Úrgangsmál; innleiðing og útboð

Málsnúmer 202303137

Vakta málsnúmer

Byggðaráð - 1066. fundur - 27.04.2023

Með fundarboði byggðaráðs fylgdi kynning frá Kvöðli ehf. ásamt upplýsingum um undirbúning fyrir tilboðsbeiðni vegna ráðgjafar og aðstoð verið gerð útboðsgagna, greiningarvinnu og aðra þætti sem varða úrgangshirðu og meðhöndlun úrgangs í sveitarfélögunum Hörgársveit, Eyjafjarðarsveit, Svalbarðsstrandarhreppi, Grýtubakkahreppi og Dalvíkurbyggðar. Fyrir liggur áhugi ofangreindra sveitarfélaga að hafa með sé samstarf um breytingar í úrgangsmálum. Verkkaupi yrði hvert sveitarfélag fyrir sig.

Sveitarstjóri og formaður byggðaráðs gerðu grein fyrir ofangreindu og fundi sveitarfélaganna í gær vegna þessa.
Byggðaráð samþykkir samhljóða með 3 atkvæðum að Dalvíkurbyggð taki þátt í ofangreindri greiningarvinnu og kaup á ráðgjöf frá Kvöðli ehf.

Sveitarstjórn - 359. fundur - 06.06.2023

Á 1066.fundi byggðaráðs var eftirfarandi bókað: Með fundarboði byggðaráðs fylgdi kynning frá Kvöðli ehf. ásamt upplýsingum um undirbúning fyrir tilboðsbeiðni vegna ráðgjafar og aðstoð verið gerð útboðsgagna, greiningarvinnu og aðra þætti sem varða úrgangshirðu og meðhöndlun úrgangs í sveitarfélögunum Hörgársveit, Eyjafjarðarsveit, Svalbarðsstrandarhreppi, Grýtubakkahreppi og Dalvíkurbyggðar. Fyrir liggur áhugi ofangreindra sveitarfélaga að hafa með sé samstarf um breytingar í úrgangsmálum. Verkkaupi yrði hvert sveitarfélag fyrir sig. Sveitarstjóri og formaður byggðaráðs gerðu grein fyrir ofangreindu og fundi sveitarfélaganna í gær vegna þessa. Niðurstaða: Byggðaráð samþykkir samhljóða með 3 atkvæðum að Dalvíkurbyggð taki þátt í ofangreindri greiningarvinnu og kaup á ráðgjöf frá Kvöðli ehf.
Enginn tók til máls.
Sveitarstjórn samþykkir samhljóða með 6 atkvæðum ofangreinda afgreiðslu byggðaráðs að Dalvíkurbyggð taki þátt í ofangreindri greiningarvinnu og kaup á ráðgjöf frá Kvöðli ehf.

Byggðaráð - 1070. fundur - 08.06.2023

Á 359.fundi sveitarstjórnar var eftirfarandi bókað:
Enginn tók til máls. Sveitarstjórn samþykkir samhljóða með 6 atkvæðum ofangreinda afgreiðslu byggðaráðs (1066.fundur) að Dalvíkurbyggð taki þátt í ofangreindri greiningarvinnu og kaup á ráðgjöf frá Kvöðli ehf.

Fyrir fundinum liggur nánari greiningarvinna frá Kvöðli ehf., um verkefnið.
Lagt fram til kynningar.

Byggðaráð - 1124. fundur - 08.10.2024

Með fundarboði byggðaráðs fylgdi erindi frá deildarstjóra Eigna- og framkvæmdadeildar, sbr. rafpóstur dagsettur þann 3. október sl., vegna tillögu að samningi við Consensa um útboðsþjónustu og ráðgjöf,
Byggðaráð frestar erindinu og óskar eftir frekari upplýsingum um stöðu mála varðandi ráðgjöf og samvinnu sveitarfélaganna í tengslum við fyrirkomulag sorphirðu og útboð.

Byggðaráð - 1126. fundur - 17.10.2024

Á 1124. fundi byggðaráðs þann 8. október sl. var eftirfarandi bókað:
"Með fundarboði byggðaráðs fylgdi erindi frá deildarstjóra Eigna- og framkvæmdadeildar, sbr. rafpóstur dagsettur
þann 3. október sl., vegna tillögu að samningi við Consensa um útboðsþjónustu og ráðgjöf,
Niðurstaða : Byggðaráð frestar erindinu og óskar eftir frekari upplýsingum um stöðu mála varðandi ráðgjöf og samvinnu
sveitarfélaganna í tengslum við fyrirkomulag sorphirðu og útboð."


