Með fundarboði byggðaráðs fylgdi kynning frá Kvöðli ehf. ásamt upplýsingum um undirbúning fyrir tilboðsbeiðni vegna ráðgjafar og aðstoð verið gerð útboðsgagna, greiningarvinnu og aðra þætti sem varða úrgangshirðu og meðhöndlun úrgangs í sveitarfélögunum Hörgársveit, Eyjafjarðarsveit, Svalbarðsstrandarhreppi, Grýtubakkahreppi og Dalvíkurbyggðar. Fyrir liggur áhugi ofangreindra sveitarfélaga að hafa með sé samstarf um breytingar í úrgangsmálum. Verkkaupi yrði hvert sveitarfélag fyrir sig.
Sveitarstjóri og formaður byggðaráðs gerðu grein fyrir ofangreindu og fundi sveitarfélaganna í gær vegna þessa.