Á 1062. fundi byggðaráðs þann 16. mars 2023 var eftirfarandi bókað:
"Tekið fyrir erindi frá sveitarstjóra, dagsett þann 14. mars 2023, þar sem óskað er eftir viðauka við fjárhagsáætlun 2023 að upphæð kr. 1.000.000 vegna rafrænnar viðhorfskönnunar á meðal starfsfólks Dalvíkurbyggðar í samræmi við meðfylgjandi tilboð frá Attentus. Lagt er til að í fjárhagsáætlun 2023 verði liður 21600-4931 hækkaður um kr. 1.000.000 og að viðaukanum verði mætt með lækkun á lið 21010-4391 sem því nemur.Niðurstaða:Byggðaráð samþykkir samhljóða með 3 atkvæðum ofangreint verkefni og viðaukabeiðni að upphæð kr. 1.000.000, viðauki nr. 13 við fjárhagsáætlun 2023, þannig að liður 21010-4391 lækki um kr. 1.000.000 og á móti hækki liður 21600-4391 um kr. 1.000.000. Um er að ræða tilfærslu á milli deilda. Vísað til umfjöllunar og afgreiðslu í sveitarstjórn."
Vísað til umfjöllunar og afgreiðslu í sveitarstjórn.