Endurskoðun á snjómokstursreglum Dalvíkurbyggðar 2024

Málsnúmer 202411033

Vakta málsnúmer

Umhverfis- og dreifbýlisráð - 26. fundur - 08.11.2024

Samkvæmt snjómokstursreglunum þá ber að endurskoða þær árlega. F
Fyrir fundinum lágu eftirfarandi tillögur að breytingum a reglunum:
Gönguleið milli bæjarhluta á Dalvík um Svarfaðarbraut verði bætt við fyrsta forgang.
Skilyrði um verktaka til heimreiðamoksturs verði fellt út úr reglunum.
Samþykkt samhljóða með þremur atkvæðum.

Sveitarstjórn - 374. fundur - 19.11.2024

Á 26. fundi umhverfis- og dreifbýlisráðs þann 8. nóvember sl. var eftirfarandi bókað:
"Samkvæmt snjómokstursreglunum þá ber að endurskoða þær árlega.
Niðurstaða : Fyrir fundinum lágu eftirfarandi tillögur að breytingum a reglunum:
Gönguleið milli bæjarhluta á Dalvík um Svarfaðarbraut verði bætt við fyrsta forgang.
Skilyrði um verktaka til heimreiðamoksturs verði fellt út úr reglunum.
Samþykkt samhljóða með þremur atkvæðum."
Til máls tóku:

Helgi Einarsson.
Lilja Guðnadóttir.


Fleiri tóku ekki til máls.

a) Sveitarstjórn samþykkir samhljóða með 7 atkvæðum ofangreindar tillögur að breytingum á snjómokstursreglum Dalvíkurbyggðar.
b) Sveitarstjórn krefst að farið sé eftir þar sem fram kemur í snjómokstursreglunum að reynt skuli að lágmarka umferð snjómoksturstækja í nágrenni við skóla á mesta ferðatíma barna til og frá skólastofnunum.