Sveitarstjórn

374. fundur 19. nóvember 2024 kl. 16:15 - 17:23 í Upsa á 3. hæð í Ráðhúsi Dalvíkur
Nefndarmenn
  • Freyr Antonsson aðalmaður
  • Sigríður Jódís Gunnarsdóttir aðalmaður
  • Lilja Guðnadóttir aðalmaður
  • Katrín Sif Ingvarsdóttir aðalmaður
  • Helgi Einarsson aðalmaður
  • Gunnar Kristinn Guðmundsson aðalmaður
  • Monika Margrét Stefánsdóttir aðalmaður
Starfsmenn
  • Guðrún Pálína Jóhannsdóttir sviðsstjóri
  • Eyrún Ingibjörg Sigþórsdóttir sveitarstjóri
Fundargerð ritaði: Guðrún Pálína Jóhannsdóttir Sviðsstjóri fjármála- og stjórnsýslusviðs
Dagskrá
Engar athugasemdir komu fram við fundarboð eða fundarboðun.

Í upphafi fundar óskaði forseti eftir leyfi til að bæta einu máli á dagskrá, mál 202410088 , liður 35 og var það samþykkt samhljóða.

1.Byggðaráð Dalvíkurbyggðar - 1130, frá 07.11.2024

Málsnúmer 2411003FVakta málsnúmer

Fundargerðin er í 11 liðum.
Liður 3 er sér mál á dagskrá; mál 202411023.
Liður 4 er sér mál á dagskrá; mál 202411024.
Liður 6 er sér mál á dagskrá; mál 202409115.
Liður 7 er sér mál á dagskrá; mál 202408039.
Liður 9 er sér mál á dagskrá; mál 202411022.
Enginn tók til máls.
Fundargerðin lögð fram til kynningar.

2.Byggðaráð Dalvíkurbyggðar - 1131, frá 14.11.2024.

Málsnúmer 2411008FVakta málsnúmer

Fundargerðin er í 14 liðum.
Liður 2 er sér mál á dagskrá; mál 202212124.
Liður 4 er sér mál á dagskrá; mál 202405081.
Liður 6 er sér mál á dagskrá; mál 202403027.
Liður 7 er sér mál á dagskrá; mál 202411021.
Liður 10 er sér mál á dagskrá; mál 202411051.
Liður 11 er sér mál á dagskrá; mál 202411053.
Liður 12 er sér mál á dagskrá; mál 202404024.
Liður 13 er sér mál á dagskrá; mál 202408083.
Enginn tók til máls.
Fundargerðin lögð fram til kynningar.

3.Félagsmálaráð - 283, frá 12.11.2024

Málsnúmer 2411005FVakta málsnúmer

Fundargerðin er í 10 liðum.
Liður 5 er sér mál á dagskrá; mál 202410128.
Enginn tók til máls.
Fundargerðin lögð fram til kynningar.

4.Fræðsluráð - 299, frá 13.11.2024

Málsnúmer 2411006FVakta málsnúmer

Fundargerðin er í 8 liðum.
Liður 1 er sér mál á dagskrá; mál 202202100.
Enginn tók til máls.
Fundargerðin lögð fram til kynningar.

5.Íþrótta- og æskulýðsráð - 166, frá 05.11.2024

Málsnúmer 2410016FVakta málsnúmer

Fundargerðin er í 10 liðum.
Ekkert þarfnast afgreiðslu.
Enginn tók til máls.
Fundargerðin lögð fram til kynningar.

6.Skipulagsráð - 28, frá 13.11.2024

Málsnúmer 2411007FVakta málsnúmer

Fundargerðin er í 19 liðum.
Liður 2 er sér mál á dagskrá; mál 202411040.
Liður 3 er sér mál á dagskrá; mál 202410032.
Liður 7 er sér mál á dagskrá; mál 202410110.
Liður 10 er sér mál á dagskrá; mál 202410065.
Liður 18 er sér mál á dagskrá; mál 202409074.
Enginn tók til máls.
Fundargerðin lögð fram til kynningar.

7.Umhverfis- og dreifbýlisráð - 26, frá 08.11.2024

Málsnúmer 2411004FVakta málsnúmer

Fundargerðin er í 11 liðum.
Liður 4 er sér mál á dagskrá; mál 202411033.
Liður 6 er sér mál á dagskrá; mál 202406098.
Liður 8 er sér mál á dagskrá; mál 202410085.
Enginn tók til máls.
Fundargerðin lögð fram til kynningar.

8.Veitu- og hafnaráð Dalvíkurbyggðar - 140, frá 06.11.2024

Málsnúmer 2411002FVakta málsnúmer

Fundargerðin er í 15 liðum.
Liður 1 er sér mál á dagskrá; mál 202406129.
Enginn tók til máls.
Fundargerðin lögð fram til kynningar.

9.Frá 1131. fundi byggðaráðs þann 14.11.2024; Gjaldskrár 2025

Málsnúmer 202408083Vakta málsnúmer

Á 1131. fundi byggðaráðs þann 14. nóvember sl. voru tillögur að gjaldskrám 2025 til umfjöllunar og afgreiðslu og m.a. eftirfarandi bókað:
"Með fundarboði fylgdi uppfærðar tillögur að gjaldskrám fyrir Hafnasjóð Dalvíkurbyggðar og skipulags- og byggingarfulltrúa.
Niðurstaða : Byggðaráð samþykkir samhljóða með 3 atkvæðum fyrirliggjandi tillögum að gjaldskrám með þeim breytingum sem voru gerðar á fundinum á gjaldskrá Hafnasjóðs Dalvíkurbyggðar.
Byggðaráð frestar afgreiðslu á gjaldskrá vegna málaflokks 06 þar sem hún á eftir að fara í frekari úrvinnslu og umfjöllun í íþrótta- og æskulýðsráði.
Vísað til umfjöllunar og afgreiðslu í sveitarstjórn."
Enginn tók til máls.

Sveitarstjórn samþykkir samhljóða með 7 atkvæðum ofangreindar og fyrirliggjandi tillögur að gjaldskrám 2025:
Gjaldskrá fyrir hunda- og kattahald.
Framkvæmdasvið- gjaldskrá yfir ýmis gjöld.
Gatnagerðargjald.
Gjaldskrá sorphirðu.
Skipulags- og byggingarfulltrúi.
Leiga á verbúðum.
Hafnasjóður
Gjaldskrá Vatnsveitu.
Gjaldskrá Fráveitu
Gjaldskrá fyrir söfn Dalvíkurbyggðar og menningarhúsið Berg; málaflokkur 05.
Gjaldskrá Slökkviliðs.
Gjaldskrá málaflokks 04; fræðslumál.
Gjaldskrá félagsmálasviðs.

10.Frá 1131. fundi byggðaráðs þann 14.11.2024; Gjaldskrá Hitaveitu Dalvíkur 2025. Fyrri umræða.

Málsnúmer 202408083Vakta málsnúmer

Á 1131. fundi byggðaráðs þann 14. nóvember sl. var tillaga að gjaldskrá Hitaveitu Dalvíkur vegna 2025 til umfjöllunar og samþykkti byggðaráð fyrirliggjandi tillögu.
Enginn tók til máls.

Sveitarstjórn samþykkir samhljóða með 7 atkvæðum að vísa tillögu að gjaldskrá Hitaveitu Dalvíkur 2025 til síðari umræðu í sveitarstjórn eins og hún liggur fyrir.

11.Ákvörðun um álagningu útsvars 2025

Málsnúmer 202411023Vakta málsnúmer

Á 1130. fundi byggðaráðs þann 7. nóvember sl. var eftirfarandi bókað:
Tekið til umfjöllunar tillaga til sveitarstjórnar um álagningu útsvars 2025.
Niðurstaða : Byggðaráð samþykkir samhljóða með 3 atkvæðum að leggja til við sveitarstjórn að álagning útsvars 2025 verði óbreytt á milli ára, eða hámarksprósenta skv. lögum um tekjustofna sveitarfélaga nr. 4/1995 með síðari breytingum, sem er nú 14,97%.
https://www.althingi.is/lagas/nuna/1995004.html"
Enginn tók til máls.

