Byggðaráð

1062. fundur 16. mars 2023 kl. 13:15 - 16:12 í Upsa á 3. hæð í Ráðhúsi Dalvíkur
Nefndarmenn
  • Helgi Einarsson formaður
  • Freyr Antonsson varaformaður
  • Felix Rafn Felixson, aðalmaður boðaði forföll og Lilja Guðnadóttir varamaður, sat fundinn í hans stað.
Starfsmenn
  • Guðrún Pálína Jóhannsdóttir sviðsstjóri
  • Eyrún Ingibjörg Sigþórsdóttir sveitarstjóri
Fundargerð ritaði: Guðrún Pálína Jóhannsdóttir sviðsstjóri fjármála- og stjórnsýslusviðs
Dagskrá

1.Öldungaráð; samráð og samskipti árið 2023

Málsnúmer 202303079Vakta málsnúmer

Undir þessum lið komu á fund byggðaráðs Valdimar Bragason, Kolbrún Pálsdóttir og Auður Kinberg frá stjórn og Félagi eldri borgara í Dalvíkurbyggð, og Eyrún Rafnsdóttir, sviðsstjóri félagsmálasviðs, kl. 13:15. Fulltrúi frá HSN boðaði forföll.

Á fundi byggðaráðs þann 27. september sl. var eftirfarandi bókað:
Undir þessum lið komu á fund byggðaráðs fulltrúar úr Öldungaráði frá Félagi eldri borgara Helga Mattína Björnsdóttir, Kolbrún Pálsdóttir og Auður Kinberg, og Hildigunnur Jóhannesdóttir, fulltrúi frá HSN kl. 13:19. Eyrún Rafnsdóttir, sviðsstjóri félagsmálasviðs, boðaði forföll. Á síðasta og 4. fundi Öldungaráðs þann 9. júlí 2021 var eftirfarandi bókað: "202103036 - Öldungaráð; samskipti og samstarf 2021 Undir þessum lið komu á fund byggðaráðs frá Félagi eldri borgara Kolbrún Pálsdóttir, Elín Rósa Ragnarsdóttir og Auður Kinberg, frá HSN Hildigunnur Jóhannesdóttir og Eyrún Rafnsdóttir, sviðsstjóri félagsmálasviðs, kl. 13:00. Til umræðu: a) Þau atriði sem voru til umræðu á síðasta fundi og staða þeirra. b) Ný atriði frá Félagi eldri borgara. Kolbrún, Elín Rósa, Auður, Hildigunnur og Eyrún viku af fundi kl. 14:02. Lagt fram til kynningar. Sveitarstjóri ritaði fundargerð um þau atriði sem voru rædd undir þessum lið og sendir á fundarmenn til yfirferðar og staðfestingar." Til umræðu ýmis mál er varðar málefni eldri borgara í sveitarfélaginu, bæði eldri mál og ný. Helga Mattína, Kolbrún, Auður og Hildigunnur viku af fundi kl. 14:21.
Byggðaráð þakkar fyrir komuna og góðar og gagnlegar umræður. Stefnt er að halda aftur fund í Öldungaráði sem fyrst. Jafnframt beinir byggðaráð því til félagsmálaráðs að funda sem fyrst með Öldungaráði.

Með fundarboði byggðaráðs fylgdi ofangreind fundargerð frá 5. fundi.

Á fundinum var farið yfir stöðu þeirra mála sem voru til umfjöllunar á síðasti fundi og ný verkefni, s.s. samningur við Félag eldri borgara.


Valdimar, Kolbrún og Auður viku af fundi kl.14:18.
Byggðaráð þakkar fulltrúum í Öldungaráði fyrir komuna.
Öldungaráð leggur til við sveitarstjórn Dalvíkurbyggðar að sækjast eftir þátttöku sem eitt af 4-6 svæðum í þróunarverkefni um samþætta heima- og öldrunarþjónustu, sem hefjast á á árinu.
Dalbær hefur þegar lýst yfir áhuga en skorað er á HSN um að lýsa yfir sambærilegum áhuga.


