Málsnúmer 202212136Vakta málsnúmer
Undir þessum lið kom á fund byggðaráðs Gísli Rúnar Gylfason, íþrótta- og æskulýðsfulltrúi, kl. 13:15
Samantekt á uppbyggingu troðaraaðstöðu í lok maí 2023:
Skíðafélagið hefur spurt hvort það sé inn í myndinni að fara frekar í að gera hús sem er steypt og byggt inn í landið þannig byggingin falli betur að landslaginu. Þetta byggst á gömlum hygmyndum sem hafa verið ræddar inn í byggðaráði með forsvarsmönnum skíðafélagsins.
Skíðafélagið áætlar að það kosti 60 milljónir meira en að reisa stálgrindarhús. Það eru ekki til kostnaðaráætlanir eða teikningar af slíku húsi og er því ekki hægt að staðfesta þessar tölur. Það er í raun ekki til nægilegar upplýsingar til að meta þetta þannig að hægt sé að segja já á þessari stundu.
Það sem þarf að gera núna er að taka afstöðu til þess hvort við samþykkjum að hluti af því uppbyggingar fjármagni sem hefur verið samþykkt til skíðafélagsins verði notað til að láta teikna og kostnaðargreina þessa byggingu.
Til umræðu ofangreint.
Gísli Rúnar vék af fundi kl. 13:45