Sveitarstjórn samþykkir samhljóða með 7 atkvæðum að álagning útsvars 2025 verði hámarksprósenta sem er nú 14,97%.

12.Ákvörðun um fasteignaskatt og fasteignagjöld 2025

Málsnúmer 202411024Vakta málsnúmer

Á 1130. fundi byggðaráðs þann 7. nóvember sl. var til umfjöllunar tillaga um álagningu fasteignaskatts, lóðarleigu og fasteignagjalda skv. gjaldskrám.
Með fundarboði byggðaráðs fylgdu upplýsingar um álagningu fasteignaskatt og fasteignagjalda fyrir árið 2025 út frá nokkrum forsendum sem áður voru til umfjöllunar.
Einnig var meðfylgjandi ný áætlunarálagning í samræmi við tillögur að gjaldskrám skv. lið 9 hér að ofan.
Byggðaráð samþykkti samhljóða með 3 atkvæðum að leggja til við sveitarstjórn óbreytta álagningarprósentu fasteignaskatts og lóðarleigu á milli ára sem og fasteignagjöld vegna sorphirðu, vatnsgjalds og fráveitu verði skv. fyrirliggjandi tillögum að gjaldskrám 2025.
Jafnframt að fjöldi gjalddaga, gjalddagar og eindagar verði óbreytt.
Enginn tók til máls.

Sveitarstjórn samþykkir samhljóða með 7 atkvæðum eftirfarandi varðandi ákvörðun um fasteignaskatt og fasteignagjöld 2025:

Fasteignagjöld íbúðarhúsnæðis: A-skattflokkur
Íbúðarhús og sumarbústaðir ásamt lóðum og lóðarréttindum, erfðafestulönd og jarðeignir sem eingöngu eru nýttar til landbúnaðar, mannvirki og útihús á bújörðum.
Fasteignaskattur A 0,50% af fasteignamati húss og lóðar (var 0,50% árið 2024).
Vatnsgjald Samkvæmt sérstakri gjaldskrá (var skv. sérstakri gjaldskrá).
Fráveitugjald Samkvæmt sérstakri gjaldskrá (var skv. sérstakri gjaldskrá.)
Sorphirðugjald/fastgjald/tunnugjald: kr. 73.827,- á íbúð og kr. 35.156,- fast gjald á frístundarhús (var kr. 70.311,- og kr.35.156-.)

Fasteignagjöld stofnana: B-skattflokkur
Sjúkra- og heilbrigðisstofnanir, skólar, íþróttahús o.fl. samanber reglugerð um fasteignaskatt nr.1160/2005
Fasteignaskattur B 1,32% af fasteignamati húss og lóðar (óbreytt á milli ára).
Vatnsgjald Samkvæmt sérstakri gjaldskrá (var skv. sérstakri gjaldskrá).
Fráveitugjald Samkvæmt sérstakri gjaldskrá (var skv. sérstakri gjaldskrá).

Fasteignagjöld atvinnuhúsnæðis: C-skattflokkur
Aðrar fasteignir en þær sem falla undir A og B flokk t.d. verslunar-, iðnaðar-, og skrifstofuhúsnæði ásamt lóðum og lóðarréttindum.
Fasteignaskattur C 1,65% af fasteignamati húss og lóðar (óbreytt á milli ára).
Vatnsgjald Samkvæmt sérstakri gjaldskrá (var skv. sérstakri gjaldskrá).
Fráveitugjald Samkvæmt sérstakri gjaldskrá (var skv. sérstakri gjaldskrá).

Lóðarleiga
Lóðarleiga íbúðahúsalóða 1% af fasteignamati lóðar (óbreytt milli ára).
Lóðarleiga atvinnulóða 2,90 % af fasteignamati lóðar (óbreytt á milli ára).
Lóðarleiga ræktarlands 3,00% af fasteignamati lóðar (óbreytt á milli ára).

Vatnsgjald
Hafi vatnsveita verið tengd við mannvirki á fasteign ber að greiða af henni árlegt vatnsgjald til Vatnsveitu Dalvíkur og skal það vera eftirfarandi:
a) Vatnsgjald íbúðarhúsnæðis verði fast gjald 5.972,- kr. pr. íbúð og 219, - kr. pr. fermetra húss. (var kr. 5.770,22 og kr. 211,78 kr.)
b) Vatnsgjald af öðru húsnæði en íbúðum verði fast gjald 18.283,- kr. pr. eign og 242,- kr. pr. fermetra húss. (var kr. 17.665,08 og kr. 233,54)
c) Árleg vatnsgjöld fyrir sveitabýli, eitt íbúðarhús og útihús á sömu kennitölu skulu vera eitt fastagjald og fulltfermetragjald af íbúðarhúsinu og 1/2 fermetragjald af öðrum húsum. (óbreytt)
d) Álagning skv. a, b. og c. málsl. skal þó aldrei vera hærri en 0,4% eða lægra en 0,1% af fasteignarmati allra húsa og lóða. (óbreytt milli ára)

Fráveitugjald
Fráveitugjald skal greitt af öllum mannvirkjum sem tengd eru fráveitukerfum sveitarfélagsins.
a) Fráveitugjald íbúðarhúsnæðis verði fast gjald 20.579,- kr. pr. íbúð og 429,- kr. pr. fermetra húss. (var kr. 19.883,57 og kr. 414,93)
b) Fráveitugjald af öðru húsnæði en íbúðum verði fast gjald 47.418,- kr. pr. eign og 429,- kr. pr. fermetra húss. (var kr. 45.814,08 og kr. 414,93)
c) Árlegt rotþróargjald sem lagt er á hverja íbúð þar sem tæming á sér stað þriðja hvert ár er kr. 15.954,- (var kr. 15.414,32). Að auki er greitt árlegt fast gjald 18.229,91 kr. (var 18.868,- kr.) á hverja íbúð til að standa straum að kostnaði vegna niðursetningar á rotþróm sem voru settar niður fyrir árið 2024.
d) Álagning skv. a og b. málsl. skal þó aldrei vera hærri en 0,47% eða lægra en 0,25% af fasteignarmati allra húsa og lóða. (óbreytt)

Gjalddagar og greiðsla fasteignagjalda
Gjalddagar fasteignagjalda eru tíu talsins og eru gjöldin innheimt frá 5. febrúar til 5.nóvember.
Eindagi fasteignagjalda er 30 dögum eftir gjalddaga.

13.Fjárhagsáætlun 2025 og þriggja ára áætlun 2026-2028. Síðari umræða.

Málsnúmer 202404024Vakta málsnúmer

Á 373. fundi sveitarstjórnar þann 5. nóvember sl. var frumvarp að fjárhagsáætlun 2025 og þriggja ára áætlun 2026-2028 tekið til fyrri umræðu og samþykkt samhljóða að vísa áætluninni til byggðaráðs á milli umræðna í sveitarstjórn.

Á 1131. fundi byggðaráðs þann 14. nóvember sl. var eftirfarandi bókað:
Á 1130. fundi byggðaráðs þann 7. nóvember sl. var m.a. eftirfarandi bókað:
"Gögn með fundarboði:
Vísað er til þeirra gagna sem fylgdu með fundarboði sveitarstjórnar við fyrri umræða. Einnig eru meðfylgjandi eftirfarandi gögn eftir yfirferð sveitarstjóra og deildarstjóra Eigna- og framkvæmdadeildar í samræmi við tillögur frá meirihluta sveitarstjórnar á milli umræðna:

Fjárfestingar og framkvæmdir 2025-2028.
Búnaðarkaup.
Viðhaldsáætlun Eignasjóðs.

