Byggðaráð

1070. fundur 08. júní 2023 kl. 13:15 - 16:00 í Upsa á 3. hæð í Ráðhúsi Dalvíkur
Nefndarmenn
  • Helgi Einarsson formaður
  • Freyr Antonsson varaformaður
  • Felix Rafn Felixson aðalmaður
Starfsmenn
  • Eyrún Ingibjörg Sigþórsdóttir sveitarstjóri
Fundargerð ritaði: Eyrún Ingibjörg Sigþórsdóttir sveitarstjóri
Dagskrá

1.Uppbygging íþróttafélaga í Dalvíkurbyggð

Málsnúmer 202212136Vakta málsnúmer

Undir þessum lið kom á fund byggðaráðs Gísli Rúnar Gylfason, íþrótta- og æskulýðsfulltrúi, kl. 13:15

Samantekt á uppbyggingu troðaraaðstöðu í lok maí 2023:
Skíðafélagið hefur spurt hvort það sé inn í myndinni að fara frekar í að gera hús sem er steypt og byggt inn í landið þannig byggingin falli betur að landslaginu. Þetta byggst á gömlum hygmyndum sem hafa verið ræddar inn í byggðaráði með forsvarsmönnum skíðafélagsins.
Skíðafélagið áætlar að það kosti 60 milljónir meira en að reisa stálgrindarhús. Það eru ekki til kostnaðaráætlanir eða teikningar af slíku húsi og er því ekki hægt að staðfesta þessar tölur. Það er í raun ekki til nægilegar upplýsingar til að meta þetta þannig að hægt sé að segja já á þessari stundu.
Það sem þarf að gera núna er að taka afstöðu til þess hvort við samþykkjum að hluti af því uppbyggingar fjármagni sem hefur verið samþykkt til skíðafélagsins verði notað til að láta teikna og kostnaðargreina þessa byggingu.

Til umræðu ofangreint.

Gísli Rúnar vék af fundi kl. 13:45
Byggðaráð samþykkir samhljóða með 3 atkvæðum að hluti af því fjármagni sem hefur verið samþykkt til skíðafélagsins verði notað til þess að teikna og kostnaðargreina ofangreinda hugmynd. Vísað til næsta fundar byggðaráðs.

2.Stöðumat stjórnenda janúar - mars 2023

Málsnúmer 202304163Vakta málsnúmer

Málinu frestað til næsta fundar byggðaráðs.

3.Trúnaðarmál

4.Fundagerðir Starfs- og kjaranefndar 2023

Málsnúmer 202301116Vakta málsnúmer

Sveitarstjóri gerði grein fyrir fundargerð starfs- og kjaranefndar frá 23.maí sl.
Lagt fram til kynningar.

5.Fasteignamat 2024

Málsnúmer 202306004Vakta málsnúmer

Tekin fyrir til upplýsingar samantekt sviðsstjóra fjármála- og stjórnsýslusviðs um áætlað fasteignamat í Dalvíkurbyggð 2024 eftir tegundum eigna.
Lagt fram til kynningar.

6.Bréf EFS til allra sveitarfélaga um almennt eftirlit á árinu 2023

Málsnúmer 202305067Vakta málsnúmer

Lagt fram bréf frá eftirlitsnefnd með fjármálum sveitarfélaga (EFS) til allra sveitarfélaga varðandi almennt eftirlit með fjármálum sveitarfélaga á árinu 2022. Bréfið er sent til að upplýsa sveitarfélög um áhersluatriðið EFS fyrir árið 2023 og ekki þarf að bregðast sérstaklega við bréfinu nema óskað sé eftir frekari upplýsingum eða leiðbeiningum.

Lagt fram til kynningar.