2.Stefna í málefnum aldraða; erindisbréf og tilnefningar í vinnuhóp

Málsnúmer 201812033Vakta málsnúmer

Á 1059. fundi byggðaráðs þann 23. febrúar sl. var eftirfarandi bókað:
"Á 265. fundi félagsmálaráðs þann 14. febrúar sl. var eftirfarandi bókað: "Kjörnir fulltrúar óska eftir því að Stefna í málefnum aldraðra í Dalvíkurbyggð verði endurskoðuð. Niðurstaða:Félagsmálaráð leggur til að stofnaður verði vinnuhópur í stefnu um málefni aldraðra. Félagsmálaráð leggur til að einn fulltrúi frá hverjum flokki innan ráðsins verði í vinnuhópnum, Katrín Kristinsdóttir, Magni Þór Óskarsson, Lilja Guðnadóttir og starfsmenn félagsmálasviðs. Áætlað er að vinnuhópur muni kalla til hagsmunaaðila til umræðna um stefnuna. Vinna þarf erindisbréf fyrir vinnuhópinn og sækja um viðauka til byggðaráðs. Erindinu er því vísað til byggðaráðs til afgreiðslu. Samþykkt samhljóða með 5 greiddum atkvæðum. " Til umræðu ofangreind tillaga. Þórhalla vék af fundi kl. 14:26.Niðurstaða:Byggðaráð samþykkir samhljóða með 3 atkvæðum að óska eftir tilnefningu frá Dalbæ og HSN á Dalvík í vinnuhópinn, 1 fulltrúi frá hvorum aðila. Sviðsstjóri félagsmálasviðs starfi með vinnuhópnum. Vinnuhópurinn kalli hagsmunaaðila til fundar og samráðs eftir því sem við á. Byggðaráð felur sviðsstjóra fjármála- og stjórnsýslusviðs að vinna drög að erindisbréfi fyrir vinnuhópinn."

Fyrirliggja tilnefningar í vinnuhópinn frá Dalbæ ses. og HSN;
Frá Dalbæ; Elísa Rún Ingvarsdóttir, hjúkrunarframkvæmdastjóri.
Frá HSN; Hildigunnur Jóhannesdóttir.

Með fundarboði byggðaráðs fylgdi tillaga að erindisbréfi fyrir vinnuhópinn.
Byggðaráð samþykkir samhljóða með 3 atkvæðum ofangreinda tillögu að erindisbréfi fyrir vinnuhóp vegna endurskoðunar stefnu í málefnum aldraðra með áorðnum breytingum sem gerðar voru á fundinum. Breytingin snýr að því að vinnuhópurinn greini kostnað í málefnum aldraðra þannig að sveitarfélagið, Dalbær og HSN leggi fram upplýsingar hvert fyrir sig.
Vísað til umfjöllunar og afgreiðslu sveitarstjórnar.

3.Trúnaðarmál

Málsnúmer 202206053Vakta málsnúmer

Bókað í trúnaðarmálabók.
Eyrún Rafnsdóttir, sviðsstjóri félagsmálasviðs, vék af fundi kl. 14:32.