Að auki fylgir með fundarboði byggðaráðs rafpóstur frá Sambandi íslenskra sveitarfélaga, dagsettur þann 4. nóvember sl., þar sem fram kemur að í viðhengi er uppfært minnisblað um forsendur fjárhagsáætlana sveitarfélaga 2025 og 2026-2028.
Niðurstaða : a) Byggðaráð samþykkir samhljóða með 3 atkvæðum að gerðar verði uppfærslur forsendum í fjárhagsáætlunarlíkani skv. minnisblaði Sambands íslenskra sveitarfélaga hvað varðar verðbólguspá. Annað verði óbreytt.
b) Byggðaráð samþykkir samhljóða með 3 atkvæðum fyrirliggjandi tillögur að breytingum á fjárfestinga- og framkvæmdaáætlun frá sveitarstjóra og deildarstjóra Eigna- og framkvæmdadeildar með breytingum sem gerðar voru á fundinum. Vísað til fjárhagsáætlunarlíkans og síðari umræðu í sveitarstjórn.
c) Byggðaráð samþykkir samhljóða með 3 atkvæðum fyrirliggjandi tillögu að breytingum á viðhaldsáætlun Eignasjóðs. Vísað til fjárhagsáætlunarlíkans og síðari umræðu í sveitarstjórn.
d) Byggðaráð samþykkir samhljóða með 3 atkvæðum fyrirliggjandi tillögu um að engar breytingar verði gerðar á tillögum um búnaðarkaup. Vísað til fjárhagsáætlunarlíkans og síðari umræðu í sveitarstjórn."
Sviðsstjóri fjármála- og stjórnsýslusviðs gerði grein fyrir helstu niðurstöðum úr fjárhagsáætlunarlíkani með breytingum byggðaráðs á milli umræðna.
Niðurstaða : Byggðaráð samþykkir samhljóða með 3 atkvæðum frumvarp að fjárhagsáætlun 2025 og þriggja ára áætlun 2026- 2028 eins og það liggur fyrir með þeirri breytingu sem samþykkt er hér í 3ja lið, þ.e. 50% tímabundið stöðugildi við deild 05310.
Byggðaráð vísar fjárhagsáætluninni til síðari umræðu í sveitarstjórn."

Helstu niðurstöður fjárhagsáætlunar:
Rekstrarniðurstaða Samstæðu A- og B- hluta er jákvæð um kr. 172.799.000 fyrir árið 2025, jákvæð um kr. 143.923.000 fyrir árið 2026, jákvæð um kr. 125.177.000 fyrir árið 2027 og jákvæð um kr. 124.428.000 fyrir árið 2028.
Rekstrarniðurstaða A-hluta (Aðalsjóðs og Eignasjóðs) er jákvæð öll árin 2025-2028 sem nemur kr. 145.502.000 fyrir árið 2025, kr. 137.247.000 fyrir árið 2026, kr. 128.261.000 árið 2027 og jákvæð um kr. 124.689.000 árið 2028.
Fjárfestingar Samstæðu A- og B- hluta eru áætlaðar árið 2025 kr. 841.251.000, kr. 729.200.000 árið 2026, kr. 144.700.000 árið 2027 og kr. 110.450.000 árið 2028.
Áætluð lántaka Samstæðu A- og B- hluta eru áætlaðar árið 2025 80 m.kr. og árið 2026 305 m.kr. en engin lántaka er áætluð árin 2027 og 2028.
Afborganir langtímaskulda Samstæðu A- og B- hluta eru áætlaðar árið 2025 kr. 80.225.000, kr. 87.838.000 árið 2026, árið 2027 kr. 117.297.000 og árið 2028 kr. 114.046.000.
Veltufé frá rekstri Samstæðunnar árið 2025 er áætlað kr. 493.983.000, árið 2026 kr. 495.317.000, árið 2027 kr. 497.364.000 og árið 2028 kr. 500.119.000.



Til máls tók:
Eyrún Ingibjörg Sigþórsdóttir, sveitarstjóri, sem gerði grein fyrir helstu breytingum á milli umræðna í sveitarstjórn og helstu niðurstöðum.

Fleiri tóku ekki til máls.

Sveitarstjórn samþykkir samhljóða með 7 atkvæðum fyrirliggjandi tillögu að fjárhagsáætlun Dalvíkurbyggðar 2025 og þriggja ára áætlun 2026-2028.
Sveitarstjórn samþykkir samhljóða með 7 atkvæðum að staðfesta tillögu byggðaráðs að fresta umfjöllun og afgreiðslu þjónustustefnu skv. 130. gr. sveitarstjórnarlaga. Fyrir liggja drög að þjónustustefnunni.
Sveitarstjórn þakkar starfsmönnum, stjórnendum, sveitarstjóra og kjörnum fulltrúum fyrir samvinnuna við fjárhagsáætlunarvinnuna.

14.Frá 1131. fundi byggðaráðs þann 14.11.2024; Drög að Sóknaráætlun Norðurlands eystra 2025-2029 til umfjöllunar í sveitarstjórnum

Málsnúmer 202411053Vakta málsnúmer

Á 1131. fundi byggðaráðs þann 14. nóvember sl. var eftirfarandi bókað:
Með fundarboði byggðaráðs fylgdi erindi frá SSNE, dagsett þann 8. nóvember sl., þar sem fram kemur að meðfylgjandi er erindi vegna Sóknaráætlunar Norðurlands eystra 2025-2029 og óskað er umfjöllunar í sveitarstjórn.
Meðfylgjandi drög að Sóknaráætlun voru til umfjöllunar á 67. stjórnarfundi SSNE og var samþykkt að senda hana til kynningar í Samráðsgátt stjórnvalda og hins vegar til umfjöllunar í sveitarstjórnum innan SSNE. Óskað er eftir að athugasemdir eða ábendingar berist í síðasta lagi 6. desember nk.
Niðurstaða : Vísað til umfjöllunar og afgreiðslu sveitarstjórnar."
Enginn tók til máls.

Sveitarstjórn samþykkir samhljóða með 7 atkvæðum að senda ekki inn athugasemdir við ofangreind drög.

15.Frá 1130. fundi byggðaráðs þann 07.11.2024; Viðaukabeiðni vegna búnaðarkaupa fyrir andvirði vegna sölu á slökkviliðsbíl.

Málsnúmer 202409115Vakta málsnúmer

Á 1130. fundi byggðaráðs þann 7. nóvember sl. var eftirfarandi bókað:
Á 372. fundi sveitarstjórnar þann 22. október sl. var eftirfarandi bókað:
"Á 1123. fundi byggðaráðs þann 3. október sl. var eftirfarandi bókað:
"Tekið fyrir erindi frá slökkviliðsstjóra þar sem óskað er eftir því að ganga frá sölu á slökkvibifreið. Fyrir liggur tilboð að fjárhæð kr. 1.500.000.- Jafnframt er óskað eftir því að söluandvirðið verði varið til endurnýjunar á eiturefnabúningum slökkviliðsins.
Niðurstaða : Byggðaráð samþykkir samhljóða með 3 atkvæðum að heimila sölu á slökkvibifreið að fjárhæð kr. 1.500.000.- til Slökkviliðs Akureyrar og andvirði bílsins verði notað til endurnýjunar á eiturefnabúningum slökkviliðsins.
Slökkviliðsstjóra er falið að útbúa viðauka við fjárhagsáætlun og leggja fyrir fund byggðaráðs."
Enginn tók til máls.
Sveitarstjórn samþykkir samhljóða með 7 atkvæðum ofangreinda afgreiðslu byggðaráðs og heimilar slökkviliðsstjóra að selja slökkvibifreið til Slökkviliðs Akureyrar á kr. 1.500.000 og að söluandvirðið verði nýtt til að kaupa eiturefnabúninga."
Með fundarboði byggðaráðs fylgdi erindi frá slökkviliðsstjóra, dagsett þann 4. nóvember sl., þar sem óskað er eftir viðauka til endurnýjunar á eiturefnabúningum Slökkviliðsins.
Niðurstaða : Byggðaráð samþykkir samhljóða með 3 atkvæðum ofangreinda viðaukabeiðni, viðauki nr. 46 við fjárhagsáætlun 2024, þannig að liður 07210-2810 hækki um kr. 1.500.000 og liður 07210-0711 hækki um kr. -1.500.000 á móti.
Nettó breyting innan deildarinnar er því 0 og ekki þarf að bregðast sérstaklega við viðaukaunum. Vísað til umfjöllunar og afgreiðslu sveitarstjórnar."
Enginn tók til máls.