7.Til allra sveitarfélaga Oddvitar og varaoddvitar kjörtímabilið 2022-2026

Málsnúmer 202305080Vakta málsnúmer

Tekið fyrir erindi frá innviðaráðuneytinu þar sem vakin er athygli á 6.mgr. 13.gr.sveitarstjórnarlaga nr. 138/2011 sem segir að tilkynna skal kosningu oddvita og varaoddvita sveitarstjórna til ráðuneytisins þegar að því loknu.
Í 7.gr. Samþykktar um stjórn Dalvíkurbyggðar er kveðið á um að kjörtímabil forseta og varaforseta sveitarstjórnar er það sama og sveitarstjórnar.
Aftur á móti skal skv. 47.gr.kafla A Samþykktar um stjórn Dalvíkurbyggðar kjósa þrjá aðalmenn og þrjá til vara í byggðaráð sbr. 35.gr.sveitarstjórnarlaga nr. 138/2011.

Lagt fram til kynningar.

8.Trúnaðarmál

9.Úrgangsmál innleiðing og útboð

Málsnúmer 202303137Vakta málsnúmer

Á 359.fundi sveitarstjórnar var eftirfarandi bókað:
Enginn tók til máls. Sveitarstjórn samþykkir samhljóða með 6 atkvæðum ofangreinda afgreiðslu byggðaráðs (1066.fundur) að Dalvíkurbyggð taki þátt í ofangreindri greiningarvinnu og kaup á ráðgjöf frá Kvöðli ehf.

Fyrir fundinum liggur nánari greiningarvinna frá Kvöðli ehf., um verkefnið.
Lagt fram til kynningar.

10.Upplýsingar um greiðslur Úrvinnslusjóðs til sveitarfélaga vegna sérstakrar söfnunar

Málsnúmer 202305065Vakta málsnúmer

Tekin fyrir beiðni Úrvinnslusjóðs um upplýsingar til að Fjársýslan geti greitt Dalvíkurbyggð vegna umbúðaúrgangs sem safnast í sérstakri söfnun.
Úrvinnslusjóður greiðir fyrir það hlutfall í söfnunaríláti sem tilheyrir sjóðnum og rekja má til þeirra umbúðaflokka sem bera úrvinnslugjald. Reiknað er með tilteknu hlutfalli í söfnunarílátum sem tilgreind verða á uppgjörsblaðinu og greitt skv. upphæðum í Gjaldskrá Úrvinnslusjóðs. Þessi hlutföll og mat á raunkostnaði sveitarfélaga verða endurskoðuð af starfshópi Úrvinnslusjóðs, sem skipaður er fulltrúum frá sveitarfélögum, framleiðendum sem bera framleiðendaábyrgð og Úrvinnslusjóði.
Lagt fram til kynningar.

11.Svæðisáætlun um meðhöndlun úrgangs á Norðurlandi 2023-2036

Málsnúmer 202302052Vakta málsnúmer

Fyrir fundinum liggur endanleg tillaga að svæðisáætlun um meðhöndlun úrgangs á Norðurlandi 2023-2036 með ósk um að hún verði lögð fyrir sveitarstjórn til samþykktar. Áætlunin öðlast gildi þegar allar hlutaðeigandi sveitarstjórnir hafa samþykkt hana.
Byggðaráð samþykkir samhljóða með 3 atkvæðum svæðisáætlun um meðhöndlun úrgangs á Norðurlandi 2023-2036 og vísar henni til sveitarstjórnar til samþykktar.

12.Fréttabréf Podium

Málsnúmer 202305084Vakta málsnúmer

Hvatning til sveitarfélaga að innleiða Heimsmarkmið Sameinuðu þjóðanna inn í sína heildarstefnu.
Sveitarfélög sem hafa sjálfbæra þróun að leiðarljósi og taka þátt í að móta framtíðina á ábyrgan hátt eru framsýn og ætla sér að taka þátt í að þjóðir heims nái markmiðum Heimsmarkmiðanna. Óhætt er að fullyrða að ef þjóðum heims tekst að ná markmiðunum innan gildistíma áætlunarinnar þá mun líf allra og umhverfi hafa batnað til mikilla muna árið 2030. Mjög mörg verkefni sveitarfélaga tengjast nú þegar Heimsmarkmiðunum en hafa hugsanlega ekki verið skilgreind sem slík.
Lagt fram til kynningar.

