Á 1058. fundi byggðaráðs þann 9. febrúar sl. var eftirfarandi bókað:
"Undir þessum lið komu á fund byggðaráðs Albertína F. Elíasdóttir, framkvæmdastjóri SSNE, Elva Gunnlaugsdóttir, verkefnastjóri hjá SSNE, Helga Kristín Schiöth, verkefnastjóri hjá SSNE, og Silja Dröfn Jónsdóttir, þjónustu- og upplýsingafulltrúi, kl. 13:15. Með fundarboði fylgdi 47. fundargerð stjórnar SSNE frá 18. janúar sl. þar sem fram kemur að framkvæmdastjóra er falið að upplýsa sveitarfélögin um að samþykktir SSNE verða teknar upp á næsta ársfundi. Albertína kynnti starfsemi SSNE og hugmyndir að breytingum á samþykktum SSNE.Niðurstaða:Lagt fram til kynningar og byggðaráð þakkar fyrir góða kynningu."
Með fundarboði byggðaráðs fylgdi rafpóstur frá framkvæmdastjóra SSNE, dagsettur þann 7. mars sl., þar sem fram kemur að til skoðunar eru breytingar á samþykktum SSNE og eitt af því sem stjórn SSNE ræðir eru útfærslur á skipan stjórnar þannig að hægt sé að tryggja að öll sveitarfélögin eigi stjórnamann. Ef öll sveitarfélögin eiga fulltrúa í stjórn þá yrðu líklega 11 fulltrúar í stjórninni (þ.e. Akureyrarbæ með 2) sem þýðir kostnaðarauka við stjórnina rúmar 3 m.kr. sem fyrst og fremst fellur á Akureyrarbæ eða um 2 m.kr. Á síðasta fundi stjórnar kom upp sú hugmynd að hvert sveitarfélag bæri einfaldlega kostnað af sínum fulltrúa í stjórn.