Sveitarstjórn samþykkir samhljóða með 7 atkvæðum ofangreinda afgreiðslu byggðaráðs og viðauka nr. 46 við fjárhagsáætlun 2024 þannig að liður 07210-2810 hækki um kr. 1.500.000 og liður 07210-0711 hækki um kr. -1.500.000 á móti.
Nettó breyting innan deildarinnar er því 0 og ekki þarf að bregðast sérstaklega við viðaukaunum.

16.Frá 1130. fundi byggðaráðs þann 07.11.2024; Erindisbréf vegna vinnuhóps um leikvelli og leiksvæði.

Málsnúmer 202408039Vakta málsnúmer

Á 1130. fundi byggðaráðs þann 7. nóvember sl. var eftirfarandi bókað:
Á 1122. fundi byggðaráðs þann 26. september sl. var eftirfarandi bókað:
"Á 371.fundi sveitarstjórnar þann 17.september sl. var eftirfarandi bókað:
Til máls tóku: Freyr Antonsson sem leggur til eftirfarandi tillögu:
Sveitarstjórn samþykkir stofnun vinnuhóps um leikvelli og leiksvæði í Dalvíkurbyggð. Hópurinn hafi það hlutverk að búa til stefnumótun að því hvar leiksvæði eigi að vera í sveitarfélaginu, hvernig leiksvæði, taka út ástand þeirra og gera viðhaldsáætlun / endurnýjunaráætlun. Hópurinn skili fullmótuðum tillögum. Vinnuhópnum er falið að gera drög að erindisbréfi og leggja fyrir byggðaráð sem fyrst.
Vinnuhópinn skipi; Deildarstjóri Eigna- og framkvæmdadeildar Íþróttafulltrúi og/eða frístundafulltrúi. Sviðsstjóri fræðslu- og menningarsviðs. Formaður íþrótta og æskulýðsráðs. Formaður umhverfis- og dreifbýlisráðs.
Fleiri tóku ekki til máls.
Sveitarstjórn samþykkir samhljóða með 7 atkvæðum ofangreinda tillögu forseta sveitarstjórnar.
Frestað."
Með fundarboði byggðaráðs fylgdi tillaga sviðsstjóra fræðslu- og menningarsviðs að erindisbréfi fyrir vinnuhópinn.
Niðurstaða : Byggðaráð samþykkir samhljóða með 3 atkvæðum ofangreinda tillögu að erindisbréfi eins og það liggur fyrir."
Enginn tók til máls.

Sveitarstjórn samþykkir samhljóða með 7 atkvæðum ofangreint erindisbréf eins og það liggur fyrir vegna vinnuhóps um leikvelli og leiksvæði í Dalvíkurbyggð með þeirri breytingu að í stað Önnur Kristínar, formanns skipulagsráðs, komi Gunnar Kristinn Guðmundsson, formaður umhverfis- og dreifbýlisráðs.

17.Frá 1131. fundi byggðaráðs þann 14.11.2024; Barnaverndarþjónusta

Málsnúmer 202212124Vakta málsnúmer

Á 1131. fundi byggðaráðs þann 14. nóvember sl. var eftirfarandi bókað:
Á 373. fundi sveitarstjórnar þann 5. nóvember sl. var eftirfarandi bókað:
Á 1129. fundi byggðaráðs þann 31. október sl. var eftirfarandi bókað:
"Tekinn fyrir rafpóstur frá Velferðarsviði Akureyrarbæjar, dagsettur þann 25.10.2024, þar sem vísað er til funda
sveitarfélaga á Norðurlandi eystra um sameiginlega barnaverndarþjónustu þar sem fram hefur komið að það sé vilji
Akureyrarbæjar og sveitarfélagana í Þingeyjarsýslu að öll þjónustan verði rekin frá Akureyri sem þýðir það að allir
starfsmenn sem vinna við málalflokkinn verði starfsmenn Akureyrarbæjar. Það er niðurstaða Akureyrarbæjar að það
sé ekki hægt að verða við ósk Dalvíkurbyggðar að semja áfram um að Dalvíkurbyggð að leggji áfram til starfsmenn
frá félagsmálasviði Dalvíkurbyggðar, annað hvort verði Dalvíkurbyggð með í heildarsamningi eða ekki.
Dalvíkurbyggð þurfi því að taka afstöðu til þess hvort sveitarfélagið er tilbúið að stíga skrefið til fulls með
Akureyrarbæ eða ekki.
Niðurstaða : Byggðaráð samþykkir samhljóða með 3 atkvæðum að veita sveitarstjóra umboð til að fara í
samningasviðræður við Akureyrarbæ um ofangreint.
Niðurstaða : Enginn tók til máls.
Sveitarstjórn samþykkir samhljóða með 7 atkvæðum ofangreinda afgreiðslu byggðaráðs og felur sveitarstjóra umboð
til að fara í samningaviðræðum við Akureyrarbæ um barnaverndarþjónustuna."
Á 283. fundi félagsmálaráðs þann 12. nóvember sl. var eftirfarandi bókað:
"Formaður félagsmálaráðs lagði fram til kynningar og umræðu drög að nýjum samningi um sameiginlega
barnaverndarþjónustu á Norðurlandi eystra.
Niðurstaða : Lagt fram til kynningar."
Með fundarboði byggðaráðs fylgdu ofangreind samningsdrög frá Akureyrarbæ að nýjum samningi um sameiginlega
Barnaverndarþjónustu á Norðurlandi eystra.
Til umræðu ofangreint.
Eyrún Rafnsdóttir vék af fundi kl. 14:46.
Niðurstaða : Byggðaráð samþykkir samhljóða með 3 atkvæðum að leggja til við sveitarstjórn að hafna ofangreindum
samningsdrögum og bendir á að í gildi er samningur á milli Dalvikurbyggðar og Akureyrarbæjar um barnavernd.
Byggðaráð vill að unnið verði áfram eftir þeim samstarfssamningi og er það mat byggðaráðs að samstarfið hafi
gengið vel."
Enginn tók til máls.

Sveitarstjórn samþykkir samhljóða með 7 atkvæðum ofangreinda tillögu byggðaráðs og hafnar ofangreindum og meðfylgjandi samningsdrögum. Sveitarstjórn jafnframt bendir á að í gildi er samningur á milli Dalvíkurbyggðar og Akureyrarbæjar um barnavernd. Sveitarstjórn vill að unnið verði áfram eftir þeim samstarfssamningi og er það mat sveitarstjórnar að samstarfið hafi gengið vel.

18.Frá 1131. fundi byggðaráðs þann 14.11.2024M Íþróttamiðstöð flíslögn Sundlaugar - E2406 - tilboð

Málsnúmer 202403027Vakta málsnúmer

Á 1131. fundi byggðaráðs þann 14. nóvember sl. var eftirfarandi bókað:
Á 1114. fundi byggðaráðs þann 4. júlí sl. var eftirfarandi bókað:
Tekið fyrir erindi frá deildarstjóra Eigna- og framkvæmdadeildar, dagsett þann 2. júlí sl., þar sem fram kemur að ekkert tilboð barst í verkið vegna endurbóta á Sundlaug Dalvíkur í Íþróttamiðstöðinni. Lagt er til að framkvæmdum verði frestað í ár og útboðið verði auglýst aftur strax í byrjun næsta árs með verktíma að vori og fram á sumar.
Niðurstaða : Byggðaráð samþykkir samhljóða með 3 atkvæðum ofangreinda tillögu og felur framkvæmdasviði að leggja fram viðaukabeiðni vegna ofangreindar breytinga á fjárhags- og framkvæmdaáætlun 2024.
Á 1115. fundi þann 18. júlí sl. var svo m.a. eftirfarandi bókað:
"Fyrir fundinum liggur viðaukabeiðni frá deildarstjóra Eigna- og framkvæmdadeildar þar sem óskað er eftir viðauka við fjárhagáætlun 2024.
Byggðaráð samþykkir samhljóða með 3 atkvæðum að fresta afgreiðslu á ofangreindri viðaukabeiðni og felur deildarstjóra Eigna- og framkvæmdadeildar að auglýsa útboð í haust með framkvæmdatíma að vori."
Samkvæmt ofangreindu þá var framkvæmdin boðin út að nýju og samkvæmt upplýsingum frá deildarstjóra Eigna- og framkvæmdadeildar og opnunarfundargerð þá barst eitt tilboð í verkið sem er frá Tréverki. Tilboð voru opnuð 1. nóvember 2024 kl. 11:00.
Fyrir liggur samanburður tilboðs við kostnaðaráætlun unnið af AVH.
Niðurstaða : Byggðaráð felur deildarstjóra Eigna - og framkvæmdadeildar að óska eftir frekari upplýsingum frá AVH um samanburð tilboðs við kostnaðaráætlun.
Vísað til umfjöllunar í sveitarstjórn."
Til máls tók:

Forseti sveitarstjórnar sem gerði grein fyrir að umbeðnar upplýsingar skv. bókun byggðaráðs liggja ekki fyrir og leggur til að málinu verði vísað til byggðaráðs til frekari úrvinnslu.
Deildarstjóra Eigna- og framkvæmdadeildar verði falið að ræða við tilboðsgjafa um frest á gildistíma tilboðsins. Málið verði þá afgreitt á fundi sveitarstjórnar í desember.

Fleiri tóku ekki til máls.

Sveitarstjórn samþykkir samhljóða með 7 atkvæðum ofangreinda tillögu forseta sveitarstjórnar.

19.Frá 283. fundi félagsmálaráðs þann 12.11.2024; Ósk um fjárstuðning til Stígamóta

Málsnúmer 202410128Vakta málsnúmer

Á 283. fundi félagsmálaráðs þann 12. nóvember sl. var eftirfarandi bókað:
"Tekinn fyrir rafpóstur frá Stígamótum dags. 30.10.2024. Árlega leita Stígamót til sveitarstjórna landsins eftir fjárstuðningi og samstarfi um rekstur samtakanna. Alls leituðu 835 einstaklingar til Stígamóta árið 2023. Nokkur árangur hefur verið af vinnu við að ná niður biðlistum og voru 179 einstaklingar á biðlista í lok árs 20223. Bætt var við stöðu ráðgjafa hjá Stígamótum árið 2024. Nýjung í starfi Stígamóta var árið 2022 en þá var opnuð þjónusta sem ber nafnið Sjúkt spjall og er nafnlaust netspjall fyrir ungmenni 13-20 ára um sambönd, samskipti og ofbeldi. Rekstur Stígamóta er háður skilningi og stuðningi opinberra aðila. Forsvarsmenn Stígamóta skora á sveitarstjórnarfólk að forgangsraða í þágu velferðar íbúanna og taka þátt í starfinu
Niðurstaða : Félagsmálaráð hafnar erindinu þar sem það hefur undanfarin ár styrkt þjónustu sem er veitt í nærumhverfinu."
Enginn tók til máls.

Sveitarstjórn samþykkir samhljóða með 7 atkvæðum ofangreinda bókun félagsmálaráðs og hafnar erindi Stígamóta um fjárstuðning.

20.Frá 1131. fundi byggðaráðs þann 14.11.2024; Árskógarskóli - könnun fræðsluráðs

Málsnúmer 202405081Vakta málsnúmer

Á 1131. fundi byggðaráðs þann 14. nóvember sl. var eftirfarandi bókað:
Á 299. fundi fræðsluráðs þann 13. nóvember sl. var eftirfarandi bókað:
"Tekin fyrir fundagerð frá opnum fundi skólaráðs Árskógarskóla sem haldin var 30. október í Árskógarskóla.
Niðurstaða : Fræðsluráð leggur til við Byggðaráð að gerð verði könnun hjá foreldrum og íbúum á Árskógarströnd um framtíðarsýn varðandi grunnskóla á Árskógsströnd. Sviðsstjóra falið að koma þessu sem fyrst inn í Byggðaráð."
Með fundarboði byggðaráðs fylgdi minnisblað sviðsstjóra fræðslu- og menningarsviðs, dagsett þann 13. nóvember sl, þar sem sviðsstjóri óskar eftir fjármagni að beiðni fræðsluráðs til gera könnun meðal foreldra í Árskógarskóla og íbúa á Árskógarströnd á framtíðarsýn í grunnskólamálum á svæðinu. Óskað er eftir ca. kr. 500.000.
Gísli vék af fundi kl. 15:21
Niðurstaða : a) Byggðaráð gerir ekki athugasemdir við að fræðsluráð geri ofangreinda könnun.
b) Byggðaráð felur sviðsstjóra fræðslu- og menningarsviðs að finna svigrúm innan fjárhagsramma innan deildar 04010 og/ eða 04240."
Enginn tók til máls.

Sveitarstjórn samþykkir samhljóða með 7 atkvæðum ofangreinda afgreiðslu byggðaráðs.

21.Frá 299. fundi fræðsluráðs þann 13.11.2024; Krílakot Lóð - vinnuhópur.

Málsnúmer 202202100Vakta málsnúmer

Á 299. fundi fræðsluráðs þann 13. nóvember sl. var eftirfarndi bókað:
"Tekin fyrir síðasta fundagerð hjá vinnuhópi um skólalóð á leikskólanum Krílakoti.
Niðurstaða : Fræðsluráð leggur til að þar sem að lóð er nánast tilbúin að vinnuhópur verði lagður niður."
Enginn tók til máls.

Sveitarstjórn samþykkir samhljóða með 7 atkvæðum ofangreinda tillögu fræðsluráðs um að vinnuhópur um leikskólalóðina á Krílakoti verði lagður niður.
Sveitarstjórn þakkar vinnuhópnum fyrir starfið.

22.Frá 1131. fundi byggðaráðs þann 14.11.2024; Sundskál Svarfdæla

Málsnúmer 202411021Vakta málsnúmer

Á 1131. fundi byggðaráðs þann 14. nóvember sl. var eftirfarandi bókað:
Tekið fyrir erindi frá Hjörleifi Stefánssyni og Elínu Ósk Hreiðarsdóttur, dagsett þann 1. nóvember sl, þar sem fram kemur að undanfarin misseri hefur verið unnið að rannsóknarverkefni sem lýtur að því að skrá og kanna sundlaugarmannvirki frá fyrri hluta 20. aldar á landinu öllu. Safnað hefur verið ítarlegum heimildum um öll slík mannvirki, saga þeirra skráð og þau sem enn eru uppi standandi eru skoðuð, þeim lýst og ástand þeirra metið.
Húsafriðunarsjóður hefur veitt fjárstyrki til verkefnisins, sem unnið er af Elínu Ósk Hreiðarsdóttur fornleifafræðingi og Hjörleifi Stefánssyni arkitekt. Gert er ráð fyrir að verkefninu ljúki árið 2026 og þá liggi fyrir heildaryfirsýn sem auðveldi þeim sem um menningarminjar fjalla að forgangsraða varðveisluverkefnum. Fram kemur að augljóst sé að Sundskáli Svarfdæla skipar mjög sérstakan sess í þessari sögu. Hann er elsta yfirbyggða sundlaug landsins og enginn vafi leikur á því að hann hlýtur að teljast hafa mjög mikið menningarsögulegt gildi. Það er hins vegar ljóst að
hann þarfnast nokkurra endurbóta. Með þessu bréfi vilja bréfritarar hvetja sveitarstjórn Dalvíkurbyggðar til að hefja undirbúning að því að gert verði við þá ágalla sem nú eru Sundskálanum því nú liggur hann undir skemmdum.
Jafnframt bjóða bréfritarar fram aðstoð sína án endurgjalds til að semja styrkumsókn til Minjastofnunar en stofnunin hefur auglýst eftir styrkumsóknum til Húsafriðunarsjóðs en umsóknarfrestur er til 1. desember næstkomandi.Mælt er með því að sótt verði um fjárstyrk til að kosta vandaða úttekt á næsta ári og til að semja áætlun um viðgerð Sundskálans.
Niðurstaða : Byggðaráð samþykkir samhljóða með 3 atkvæðum að leggja til við sveitarstjórn að þiggja boð bréfritara um aðstoð við að sækja um fjárstyrk til Húsafriðunarsjóðs til að kosta vandaða úttekt á næsta ári og til að semja áætlun um viðgerð Sundskálans."
Enginn tók til máls.

