Málsnúmer 202211019Vakta málsnúmer
Á 352. fundi sveitarstjórnar þann 29. nóvember sl. var eftirfarandi bókað:
"Á 1047. fundi byggðaráðs þann 10. nóvember sl. var eftirfarandi bókað: Tekinn fyrir rafpóstur frá SSNE, dagsettur þann 25. október sl., er varðar drög að endurskoðun á samstarfssamningi um HNE og rafpóstur frá SSNE, dagsettur þann 3. nóvember sl.,þar sem meðfylgjandi eru sömu drög með frekari tillögum að breytingum. Byggðaráð gerir ekki athugasemdir við fyrirliggjandi drög en felur sviðsstjóra fjármála- og stjórnsýslusviðs að koma á framfæri þeim ábendingum sem komu fram á fundinum.Niðurstaða:Enginn tók til máls. Sveitarstjórn samþykkir samhljóða með 7 atkvæðum ofangreinda afgreiðslu byggðaráðs og fyrirliggjandi drög að samstarfssamningi um HNE."
Með fundarboði byggðaráðs fylgdi rafpóstur SSNE, dagsettur þann 25. janúar sl., þar sem meðfylgjandi eru drög að samstarfssamningi með tillögum að breytingum ásamt upplýsingum um athugasemdir frá sveitarfélögum.
Til umræðu ofangreint.
Albertína, Elva, Kristín Helga og Silja Dröfn viku af fundi kl. 14:42.