Sveitarstjóri gerði grein fyrir ofangreindu.
Deildarstjóri Eigna- og framkvæmadeildar gerði einnig grein fyrir ofangreindu undir lið 5 hér að ofan.
Byggðaráð samþykkir samhljóða með 3 atkvæðum að gengið verði til samninga við Consensa um útboðsþjónustu og ráðgjafar vegna sorphirðu og haft verði til hliðsjónar þær ábendingar sem fram hafa komið um samningsdrögin.

Sveitarstjórn - 372. fundur - 22.10.2024

Á 1126. fundi byggðaráðs þann 17. október sl., var eftirfarandi bókað:
Á 1124. fundi byggðaráðs þann 8. október sl. var eftirfarandi bókað:
"Með fundarboði byggðaráðs fylgdi erindi frá deildarstjóra Eigna- og framkvæmdadeildar, sbr. rafpóstur dagsettur þann 3. október sl., vegna tillögu að samningi við Consensa um útboðsþjónustu og ráðgjöf.
Niðurstaða : Byggðaráð frestar erindinu og óskar eftir frekari upplýsingum um stöðu mála varðandi ráðgjöf og samvinnu sveitarfélaganna í tengslum við fyrirkomulag sorphirðu og útboð."

Sveitarstjóri gerði grein fyrir ofangreindu.
Deildarstjóri Eigna- og framkvæmadeildar gerði einnig grein fyrir ofangreindu undir lið 5 hér að ofan.
Niðurstaða : Byggðaráð samþykkir samhljóða með 3 atkvæðum að gengið verði til samninga við Consensa um útboðsþjónustu og ráðgjafar vegna sorphirðu og haft verði til hliðsjónar þær ábendingar sem fram hafa komið um samningsdrögin."
Til máls tóku:
Freyr Antonsson.
Helgi Einarsson.
Lilja Guðnadóttir.
Gunnar Kristinn Guðmundsson, sem leggur til að haldinn verður sameiginlegur fundur umhverfis- og dreifbýlisráðs og byggðaráðs til að marka stefnuna.

Fleiri tóku ekki til máls.

Sveitarstjórn samþykkir samhljóða með 7 atkvæðum ofangreinda afgreiðslu byggðaráðs um að gengið verði til samninga við Consensa um útboðsþjónustu og ráðgjafar vegna sorphirðu og haft verði til hliðsjónar þær ábendingar sem fram hafa komið um samningsdrögin.
Sveitarstjórn samþykkir jafnframt samhljóða með 7 atkvæðum ofangreinda tillögu Gunnars Kristins Guðmundssonar.

Sveitarstjórn - 373. fundur - 05.11.2024

Á 372. fundi sveitarstjórnar þann 22. október sk. var eftirfarandi bókað:
Á 1126. fundi byggðaráðs þann 17. október sl., var eftirfarandi bókað:
Á 1124. fundi byggðaráðs þann 8. október sl. var eftirfarandi bókað:
"Með fundarboði byggðaráðs fylgdi erindi frá deildarstjóra Eigna- og framkvæmdadeildar, sbr. rafpóstur dagsettur þann 3. október sl., vegna tillögu að samningi við Consensa um útboðsþjónustu og ráðgjöf.
Niðurstaða : Byggðaráð frestar erindinu og óskar eftir frekari upplýsingum um stöðu mála varðandi ráðgjöf og samvinnu sveitarfélaganna í tengslum við fyrirkomulag sorphirðu og útboð."
Sveitarstjóri gerði grein fyrir ofangreindu.
Deildarstjóri Eigna- og framkvæmadeildar gerði einnig grein fyrir ofangreindu undir lið 5 hér að ofan.
Niðurstaða : Byggðaráð samþykkir samhljóða með 3 atkvæðum að gengið verði til samninga við Consensa um útboðsþjónustu og ráðgjafar vegna sorphirðu og haft verði til hliðsjónar þær ábendingar sem fram hafa komið um samningsdrögin."
Niðurstaða : Til máls tóku:
Freyr Antonsson.
Helgi Einarsson.
Lilja Guðnadóttir.
Gunnar Kristinn Guðmundsson, sem leggur til að haldinn verður sameiginlegur fundur umhverfis- og dreifbýlisráðs
og byggðaráðs til að marka stefnuna.
Fleiri tóku ekki til máls.
Sveitarstjórn samþykkir samhljóða með 7 atkvæðum ofangreinda afgreiðslu byggðaráðs um að gengið verði til samninga við Consensa um útboðsþjónustu og ráðgjafar vegna sorphirðu og haft verði til hliðsjónar þær ábendingar sem fram hafa komið um samningsdrögin.
Sveitarstjórn samþykkir jafnframt samhljóða með 7 atkvæðum ofangreinda tillögu Gunnars Kristins Guðmundssonar."
Með fundarboði sveitarstjórnar fylgdu ofangreind samningsdrög með svörum frá Consensa við ábendingum Dalvíkurbyggðar.