Sveitarstjórn samþykkir samhljóða með 7 atkvæðum ofangreinda tillögu byggðaráðs um að þiggja boð Hjörleifs Stefánssonar og Elínu Óskar Hreiðarsdóttur um aðstoð við að sækja um fjárstyrk til Húsafriðunarsjóðs til að kosta vandaða úttekt á næsta ári og til að semja áætlun um viðgerð Sundskálans.

23.Frá 140. fundi veitu- og hafnaráðs þann 06.11.2024; Hafnarskúr, könnun á húsnæði

Málsnúmer 202406129Vakta málsnúmer

Á 140. fundi veitu- og hafnaráðs þann 6. nóvember sl. var eftirfarandi bókað:
"ekið fyrir minnisblað Eflu verkfræðistofu um aðkomu fyrirtækisins að hafnaskúrnum á Dalvíkurhöfn, ástandsskoðun og þær innivistar rannsóknir sem Efla hefur framkvæmt síðastliðna mánuði. Miðað við umfang á þeim aðgerðum sem ráðlagt er að framkvæma á húsnæðinu og þá óvissu sem uppi er með timburburðarvirki þarf að meta kostnað við rif og endurbyggingu, á móti því að ráðist verði í nýframkvæmd á húsnæðinu.
Snæþór Arnþórsson kom til fundar kl. 8:20
Niðurstaða : Veitu- og hafnaráð leggur til að farið verði af stað í þá vinnu að finna bráðabirgðahúsnæði fyrir vigtarskúr í ljósi niðurstöðu skýrslu Eflu. Samþykkt samhljóða með 5 atkvæðum.
Snæþór Arnþórsson vék að fundi kl. 8:30."
Enginn tók til máls.

Sveitarstjórn samþykkir samhljóða með 7 atkvæðum þá tillögu að farið verði af stað í þá vinnu að finna bráðabirgðahúsnæði fyrir starfsmenn Hafnasjóðs Dalvíkurbyggðar.

24.Frá 26. fundi umhverfis- og dreifbýlisráðs þann 08.11.2024; Endurskoðun á snjómokstursreglum Dalvíkurbyggðar 2024

Málsnúmer 202411033Vakta málsnúmer

Á 26. fundi umhverfis- og dreifbýlisráðs þann 8. nóvember sl. var eftirfarandi bókað:
"Samkvæmt snjómokstursreglunum þá ber að endurskoða þær árlega.
Niðurstaða : Fyrir fundinum lágu eftirfarandi tillögur að breytingum a reglunum:
Gönguleið milli bæjarhluta á Dalvík um Svarfaðarbraut verði bætt við fyrsta forgang.
Skilyrði um verktaka til heimreiðamoksturs verði fellt út úr reglunum.
Samþykkt samhljóða með þremur atkvæðum."
Til máls tóku:

Helgi Einarsson.
Lilja Guðnadóttir.


Fleiri tóku ekki til máls.

a) Sveitarstjórn samþykkir samhljóða með 7 atkvæðum ofangreindar tillögur að breytingum á snjómokstursreglum Dalvíkurbyggðar.
b) Sveitarstjórn krefst að farið sé eftir þar sem fram kemur í snjómokstursreglunum að reynt skuli að lágmarka umferð snjómoksturstækja í nágrenni við skóla á mesta ferðatíma barna til og frá skólastofnunum.

25.Frá 26. fundi umhverfis- og dreifbýlisráðs þann 08.11.2024; Kalskemmdir á túnum í Dalvíkurbyggð

Málsnúmer 202406098Vakta málsnúmer

Á 26. fundi umhverfis- og dreifbýlisráðs þann 8. nóvember sl. var eftirfarandi bókað:
Á 370. fundi sínum fól Sveitarstjórn byggðaráði og umhverfis- og dreifbýlisráði að fylgja málinu eftir og fylgjast með framvindu.
Niðurstaða : Umhverfis og dreifbýlisráð lýsir þungum áhyggjum vegna þeirra miklu tjóna sem orðið hafa á túnum bænda vegna kalskemmda í Dalvikurbyggð.
Umhverfis og dreifbýlisráð hvetur stjórnvöld til að tryggja að bætur vegna þessa tjóns verði á næstu fjárlögum. Það er brýnt að byggt verði á stöðugum og tryggum stuðningi til bænda í gegnum Bjargráðasjóð og með aðstoð frá ríkinu til að vega upp á móti þeim fjárhagslegu áhrifum sem skemmdirnar hafa valdið.
Samþykkt samhljóða með þremur atkvæðum."
Til máls tók:
Forseti sveitarstjórnar sem leggur til eftirfarandi bókun:
"Tún á Norðausturlandi voru víða mjög illa leikin, miklar kalskemmdir komu í ljós á túnum bænda, einna helst í vestanverðum Eyjafirði. Ástandið var verst í Svarfaðardal og voru dæmi um að 90% túna væru ónýt. Er kalið það versta sem sést hafði í 40 ár! Mikil vinna hefur verið í að græða upp túninn og því fylgdi gríðarlegur kostnaður. Í Dalvíkurbyggð var áætlað að um 1200 hektarar væru skemmdir og kostnaður vegna uppgræðslu og fóðurkaupa gæti numið 200 milljónum. Bjargráðasjóður á að bæta tjón sem verður vegna kals, en þar er fjármögnun í nýsamþykktum fjárlögum 208 milljónir. Mikilvægt er að fjárlaganefnd tryggi að bændum verði bættur skaðinn. Tjónið er grafalvarlegt og ógnar erfiðri afkomu bænda. Mikilvægt er að samfélagið sýni stuðning og þrýsti á um að staðið verði við að bæta það tjón sem orðið er. Sveitarstjórn felur byggðaráði og umhverfis- og dreifbýlisráði að fylgja málinu eftir og fylgjast grannt með framvindu."

Fleiri tóku ekki til máls.

Sveitarstjórn samþykkir samhljóða með 7 atkvæðum að taka undir ofangreinda bókun umhverfis- og dreifbýlisráðs og forseta sveitarstjórnar.

26.Frá 26. fundi umhverfis- og dreifbýlisráðs frá 08.11.2024; Skógræktarfélag Eyfirðinga, styrktarsamningur endurnýjun

Málsnúmer 202410085Vakta málsnúmer

Á 1129. fundi byggðaráðs þann 31. október sl. var eftirfarandi bókað:
"Með fundarboði byggðráðs fylgdi erindi frá Skógræktarfélagi Eyfirðinga, sbr. rafpóstur dagsettur þann 17. október 2024, þar sem meðfylgjandi eru drög að nýjum samningi til 4ja ára í stað 2ja ára ásamt minnisblaði framkvæmdastjóra félagsins vegna Hánefsstaðareits.
Lagt er til að Dalvíkurbyggð greiðir Skógræktarfélagi Eyfirðinga kr. 2.000.000 á ári, í stað kr. 1.000.000 eins og verið hefur, sem fasta styrkgreiðslu og skal upphæðin uppfærð í samræmi við vísitölu neysluverðs.
Niðurstaða : Byggðaráð frestar afgreiðslu og samþykkir samhljóða með 3 atkvæðum að fela sveitarstjóra að ræða við Skógræktarfélagið jafnframt um Bögg og Brúarhvammsreit."