13.Umsagnarbeiðni. Rekstrarleyfi gistingar. Brimhóll ehf

Málsnúmer 202305079Vakta málsnúmer

Tekið fyrir erindi frá Sýslumanninum á Norðurlandi eystra, tölvupóstur dagsettur þann 17.maí 2023, þar sem óskað er umsagnar vegna umsóknar um rekstrarleyfi gistingar í flokki II - G Íbúð vegna Aðalgötu 8, 621 Dalvík.
Byggðaráð gerir ekki athugasemdir við umsóknina með fyrirvara á umsögnum frá Slökkviliðsstjóra og Byggingafulltrúa. Vísað til umfjöllunar og afgreiðslu sveitarstjórnar. Samþykkt samhljóða með 3 atkvæðum.

14.Boð um þáttöku í samráði

Málsnúmer 202305083Vakta málsnúmer

Innviðaráðuneytið kynnir til samráðs "Drög að reglugerð um málsmeðferð við setningu skipulagsreglna fyrir flugvelli"
Lagt fram til kynningar

15.Veiðar á ref og mink samkvæmt samningi við veiðimenn

Málsnúmer 202305085Vakta málsnúmer

Erindi frá Bjarmalandi, félags atvinnuveiðimanna í ref og mink. Félagið óskar eftir upplýsingum um hvernig veiðum og greiðslum er háttað fyrir veiði og ref og mink í Dalvíkurbyggð.
Byggðaráð bendir Bjarmalandi, félagi atvinnuveiðimanna í ref og mink á gjaldskrá á heimasíðu Dalvíkurbyggðar sem heitir önnur gjöld á framkvæmdasviði. Samþykkt samhljóða með 3 atkvæðum.

16.Dalvíkurlína 2, samningur um jarðir í eigu Dalvíkurbyggðar

Málsnúmer 202305098Vakta málsnúmer

Landsnet óskar eftir því að ganga til samninga við Dalvíkurbyggð vegna lagningar Dalvíkurlínu 2 um jarðir í eigu sveitarfélagsins.
Byggðaráð samþykkir samhljóða með 3 atkvæðum fyrirliggjandi samning við Landsnet vegna lagningar Dalvíkurlínu 2 um jarðir sveitarfélagsins og leggur fyrir sveitarstjórn til samþykktar.

17.Vorfundur ALNEY, ársreikningur 2022

Málsnúmer 202305097Vakta málsnúmer

Lagt fram til kynningar ársreikningur Almannavarna Eyjafjarðar (ALNEY) fyrir árið 2022 og fundargerð vorfundar ALNEY þann 17.maí 2023.
Lagt fram til kynningar

18.Fundargerðir Sambandsins 2023

Málsnúmer 202301152Vakta málsnúmer

Lagðar fram til kynningar fundargerðir Sambands íslenskra sveitarfélaga nr. 926 frá 17.maí 2023 og nr. 927 frá 26.maí 2023.
Lagt fram til kynningar.

19.Fundargerðir SSNE 2023

Málsnúmer 202301151Vakta málsnúmer

Lögð fram til kynningar fundargerð SSNE nr. 52 frá 3.maí 2023
Lagt fram til kynningar

Fundi slitið - kl. 16:00.

Nefndarmenn
  • Helgi Einarsson formaður
  • Freyr Antonsson varaformaður
  • Felix Rafn Felixson aðalmaður
Starfsmenn
  • Eyrún Ingibjörg Sigþórsdóttir sveitarstjóri
Fundargerð ritaði: Eyrún Ingibjörg Sigþórsdóttir sveitarstjóri