4.Fundaborð og stólar í Upsa; viðaukabeiðni

Málsnúmer 202302003Vakta málsnúmer

Á 1061. fundi byggðaráðs þann 9. mars sl. var eftirfarandi bókað:
"Tekið fyrir minnisblað frá innkauparáði, dagsett þann 7. mars 2023, er varðar innkaup á fundaborði og fundastólum í Upsa, sbr. starfs- og fjárhagsáætlun 2023. Fram kemur að verðfyrirspurn var send út 6. febrúar sl. á 6 birgja sem eru með rammasamning við Ríkiskaup. Svör/ tillögur bárust frá 5 aðilum fyrir tilskilinn tíma. Innkauparáð / framkvæmdastjórn fór yfir málið á fundi sínum þann 6. mars sl. er niðurstaðan að leggja til við byggðaráð að gengið verði til samninga við Syrusson samkvæmt þeirri útfærslu sem innkauparáði valdi. Á fjárhagsáætlun deildar 21010 er gert ráð fyrir kr. 1.211.000 sem er uppfærð fjárhæð vegna vinnu við fjárhagsáætlun 2022. Hugmyndin á bak við þá útfærslu var önnur en í ofangreindri verðfyrirspurn. Þar af leiðandi þarf að koma til viðauki við fjárhagsáætlun ef byggðaráð samþykkir innkaupin ásamt búnaði og þeirri aðkeyptri þjónustu bætist við. Niðurstaða:Byggðaráð samþykkir samhljóða með 3 atkvæðum að gengið verði til samninga við Syrusson á grundvelli tillögu og minnisblaðs innkauparáðs/framkvæmdastjórnar og samkvæmt þeirri útfærslu sem innkauparáð valdi. Byggðaráð samþykkir samhljóða með 3 atkvæðum að fela sviðsstjóra fjármála- og stjórnsýslusviðs að koma með viðaukabeiðni í samræmi við tillögu innkauparáðs."

Með fundarboði byggðaráðs fylgdi viðaukabeiðni frá sviðsstjóra fjármála- og stjórnsýslusviðs, dagsett þann 14. mars 2023, þar sem óskað er viðauka að upphæð kr. 2.138.000 sem skiptist þannig að kr. 1.713.000 fer á deild 21010; sveitarstjórn, og kr. 425.000 fer á deild 31360-Eignasjóður.
Byggðaráð samþykkir samhljóða með 3 atkvæðum ofangreinda beiðni um viðauka, viðauki nr. 12 við fjárhagsáætlun 2023, þannig að liður 21010-2810 hækkar um kr. 1.213.000, liður 21010-2850 hækkar um kr. 350.000, liður 21010-4180 hækkar um kr. 150.000 og liður 31360-4610 hækkar um kr. 425.000; alls kr. 2.138.000. Byggðaráð samþykkir jafnframt að viðaukanum verði mætt með lækkun á handbæru fé.
Vísað til umfjöllunar og afgreiðslu í sveitarstjórn.

5.Frá UT-teymi; Betra Ísland - samningur vegna hugmyndavefs

Málsnúmer 202303069Vakta málsnúmer

Tekið fyrir minnisblað sviðsstjóra fjármála- og stjórnsýslusviðs, dagsett þann 14. mars 2023, þar sem fram kemur að í starfsáætlun fjármála- og stjórnsýslusviðs er gert ráð fyrir að vinna að ábendingakerfi / stafrænum hugmyndakassa. Einnig að á 1. fundi umhverfis- og dreifbýlisráðs þann 30. september 2022 var eftirfarandi bókað:“Á 375. fundir Umhverfisráðs 2022 þann 5.9.2022 var samþykkt bókun um vilja ráðsins til að styrkja íbúalýðræði og opna vettvang þar sem fólk getur komið ábendingum á framfæri, bæði rafrænt og skriflega. Byggðaráð samþykkti á 1039. fundi sínum þann 27.9.2022 að vísa málinu til UT-teymis sveitarfélagsins. Lagt fram til kynningar.?

UT-teymi sveitarfélagsins hefur kynnt sér landslagið í þessum efnum og leggur til að gengið verði til samninga við Íbúar- Samráðslýðræði ses. um lausnina Betra Ísland skv. þeim gögnum sem fylgir með; drög að samningi ásamt vinnslusamningi. Ef samþykkt þá er gert ráð fyrir að kostnaður vegna samningsins rúmist innan fjárhagsramma 21400.
Byggðaráð samþykkir samhljóða með 3 atkvæðum að gengið verði til samninga við Íbúar- Samráðslýðræði ses. í samræmi við meðfylgjandi gögn og ofangreint. Vísað til umfjöllunar og afgreiðslu sveitarstjórnar.