Á 26. fundi umhverfis- og dreifbýlisráðs þann 8. nóvember sl. var eftirfarandi bókað.
"Tekið fyrir erindi frá Skógræktarfélagi Eyfirðinga, sbr. rafpóstur dagsettur þann 17. október 2024, þar sem meðfylgjandi eru drög að nýjum samningi til 4ja ára í stað 2ja ára ásamt minnisblaði framkvæmdastjóra félagsins vegna Hánefsstaðareits.
Lagt er til að Dalvíkurbyggð greiði Skógræktarfélagi Eyfirðinga kr. 2.000.000 á ári, í stað kr. 1.000.000 eins og verið hefur, sem fasta styrkgreiðslu og skal upphæðin uppfærð í samræmi við vísitölu neysluverðs.
Niðurstaða : Umhverfis- og dreifbýlisráð leggur til að samningurinn verði samþykktur með eftirfarandi breytingum:
Samningstími verði þrjú ár í stað fjögurra.
Uppsagnarákvæði verði breytt þannig að í stað árs fyrirvara um uppsögn verði hann 3 mánuðir.
Samþykkt samhljóða með þremur atkvæðum."
Til máls tók:
Forseti sveitarstjórnar sem leggur til að sveitarstjórn fresti afgreiðslu og feli sveitarstjóra að ræða við Skógræktarfélagið jafnframt um Bögg og Brúarhvammsreit.


Fleiri tóku ekki til máls.


Sveitarstjórn samþykkir samhljóða með 7 atkvæðum að fresta afgreiðslu og samþykkir samhljóða ofangreinda tillögu forseta.

27.Frá 28. fundi skipulagsráðs frá 13.11.2024; Nýtt íbúðasvæði við Böggvisbraut - breyting á aðalskipulagi

Málsnúmer 202410032Vakta málsnúmer

Á 26. fundi umhverfis- og dreifbýlisráðs þann 8. nóvember sl. var eftirfarandi bókað.
Á fundi sveitarstjórnar Dalvíkurbyggðar þann 22.október sl. var skipulagsráði falið að stækka íbúðasvæði 202-ÍB til suðurs fyrir uppbyggingu íbúðarhúsnæðis norðan og sunnan vegslóða frá Böggvisbraut að Böggvisdal.
Samhliða verður nýtt deiliskipulag fyrir íbúðasvæði við Böggvisbraut stækkað til samræmis.
Niðurstaða : Skipulagsráð leggur til við sveitarstjórn að hún samþykki að gerð verði breyting á Aðalskipulagi Dalvíkurbyggðar 2008-2020 skv. 1.mgr. 36.gr.skipulagslaga nr. 123/2010 sem felur í sér eftirfarandi:
- Stækkun á íbúðarsvæði 202-ÍB til suðurs á kostnað óbyggðs svæðis fyrir uppbyggingu íbúðarlóða norðan og
sunnan vegslóða frá Böggvisbraut að Böggvisdal.
- Minniháttar stækkun á íbúðarsvæði 202-ÍB til norðurs og vesturs á kostnað óbyggðs svæðis.
Samþykkt samhljóða með fimm atkvæðum."
Enginn tók til máls.

Sveitarstjórn samþykkir samhljóða með 7 atkvæðum ofangreinda tillögu skipulagsráðs og samþykkir að gerð verði breyting á Aðalskipulagi Dalvíkurbyggðar 2008-2020 skv. 1.mgr. 36.gr.skipulagslaga nr. 123/2010 sem felur í sér eftirfarandi:
- Stækkun á íbúðarsvæði 202-ÍB til suðurs á kostnað óbyggðs svæðis fyrir uppbyggingu íbúðarlóða norðan og sunnan vegslóða frá Böggvisbraut að Böggvisdal.
- Minniháttar stækkun á íbúðarsvæði 202-ÍB til norðurs og vesturs á kostnað óbyggðs svæðis.

28.Frá 28. fundi skipulagsráðs þann 13.11.2024; Þéttingarreitir innan Dalvíkur - breyting á aðalskipulagi

Málsnúmer 202411040Vakta málsnúmer

Á 28. fundi skipulagsráðs þann 13. nóvember sl. var eftirfarandi bókað:
Lögð fram tillaga að þéttingarreitum fyrir íbúðarlóðir innan Dalvíkur.
Tillagan gerir ráð fyrir breytingu á Aðalskipulagi Dalvíkurbyggðar 2008-2020 þar sem íbúðabyggð 201-ÍB er stækkuð til norðurs frá Karlsbraut fyrir eina íbúðarhúsalóð.
Málið var áður á dagskrá skipulagsráðs þann 16.október sl. og sveitarstjórnar þann 22.október sl. en þar láðist að bóka um umrædda stækkun.
Niðurstaða : Skipulagsráð leggur til við sveitarstjórn að gerð verði breyting á Aðalskipulagi Dalvíkurbyggðar 2008-2020 til samræmis við erindið.
Að mati skipulagsráðs er um óverulega breytingu að ræða í samræmi við 2. mgr. 36. gr. skipulagslaga nr. 123/2010 þar sem breytingin hefur hvorki í för með sér verulegar breytingar á landnotkun né er hún líkleg til að hafa mikil áhrif á einstaka aðila eða stór svæði.
Samþykkt samhljóða með fimm atkvæðum."
Enginn tók til máls.

Sveitarstjórn samþykkir samhljóða með 7 atkvæðum ofangreinda tillögu skipulagsráðs og samþykkir að gerð verði breyting á Aðalskipulagi Dalvíkurbyggðar 2008-2020 til samræmis við erindið.
Að mati sveitarstjórnar er um óverulega breytingu að ræða í samræmi við 2. mgr. 36. gr. skipulagslaga nr. 123/2010 þar sem breytingin hefur hvorki í för með sér verulegar breytingar á landnotkun né er hún líkleg til að hafa mikil áhrif á einstaka aðila eða stór svæði.

29.Frá 28. fundi skipulagsráðs þann 13.11.2024; Skógarhólar 12 - umsókn um lóð

Málsnúmer 202410110Vakta málsnúmer

Á 28. fundi skipulagsráðs þann 13. nóvember sl. var eftirfarandi bókað:
"Erindi dagsett 27.október 2024 þar sem Jökull Þorri Helgason sækir um lóð nr. 12 við Skógarhóla. Jafnframt er óskað eftir að gerð verði breyting á deiliskipulagi svæðisins sem felur í sér að heimilt verði að reisa parhús á lóðinni í stað einbýlishúss eins og gildandi deiliskipulag gerir ráð fyrir.
Niðurstaða : Anna Kristín Guðmundsóttir D-lista lýsti yfir vanhæfi við afgreiðslu málsins og var það samþykkt. Vék hún af fundi við umræður og afgreiðslu máls.
Skipulagsráð hafnar erindinu og vísar því til vinnu við þéttingu byggðar þar sem m.a. er gert ráð fyrir parhúsalóðum norðan Ægisgötu.
Samþykkt samhljóða með fjórum atkvæðum."
Enginn tók til máls.

Sveitarstjórn samþykkir samhljóða með 7 atkvæðum ofangreinda afgreiðslu skipulagsráðs og hafnar erindinu um úthlutun á lóðinni við Skógarhóla 12 og breytingu á deiliskipulagi svæðisins sem felur í sér að heimilt verði að reisa parhús á lóðinni í stað einbýlishúss.

30.Frá 28. fundi skipulagsráðs þann 13.11.2024; Stærri-Árskógur - Umsókn um stöðuleyfi fyrir gám

Málsnúmer 202410065Vakta málsnúmer

Á 28. fundi skipulagsráðs þann 13. nóvember sl. var eftirfarandi bókað:
"Erindi dagsett 12.október 2024 þar sem Freydís Inga Bóasdóttir sækir um stöðuleyfi fyrir 40 ft gám sunnan við vélaskemmu í Stærri-Árskógi.
Meðfylgjandi er afstöðumynd.
Niðurstaða : Emil Júlíus Einarsson bar upp vanhæfi við afgreiðslu málsins og var það samþykkt. Vék hann af fundi undir umræðum og við afgreiðslu máls.
Skipulagsráð samþykkir erindið samhljóða með fjórum atkvæðum.
Vísað til afgreiðslu byggingarfulltrúa."
Enginn tók til máls.

