Undir þessum lið komu á fund byggðaráðs Helga Íris Ingólfsdóttir, deildartjóri Eigna- og framkvæmdadeildar, Óðinn Steinsson, verkefnastjóri þvert og svið, og úr umhverfis- og dreifbýlisráði Gunnar Kristinn Guðmundsson, formaður, Gunnþór Eyfjörð Sveinbjörnsson, varaformaður, og Júlíus Magnússon kl. 13:15.
Á 372. fundi sveitarstjórnar þann 22. október sl. var samþykkt sú tillaga formanns Umhverfis- og dreifbýlisráðs að haldinn verði sameiginlegur fundur umhverfis- og dreifbýlisráðs og byggðaráðs til að marka stefnuna í úrgangsmálum sveitarfélagsins.
Á 373. fundi sveitarstjórnar þann 5. nóvember sl. var samþykkt samningsdrög á milli Consensa og Dalvíkurbyggðar um útboðsþjónustu og ráðgjafar vegna sorphirðu og hafðar verði til hliðsjónar þær ábendingar sem fram hafa komið um samningsdrögin og svör frá Consensa við þeim ábendingum.
Með fundarboði byggðaráðs fylgdi skýrsla HLH Ráðgjafar um þróun kostnaðar úrgangsmála sveitarfélaga árin 2012 til 2023 sem unnið var fyrir Samband íslenskra sveitarfélaga.
Til umræðu ofangreint.
Helga Íris, Óðinn, Gunnar Kristinn, Gunnþór Eyfjörð og Júlíus viku af fundi kl. 14:12.