6.Viðhorfskönnun meðal starfsmanna sveitarfélagsins; tillaga og beiðni um viðauka,

Málsnúmer 202303078Vakta málsnúmer

Tekið fyrir erindi frá sveitarstjóra, dagsett þann 14. mars 2023, þar sem óskað er eftir viðauka við fjárhagsáætlun 2023 að upphæð kr. 1.000.000 vegna rafrænnar viðhorfskönnunar á meðal starfsfólks Dalvíkurbyggðar í samræmi við meðfylgjandi tilboð frá Attentus. Lagt er til að í fjárhagsáætlun 2023 verði liður 21600-4931 hækkaður um kr. 1.000.000 og að viðaukanum verði mætt með lækkun á lið 21010-4391 sem því nemur.
Byggðaráð samþykkir samhljóða með 3 atkvæðum ofangreint verkefni og viðaukabeiðni að upphæð kr. 1.000.000, viðauki nr. 13 við fjárhagsáætlun 2023, þannig að liður 21010-4391 lækki um kr. 1.000.000 og á móti hækki liður 21600-4391 um kr. 1.000.000. Um er að ræða tilfærslu á milli deilda.
Vísað til umfjöllunar og afgreiðslu í sveitarstjórn.

7.Frá íþrótta- og æskulýðsfulltrúa; Uppbygging íþróttafélaga í Dalvíkurbyggð; viðaukabeiðni

Málsnúmer 202212136Vakta málsnúmer

Á 1061. fundi byggðaráðs þann 9. mars 2023 var samþykkt samhljóða með 3 atkvæðum að leggja til við sveitarstjórn að veittur verði 8 m.kr. viðbótarstyrkur til Golfklúbbsins Hamars vegna vélageymslu og fól byggðráð íþrótta- og æskulýðsfulltrú að senda inn viðaukabeiðni.

Tekið fyrir erindi frá íþrótta- og æskulýðsfulltrúa, bréf dagsett þann 9. mars 2023, þar sem óskað er viðauka að upphæð kr. 8.000.000 á deild 32200 þannig að fjárfestingastyrkur til félaga árið 2023 verði kr. 58.000.000.
Byggðaráð samþykkir samhljóða með 3 atkvæðum ofangreinda viðaukabeiðni, viðauki nr. 14 við fjárhagsáætlun 2023, þannig að liður 32200-11603 hækki um kr. 8.000.000. Byggðaráð samþykkir jafnframt að viðaukanum verði mætt með lækkun á handbæru fé. Vísað til umfjöllunar og afgreiðslu sveitarstjórnar.

8.Dalvíkurlína 2 - Stígur meðfram lagnaleið; hjólastígur frá Árskógarskóla til Dalvíkur

Málsnúmer 202111018Vakta málsnúmer

Sveitarstjóri gerði grein fyrir fundi með Snæbirni Sigurðarsyni, verkefnastjóri hjá Landsneti, föstudaginn 10. mars sl., um Dalvíkurlínu 2 og lagningu stíga meðfram lagnaleið. Sveitarstjóri leggur til að lögð verði áhersla á lagningu hjólastígs samhliða lagningu jarðstrengs frá Árskógarskóla til Dalvíkur. Jafnframt er lagt til að gengið verði frá yfirýsingu og samningi við þá landeigendur sem heimila lagningu hjólastígs á landi þeirra, þrátt fyrir að hann komi ekki til fyrr en eftir einhver ár.
Byggðaráð samþykkir samhljóða með 3 atkvæðum ofangreinda tillögu sveitarstjóra og vísar henni til umfjöllunar og afgreiðslu í sveitarstjórn.

9.Hafnasjóður beiðni um viðræður - fundur 15. mars 2023.

Málsnúmer 202211096Vakta málsnúmer

Á 1061. fundi byggðaráðs þann 9. mars sl. var til umfjöllunar viðræður við Hafnasamlag Norðurlands um inngöngu Hafnasjóðs Dalvíkurbyggðar í samlagið, SVÓT greining og fundur þann 15. mars sl. með stjórn og framkvæmdastjóra Hafnasamlagsins. Á fundinum frá Dalvíkurbyggð var byggðaráð, sveitarstjóri, sviðsstjóri framkvæmdasviðs og fulltrúar úr veitu- og hafnaráði.