Sveitarstjórn samþykkir samhljóða með 7 atkvæðum ofangreinda afgreiðslu skipulagsráðs.

31.Frá 28. fundi skipulagsráðs þann 13.11.2024; Ásasund 1 - umsókn um byggingarleyfi

Málsnúmer 202409074Vakta málsnúmer

Á 28. fundi skipulagsráðs þann 13. nóvember sl. var eftirfarandi bókað:
"Erindi dagsett 8.ágúst 2024 þar sem Gunnar Már Leifsson sækir um byggingarleyfi fyrir viðbyggingu við núverandi íbúðarhús á lóðinni Ásasundi 1 (L231735).
Ekki er í gildi deiliskipulag á svæðinu. Meðfylgjandi eru afstöðumynd og grunnmynd.
Niðurstaða : Skipulagsráð samþykkir að grenndarkynna áformin skv. 44.gr. skipulagslaga nr. 123/2010. Grenndarkynnt skal fyrir landeigendum Syðri-Haga.
Samþykkt samhljóða með fimm atkvæðum."
Enginn tók til máls.

Sveitarstjórn samþykkir samhljóða með 7 atkvæðum ofangreinda afgreiðslu skipulagsráðs um grenndarkynningu skv. 44. gr. skipulagslaga nr. 123/2010.

32.Frá 1130. fundi byggðaráðs þann 07.11.2024; Umsagnarbeiðni tímabundið áfengisleyfi - Blágrýti

Málsnúmer 202411022Vakta málsnúmer

Á 1130. fundi byggðaráðs þann 7. nóvember sl. var eftirfarandi bókað:
"Helgi Einarsson vék af fundi undir þessum lið vegna vanhæfis kl. 16:10 og Freyr Antonsson tók við fundarstjórn undir þessum lið.
Tekið fyrir erindi frá Sýslumanninum á Norðurlandi eystra, sbr. rafpóstur frá 5. nóvember sl., þar sem óskað er umsagnar um umsókn Blágrýtis ehf. um tímabundið áfengisleyfi í Menningarhúsinu Bergi 23. nóvember nk.
Fyrir liggja jákvæðar umsagnir frá Skipulagsfulltrúa og Slökkviliðsstjóra.
Niðurstaða : Byggðaráð gerir ekki athugasemdir við ofangreinda umsókn með fyrirvara um umsögn Heilbrigðiseftirlits Eyjafjarðar.
Helgi Enarsson tekur ekki þátt í umfjöllun og afgreiðslu vegna vanhæfis."
Til máls tók:
Helgi Einarsson sem gerði grein fyrir vanhæfi sínu hvað þennan lið varðar og vék af fundi við umfjöllun og afgreiðslu kl. 16:57.

Fleiri tóku ekki til máls.

Sveitarstjórn gerir ekki athugasemdir við ofangreinda afgreiðslu byggðaráðs og gerir ekki athugasemdir við umsóknina með fyrirvara um umsögn frá Heilbrigðiseftirliti Eyjafjarðar.
Helgi Einarsson tekur ekki þátt í umfjöllun og afgreiðslu vegna vanhæfis.

33.Frá 1131. fundi byggðaráðs þann 14.11.2024; Umsagnarbeiðni tímabundið áfengisleyfi - vegna viðburða í Bergi

Málsnúmer 202411051Vakta málsnúmer

Helgi Einarsson kom inn á fundinn að nýju kl. 16:58.

Á 1131. fundi byggðaráðs þann 14. nóvember sl. var eftirfarandi bókað:
"Tekið fyrir erindi frá Sýslumanninum á Norðurlandi eystra, dagsett þann 8. nóvember sl. þar sem óskað er umsagnar um umsókn frá Valdísi Guðbrandsdóttur um tímabundið áfengisleyfi vegna viðburða í Bergi 5. desember nk. og 12. desember nk. Fyrir liggur jákvæð umsögn frá Slökkviliðsstjóra Dalvíkurbyggðar.
Niðurstaða : Byggðaráð gerir ekki athugasemdir við að umbeðið leyfi sé veitt með fyrirvara um umsögn frá Heilbrigiðseftirliti Norðurlands eystra."
Til máls tók:

Katrín Sif Ingvarsdóttir sem gerði grein fyrir vanhæfi sínu hvað þennan lið varðar og vék af fundi kl. 16:59 við umfjöllun og afgreiðslu.

Sveitarstjórn samþykkir samhljóða með 6 atkvæðum ofangreinda afgreiðslu byggðaráðs og gerir ekki athugasemdir við að umbeðið leyfi sé veitt með fyrirvara um umsögn frá Heilbrigðiseftirliti Norðurlands eystra.
Katrín Sif tekur ekki þátt í umfjöllun og afgreiðslu vegna vanhæfis.

34.Fundargerðir stjórnar Dalbæjar 2024

Málsnúmer 202402083Vakta málsnúmer

Katrín Sif Ingvarsdóttir kom inn á fundinn að nýju kl. 17:00.

Lögð fram til kynningar fundargerð stjórnar Dalbæjar frá 16. október sl.
Enginn tók til máls.
Lagt fram til kynningar.

35.Frá forstöðumanni safna og menningarhúss;Tillaga um vinnuhóp vegna byggðasafnsins og húsnæðismála

Málsnúmer 202410088Vakta málsnúmer

Á 1129. fundi byggðaráðs þann 31. október sl. var eftirfarandi bókað:
"Á 372. fundi sveitarstjórnar þann 22. október sl. var eftirfarandi bókað:
"Til máls tóku:
Freyr Antonsson sem leggur fram eftirfarandi tillögu að vinnuhópi:
Forstöðumaður safna, deildarstjóri Eigna- og framkvæmdadeildar, fulltrúi úr menningarráði, fulltrúi úr byggðaráði, fulltrúi úr skipulagsráði.
Niðurstaða : Fleiri tóku ekki til máls.
Sveitarstjórn samþykkir samhljóða með 7 atkvæðum ofangreinda tillögu forseta sveitarstjórnar"
Byggðaráð samþykkir samhljóða með 3 atkvæðum að Freyr Antonsson verði fulltrúi byggðaráðs í vinnuhópnum.
Byggðaráð samþykkir samhljóða með 3 atkvæðum að forstöðumaður safna og menningarhúss verði í forsvari fyrir hópinn og geri tillögu að erindisbréfi."

Með fundarboði sveitarstjórnar fylgdu drög að erindisbréfi vinnuhópsins frá forstöðumanni safna og menningarhúss.
Vinnuhópinn skipa:
Björk Hólm Þorsteinsdóttir, forstöðumaður safna og Menningarhússins Bergs
Freyr Antonsson, forseti sveitastjórnar og fulltrúi Byggðaráðs í vinnuhópi
Lovísa María Sigurgeirsdóttir, formaður menningarráðs og fulltrúi menningarráðs í vinnuhópi.
Helga Íris Ingólfsdóttir, deildarstjóri Eigna- og framkvæmdardeildar
Emil Júlíus Einarsson, aðalmaður í skipulagsráði og fulltrúi skipulagsráðs í vinnuhópi


Enginn tók til máls.

Sveitarstjórn samþykkir samhljóða með 7 atkvæðum fyrirliggjandi drög að erindisbréfi vinnuhóps um byggðasafn og húsnæðismál þess.

Fundi slitið - kl. 17:23.

Nefndarmenn
  • Freyr Antonsson aðalmaður
  • Sigríður Jódís Gunnarsdóttir aðalmaður
  • Lilja Guðnadóttir aðalmaður
  • Katrín Sif Ingvarsdóttir aðalmaður
  • Helgi Einarsson aðalmaður
  • Gunnar Kristinn Guðmundsson aðalmaður
  • Monika Margrét Stefánsdóttir aðalmaður
Starfsmenn
  • Guðrún Pálína Jóhannsdóttir sviðsstjóri
  • Eyrún Ingibjörg Sigþórsdóttir sveitarstjóri
Fundargerð ritaði: Guðrún Pálína Jóhannsdóttir Sviðsstjóri fjármála- og stjórnsýslusviðs