Sveitarstjórn samþykkir samhljóða með 7 atkvæðum ofangreind samningsdrög eins og þau liggja fyrir og felur sveitarstjóra að ganga frá samningi og undirrita.

Umhverfis- og dreifbýlisráð - 26. fundur - 08.11.2024

Fyrir fundinum lágu drög að samningi við ráðgjafafyrirtækið Consensa um vinnu við gerð útboðsganga vegna sorphirðu.
Lagt fram til kynningar.
Umhverfis- og dreifbýlisráð óskar eftir að Byggðaráð leggi til fundartíma fyrir sameiginlegan fund ráðanna innan tveggja vikna.
Samþykkt með þremur atkvæðum.

Byggðaráð - 1133. fundur - 28.11.2024

Undir þessum lið komu á fund byggðaráðs Helga Íris Ingólfsdóttir, deildartjóri Eigna- og framkvæmdadeildar, Óðinn Steinsson, verkefnastjóri þvert og svið, og úr umhverfis- og dreifbýlisráði Gunnar Kristinn Guðmundsson, formaður, Gunnþór Eyfjörð Sveinbjörnsson, varaformaður, og Júlíus Magnússon kl. 13:15.

Á 372. fundi sveitarstjórnar þann 22. október sl. var samþykkt sú tillaga formanns Umhverfis- og dreifbýlisráðs að haldinn verði sameiginlegur fundur umhverfis- og dreifbýlisráðs og byggðaráðs til að marka stefnuna í úrgangsmálum sveitarfélagsins.

Á 373. fundi sveitarstjórnar þann 5. nóvember sl. var samþykkt samningsdrög á milli Consensa og Dalvíkurbyggðar um útboðsþjónustu og ráðgjafar vegna sorphirðu og hafðar verði til hliðsjónar þær ábendingar sem fram hafa komið um samningsdrögin og svör frá Consensa við þeim ábendingum.

Með fundarboði byggðaráðs fylgdi skýrsla HLH Ráðgjafar um þróun kostnaðar úrgangsmála sveitarfélaga árin 2012 til 2023 sem unnið var fyrir Samband íslenskra sveitarfélaga.

Til umræðu ofangreint.

Helga Íris, Óðinn, Gunnar Kristinn, Gunnþór Eyfjörð og Júlíus viku af fundi kl. 14:12.
Lagt fram til kynningar.

Umhverfis- og dreifbýlisráð - 27. fundur - 04.12.2024

Fyrir fundinum lágu drög að útboðsgögnum fyrir sorphirðu í Dalvíkurbyggð unnin af Consensa.
Umhverfis- og dreifbýlisráð gerir ekki athugasemdir við framlögð drög að útboði á sorphirðu. Samþykkt samhljóða með fimm atkvæðum.

Sveitarstjórn - 375. fundur - 17.12.2024

Á 27. fundi umhverfis- og dreifbýlisráðs þann 4. desember sl. var eftirfarndi bókað:
"Fyrir fundinum lágu drög að útboðsgögnum fyrir sorphirðu í Dalvíkurbyggð unnin af Consensa.
Niðurstaða : Umhverfis- og dreifbýlisráð gerir ekki athugasemdir við framlögð drög að útboði á sorphirðu. Samþykkt samhljóða með fimm atkvæðum."
Enginn tók til máls.

Sveitarstjórn samþykkir samhljóða með 7 atkvæðum ofangreinda afgreiðslu umhverfis- og dreifbýlisráðs og fyrirliggjandi drög að útboðsgögnum vegna sorphirðu.