Á fundi byggðaráðs var farið yfir fundinn í gær, 15. mars.
Byggðaráð samþykkir samhljóða með 3 atkvæðum að leggja til við sveitarstjórn að viðræðum við Hafnasamlag Norðurlands verði frestað um óákveðinn tíma.

10.Trúnaðarmál

Málsnúmer 202211062Vakta málsnúmer

Bókað í trúnaðarmálabók.

11.Jöfnunarsjóðu sveitarfélaga; Breytingar á regluverki Jöfnunarsjóðs

Málsnúmer 202303070Vakta málsnúmer

Samkvæmt frétt á vef Jöfnunarsjóðs sveitarfélaga frá 10. mars sl. þá kemur fram að gagngerar breytingar verða gerðar á regluverki Jöfnunarsjóðs sveitarfélaga samkvæmt tillögum sem birtar hafa verið í samráðsgátt stjórnvalda. Breytingarnar miða að því að styrkja jöfnunarhlutverk sjóðsins og mæta miklum breytingum sem hafa orðið í samfélaginu.Í samráðsgátt eru hvort tveggja til umsagnar drög að skýrslu starfshóps um endurskoðun á regluverki Jöfnunarsjóðs sveitarfélaga og drög að frumvarpi til nýrra heildarlaga um Jöfnunarsjóð sveitarfélaga, sem byggja á niðurstöðum starfshópsins. Frestur til að skila umsögn er til og með mánudags 27. mars 2023.

Í skýrslu sinni leggur starfshópurinn til að taka upp nýtt líkan sem leysi núverandi tekjujöfnunar-, útgjaldajöfnunar- og fasteignaskattsframlög af hólmi. Um yrði að ræða gagnsætt líkan sem sameinar fyrrgreind framlög í eitt framlag.
Lagt fram til kynningar.

12.Frá SSNE; Kynning á starfsemi SSNE - endurskoðun á samþykktum - fjölgun fulltrúa vs. aukinn kostnaður.

Málsnúmer 202302032Vakta málsnúmer

Á 1058. fundi byggðaráðs þann 9. febrúar sl. var eftirfarandi bókað:
"Undir þessum lið komu á fund byggðaráðs Albertína F. Elíasdóttir, framkvæmdastjóri SSNE, Elva Gunnlaugsdóttir, verkefnastjóri hjá SSNE, Helga Kristín Schiöth, verkefnastjóri hjá SSNE, og Silja Dröfn Jónsdóttir, þjónustu- og upplýsingafulltrúi, kl. 13:15. Með fundarboði fylgdi 47. fundargerð stjórnar SSNE frá 18. janúar sl. þar sem fram kemur að framkvæmdastjóra er falið að upplýsa sveitarfélögin um að samþykktir SSNE verða teknar upp á næsta ársfundi. Albertína kynnti starfsemi SSNE og hugmyndir að breytingum á samþykktum SSNE.Niðurstaða:Lagt fram til kynningar og byggðaráð þakkar fyrir góða kynningu."

Með fundarboði byggðaráðs fylgdi rafpóstur frá framkvæmdastjóra SSNE, dagsettur þann 7. mars sl., þar sem fram kemur að til skoðunar eru breytingar á samþykktum SSNE og eitt af því sem stjórn SSNE ræðir eru útfærslur á skipan stjórnar þannig að hægt sé að tryggja að öll sveitarfélögin eigi stjórnamann. Ef öll sveitarfélögin eiga fulltrúa í stjórn þá yrðu líklega 11 fulltrúar í stjórninni (þ.e. Akureyrarbæ með 2) sem þýðir kostnaðarauka við stjórnina rúmar 3 m.kr. sem fyrst og fremst fellur á Akureyrarbæ eða um 2 m.kr. Á síðasta fundi stjórnar kom upp sú hugmynd að hvert sveitarfélag bæri einfaldlega kostnað af sínum fulltrúa í stjórn.
Byggðaráð samþykkir samhljóða með 3 atkvæðum að taka undir þær hugmyndir að mikilvægt sé að tryggja að öll sveitarfélögin sem eiga aðild að SSNE eigi sæti við stjórnarborðið. Útfærsla vegna aukins kostnaðar verði rædd og afgreidd á ársþingi SSNE.

