Undir þessum lið komu á fund byggðaráðs Bjarni Daníel Daníelsson, sviðsstjóri framkvæmdasviðs, og Helga Íris Ingólfsdóttir, deildarstjóri Eigna- og framkvæmdadeildar, kl. 15:08.
Á 6. fundi umhverfis- og dreifbýlisráðs þann 3. febrúar sl. var eftirfarandi bókað:
"Á 354. fundi sveitarstjórnar var eftirfarandadi bókað þegar tekin var fyrir framlagðar breytingar á viðmiðunarreglum snjómokstur í Dalvíkurbyggð. Til máls tók forseti sveitarstjórnar sem leggur fram eftirfarandi tillögu: Sveitarstjórn samþykkir að vísa breytingu á reglum um mokstur á heimreiðum til byggðaráðs og umhverfis- og dreifbýlisráðs til frekari skoðunar og kostnaðargreiningar. Fleiri tóku ekki til máls. Sveitarstjórn samþykkir samhljóða með 7 atkvæðum ofangreinda tillögu forseta sveitarstjórnar. Fyrir fundinn eru lagðar fram frekari útfærslur á breytingum á viðmiðunarreglunum ásamt kostnaðargreiningu vegna þeirra. Niðurstaða:Umhverfis- og dreifbýlisráð samþykkir framlagðar breytingar á viðmiðunarreglum um snjómokstur. Samþykkt samhljóða með fimm atkvæðum."
Bjarni Daníel og Helga íris kynntu meðfylgjandi gögn sem og minnisblað deildarstjóra Eigna- og framkvæmdadeildar dagsett þann 7. febrúar sl. Með fundargögnum fylgir kostnaðaráætlun fyrir heimreiðamokstur miðað við tillögur ráðsins.
Helga Íris vék af fundi kl. 15:46.
Bjarni Daníel vék af fundi kl. 15:57.
Samþykkt samhljóða með fimm atkvæðum.