlisráðs til frekari skoðunar og kostnaðargreiningar. Fleiri tóku ekki til máls. Sveitarstjórn samþykkir samhljóða með 7 atkvæðum ofangreinda tillögu forseta sveitarstjórnar."
fyrir fundinn er lagt fram frekari útfærslur á breytingum á viðmiðunarreglunum ásamt kostnaðargreining vegna þeirra.

Umhverfis- og dreifbýlisráð samþykkir framlagðar breytingar á viðmiðunarreglum um snjómokstur.
Samþykkt samhljóða með fimm atkvæðum.

Byggðaráð - 1058. fundur - 09.02.2023

Undir þessum lið komu á fund byggðaráðs Bjarni Daníel Daníelsson, sviðsstjóri framkvæmdasviðs, og Helga Íris Ingólfsdóttir, deildarstjóri Eigna- og framkvæmdadeildar, kl. 15:08.

Á 6. fundi umhverfis- og dreifbýlisráðs þann 3. febrúar sl. var eftirfarandi bókað:
"Á 354. fundi sveitarstjórnar var eftirfarandadi bókað þegar tekin var fyrir framlagðar breytingar á viðmiðunarreglum snjómokstur í Dalvíkurbyggð. Til máls tók forseti sveitarstjórnar sem leggur fram eftirfarandi tillögu: Sveitarstjórn samþykkir að vísa breytingu á reglum um mokstur á heimreiðum til byggðaráðs og umhverfis- og dreifbýlisráðs til frekari skoðunar og kostnaðargreiningar. Fleiri tóku ekki til máls. Sveitarstjórn samþykkir samhljóða með 7 atkvæðum ofangreinda tillögu forseta sveitarstjórnar. Fyrir fundinn eru lagðar fram frekari útfærslur á breytingum á viðmiðunarreglunum ásamt kostnaðargreiningu vegna þeirra. Niðurstaða:Umhverfis- og dreifbýlisráð samþykkir framlagðar breytingar á viðmiðunarreglum um snjómokstur. Samþykkt samhljóða með fimm atkvæðum."

Bjarni Daníel og Helga íris kynntu meðfylgjandi gögn sem og minnisblað deildarstjóra Eigna- og framkvæmdadeildar dagsett þann 7. febrúar sl. Með fundargögnum fylgir kostnaðaráætlun fyrir heimreiðamokstur miðað við tillögur ráðsins.

Helga Íris vék af fundi kl. 15:46.
Bjarni Daníel vék af fundi kl. 15:57.
Byggðaráð samþykkir samhljóða með 3 atkvæðum ofangreinda tillögu og breytingar á viðmiðunarreglum um snjómokstur með áorðnum breytingum / leiðréttingum sem gerðar voru á fundinum. Vísað til umfjöllunar og afgreiðslu til sveitarstjórnar.

Sveitarstjórn - 355. fundur - 14.02.2023

Freyr Antonsson kom inn á fundinn að nýju og tók við fundarstjórn kl. 16:26.
Helgi Einarsson kom inn á fundinn að nýju kl. 16:26.

Á 1058. fundi byggðaráðs þann 9. febrúar sl. var eftirfarandi bókað:
"Undir þessum lið komu á fund byggðaráðs Bjarni Daníel Daníelsson, sviðsstjóri framkvæmdasviðs, og Helga Íris Ingólfsdóttir, deildarstjóri Eigna- og framkvæmdadeildar, kl. 15:08. Á 6. fundi umhverfis- og dreifbýlisráðs þann 3. febrúar sl. var eftirfarandi bókað: "Á 354. fundi sveitarstjórnar var eftirfarandadi bókað þegar tekin var fyrir framlagðar breytingar á viðmiðunarreglum snjómokstur í Dalvíkurbyggð. Til máls tók forseti sveitarstjórnar sem leggur fram eftirfarandi tillögu: Sveitarstjórn samþykkir að vísa breytingu á reglum um mokstur á heimreiðum til byggðaráðs og umhverfis- og dreifbýlisráðs til frekari skoðunar og kostnaðargreiningar. Fleiri tóku ekki til máls. Sveitarstjórn samþykkir samhljóða með 7 atkvæðum ofangreinda tillögu forseta sveitarstjórnar. Fyrir fundinn eru lagðar fram frekari útfærslur á breytingum á viðmiðunarreglunum ásamt kostnaðargreiningu vegna þeirra. Niðurstaða:Umhverfis- og dreifbýlisráð samþykkir framlagðar breytingar á viðmiðunarreglum um snjómokstur. Samþykkt samhljóða með fimm atkvæðum." Bjarni Daníel og Helga íris kynntu meðfylgjandi gögn sem og minnisblað deildarstjóra Eigna- og framkvæmdadeildar dagsett þann 7. febrúar sl. Með fundargögnum fylgir kostnaðaráætlun fyrir heimreiðamokstur miðað við tillögur ráðsins. Helga Íris vék af fundi kl. 15:46. Bjarni Daníel vék af fundi kl. 15:57.Niðurstaða:Byggðaráð samþykkir samhljóða með 3 atkvæðum ofangreinda tillögu og breytingar á viðmiðunarreglum um snjómokstur með áorðnum breytingum / leiðréttingum sem gerðar voru á fundinum. Vísað til umfjöllunar og afgreiðslu til sveitarstjórnar."
Til máls tóku:

Helgi Einarsson.
Freyr Antonsson.

Fleiri tóku ekki til máls.
Sveitarstjórn samþykkir samhljóða með 7 atkvæðum ofangreinda afgreiðslu byggðaráðs og fyrirliggjandi tillögur að breytingum á viðmiðunarreglum um snjómokstur.