13.Frá SSNE; Námskeið fyrir sveitarstjórnarfólk, Samband íslenskra sveitarfélaga

Málsnúmer 202303051Vakta málsnúmer

Tekinn fyrir rafpóstur frá SSNE, dagsettur þann 8. mars sl., þar sem fram kemur að Samband íslenskra sveitarfélaga stendur fyrir námskeiði fyrir aðal- og varamenn í sveitarstjórnum landsins og ætlar að halda vinnustofu á Akureyri þriðjudaginn 11. apríl næstkomandi kl. 10-16. Um er að ræða sjálfstætt framhalds sveitarstjórnarskólans.

Byggðaráð hvetur aðalmenn og varamenn í sveitarstjórn að nýta sér þetta tækifæri.

14.Frá Sambandi íslenskra sveitarfélaga; Dagur Norðurlanda 23.mars 2023

Málsnúmer 202303054Vakta málsnúmer

Tekinn fyrir rafpóstur frá Sambandi íslenskra sveitarfélaga, dagsettur þann 28. febrúar sl., þar sem fram kemur að áframsend er hvatning Norræna félagsins til sveitarfélaga um að þau veki á þann hátt sem þau kjósa athygli á Degi Norðurlanda 23. mars nk.
Lagt fram til kynningar.

15.Aðalfundur Lánasjóðs sveitarfélaga ohf., 31.mars 2023

Málsnúmer 202302047Vakta málsnúmer

Tekið fyrir erindi frá Lánasjóði sveitarfélaga, móttekið þann 13. mars 2023, þar sem boðað er til aðalfunduar sjóðsins þann 31. mars nk. á Grand Hótel, Reykjavík. Vakin er athygli á því að allir sveitarstjórnarfulltrúar eiga rétt á að sækja aðalfundinn. Sveitarstjóri er sjálfkrafa handhafi atkvæðisréttar sveitarfélagsins. Boðið er upp á fullgilda rafræna þátttöku á fundinum í gegnum TEAMS.
Lagt fram til kynningar.

16.Frá stjórn Sambands íslenskra sveitarfélaga; Fundargerðir nr. 918 og nr. 919

Málsnúmer 202301152Vakta málsnúmer

Lagðar fram til kynningar fundargerðir stjórnar Sambands íslenskra sveitarfélaga nr. 918 og nr. 919 frá 27. janúar sl. og 28. febrúar sl.
Lagt fram til kynningar.

17.Frá Samtökum sjávarútvegssveitarfélaga; Fundargerðir Samtaka sjávarútvegssveitarfélaga 2023

Málsnúmer 202301097Vakta málsnúmer

Lögð fram til kynningar fundargerð stjórnar Samtaka sjávarútvegssveitarfélaga frá 15. febrúar sl.
Lagt fram til kynningar.

Fundi slitið - kl. 16:12.

Nefndarmenn
  • Helgi Einarsson formaður
  • Freyr Antonsson varaformaður
  • Felix Rafn Felixson, aðalmaður boðaði forföll og Lilja Guðnadóttir varamaður, sat fundinn í hans stað.
Starfsmenn
  • Guðrún Pálína Jóhannsdóttir sviðsstjóri
  • Eyrún Ingibjörg Sigþórsdóttir sveitarstjóri
Fundargerð ritaði: Guðrún Pálína Jóhannsdóttir sviðsstjóri fjármála- og stjórnsýslusviðs