Umhverfis- og dreifbýlisráð

26. fundur 08. nóvember 2024 kl. 08:15 í Upsa á 3. hæð í Ráðhúsi Dalvíkur
Nefndarmenn
  • Gunnar Kristinn Guðmundsson formaður
  • Gunnþór Eyfjörð Sveinbjörnsson varaformaður
  • Þorvaldur Eyfjörð Kristjánsson aðalmaður
Starfsmenn
  • Helga Íris Ingólfsdóttir
Fundargerð ritaði: Helga Íris Ingólfsdóttir Deildarstjóri Eigna- og framkvæmdadeildar
Dagskrá
Eiður Smári Árnason og Júlíus Magnússon mættu ekki til fundar og boðuðu ekki varamenn.

1.Mánaðarlegar skýrslur 2024

Málsnúmer 202402018Vakta málsnúmer

Farið yfir stöðu þeirra málaflokka er heyra undir ráðið.

2.Framkvæmdir 2024

Málsnúmer 202401135Vakta málsnúmer

Farið yfir stöðuna á framkvæmdum ársins.

3.Úrgangsmál innleiðing og útboð

Málsnúmer 202303137Vakta málsnúmer

Fyrir fundinum lágu drög að samningi við ráðgjafafyrirtækið Consensa um vinnu við gerð útboðsganga vegna sorphirðu.
Lagt fram til kynningar.
Umhverfis- og dreifbýlisráð óskar eftir að Byggðaráð leggi til fundartíma fyrir sameiginlegan fund ráðanna innan tveggja vikna.
Samþykkt með þremur atkvæðum.

4.Endurskoðun á snjómokstursreglum Dalvíkurbyggðar 2024

Málsnúmer 202411033Vakta málsnúmer

Samkvæmt snjómokstursreglunum þá ber að endurskoða þær árlega. F
Fyrir fundinum lágu eftirfarandi tillögur að breytingum a reglunum:
Gönguleið milli bæjarhluta á Dalvík um Svarfaðarbraut verði bætt við fyrsta forgang.
Skilyrði um verktaka til heimreiðamoksturs verði fellt út úr reglunum.
Samþykkt samhljóða með þremur atkvæðum.

5.Vinnuhópur um brunamál

Málsnúmer 202110061Vakta málsnúmer

Erindi frá 372. fundi Sveitarstjórnar þar sem samþykkt var að skipun vinnuhóps um brunamál yrði eftirfarandi: Sveitarstjóri, slökkviliðsstjóri, deildastjóri Eigna - og framkvæmdadeildar, fulltrúi úr byggðaráði og umhverfis og dreifbýlisráði.
Umhverfis- og dreifbýlisráð leggur til að Gunnar Kristinn Guðmundsson verði fulltrúi ráðsins í vinnuhópnum.
Samþykkt samhljóða með þremur atkvæðum.

6.Kalskemmdir á túnum í Dalvíkurbyggð

Málsnúmer 202406098Vakta málsnúmer

Á 370. fundi sínum fól Sveitarstjórn byggðaráði og umhverfis- og dreifbýlisráði að fylgja málinu eftir og fylgjast með framvindu.
Umhverfis og dreifbýlisráð lýsir þungum áhyggjum vegna þeirra miklu tjóna sem orðið hafa á túnum bænda vegna kalskemmda í Dalvikurbyggð.
Umhverfis og dreifbýlisráð hvetur stjórnvöld til að tryggja að bætur vegna þessa tjóns verði á næstu fjárlögum. Það er brýnt að byggt verði á stöðugum og tryggum stuðningi til bænda í gegnum Bjargráðasjóð og með aðstoð frá ríkinu til að vega upp á móti þeim fjárhagslegu áhrifum sem skemmdirnar hafa valdið.
Samþykkt samhljóða með þremur atkvæðum.

7.Almenningssamgöngur - samráðsfundur með Vegagerðinni

Málsnúmer 202404034Vakta málsnúmer

Tekin fyrir tilkynning um stöðu verkefnisins Endurskoðun leiðarkerfis landsbyggðarvagna frá Vegagerðinni.
Eftir samráðsfundi Vegagerðarinnar með hagsmunaaðilum í vor þá er verið að vinna að breytingum á landsbyggðarstrætó með það að markmiði að skoða hverja akstursleið út frá gæðum, nýtni og gagnsemi. Stefnt er því að tillaga að breyttu leiðakerfi verði send hagaðilum til umsagnar um ánaðarmótin nóvember - desember og að útboð skv. breyttu kerfi verði auglýst í janúar 2025.
Lagt fram til kynningar.

8.Skógræktarfélag Eyfirðinga, styrktarsamningur endurnýjun

Málsnúmer 202410085Vakta málsnúmer

Tekið fyrir erindi frá Skógræktarfélagi Eyfirðinga, sbr. rafpóstur dagsettur þann 17. október 2024, þar sem meðfylgjandi eru drög að nýjum samningi til 4ja ára í stað 2ja ára ásamt minnisblaði framkvæmdastjóra félagsins vegna Hánefsstaðareits.

Lagt er til að Dalvíkurbyggð greiði Skógræktarfélagi Eyfirðinga kr. 2.000.000 á ári, í stað kr. 1.000.000 eins og verið hefur, sem fasta styrkgreiðslu og skal upphæðin uppfærð í samræmi við vísitölu neysluverðs.
Umhverfis- og dreifbýlisráð leggur til að samningurinn verði samþykktur með eftirfarandi breytingum:
Samningstími verði þrjú ár í stað fjögurra.
Uppsagnarákvæði verði breytt þannig að í stað árs fyrirvara um uppsögn verði hann 3 mánuðir.
Samþykkt samhljóða með þremur atkvæðum.

9.Gjaldskrá Norðurár 2025

Málsnúmer 202410054Vakta málsnúmer

Fyrir fundinum lá gjaldskrá Norðurár bs. vegna urðunar á úrgangi fyrir árið 2025.
Afgreiðslu frestað til næsta fundar.

10.Fundargerðir HNE 2024

Málsnúmer 202402077Vakta málsnúmer

Lögð fram til kynningar fundargerð 238. fundar Heilbrigðisnefndar Norðurlands eystra sem haldinn var 16. október 2024.

11.Ályktun samþykkt á aðalfundi Skógræktarfélags Íslands

Málsnúmer 202410105Vakta málsnúmer

Með rafpósti, dagsettum 25.10.2024, fylgir stjórn Skógræktarfélags Íslands eftir ályktun frá aðalfundi félagsins þar sem ríki og sveitarfélög eru hvött til að fylgja eftir vörsluskyldu búfjár.
Lagt fram til kynningar.

Fundi slitið.

Nefndarmenn
  • Gunnar Kristinn Guðmundsson formaður
  • Gunnþór Eyfjörð Sveinbjörnsson varaformaður
  • Þorvaldur Eyfjörð Kristjánsson aðalmaður
Starfsmenn
  • Helga Íris Ingólfsdóttir
Fundargerð ritaði: Helga Íris Ingólfsdóttir Deildarstjóri Eigna- og framkvæmdadeildar