Málsnúmer 202404024Vakta málsnúmer
Á 373. fundi sveitarstjórnar þann 5. nóvember sl. var frumvarp að fjárhagsáætlun 2025 og þriggja ára áætlun 2026-2028 tekið til fyrri umræðu og samþykkt samhljóða að vísa áætluninni til byggðaráðs á milli umræðna í sveitarstjórn.
Á 1131. fundi byggðaráðs þann 14. nóvember sl. var eftirfarandi bókað:
Á 1130. fundi byggðaráðs þann 7. nóvember sl. var m.a. eftirfarandi bókað:
"Gögn með fundarboði:
Vísað er til þeirra gagna sem fylgdu með fundarboði sveitarstjórnar við fyrri umræða. Einnig eru meðfylgjandi eftirfarandi gögn eftir yfirferð sveitarstjóra og deildarstjóra Eigna- og framkvæmdadeildar í samræmi við tillögur frá meirihluta sveitarstjórnar á milli umræðna:
Fjárfestingar og framkvæmdir 2025-2028.
Búnaðarkaup.
Viðhaldsáætlun Eignasjóðs.
Að auki fylgir með fundarboði byggðaráðs rafpóstur frá Sambandi íslenskra sveitarfélaga, dagsettur þann 4. nóvember sl., þar sem fram kemur að í viðhengi er uppfært minnisblað um forsendur fjárhagsáætlana sveitarfélaga 2025 og 2026-2028.
Niðurstaða : a) Byggðaráð samþykkir samhljóða með 3 atkvæðum að gerðar verði uppfærslur forsendum í fjárhagsáætlunarlíkani skv. minnisblaði Sambands íslenskra sveitarfélaga hvað varðar verðbólguspá. Annað verði óbreytt.
b) Byggðaráð samþykkir samhljóða með 3 atkvæðum fyrirliggjandi tillögur að breytingum á fjárfestinga- og framkvæmdaáætlun frá sveitarstjóra og deildarstjóra Eigna- og framkvæmdadeildar með breytingum sem gerðar voru á fundinum. Vísað til fjárhagsáætlunarlíkans og síðari umræðu í sveitarstjórn.
c) Byggðaráð samþykkir samhljóða með 3 atkvæðum fyrirliggjandi tillögu að breytingum á viðhaldsáætlun Eignasjóðs. Vísað til fjárhagsáætlunarlíkans og síðari umræðu í sveitarstjórn.
d) Byggðaráð samþykkir samhljóða með 3 atkvæðum fyrirliggjandi tillögu um að engar breytingar verði gerðar á tillögum um búnaðarkaup. Vísað til fjárhagsáætlunarlíkans og síðari umræðu í sveitarstjórn."
Sviðsstjóri fjármála- og stjórnsýslusviðs gerði grein fyrir helstu niðurstöðum úr fjárhagsáætlunarlíkani með breytingum byggðaráðs á milli umræðna.
Niðurstaða : Byggðaráð samþykkir samhljóða með 3 atkvæðum frumvarp að fjárhagsáætlun 2025 og þriggja ára áætlun 2026- 2028 eins og það liggur fyrir með þeirri breytingu sem samþykkt er hér í 3ja lið, þ.e. 50% tímabundið stöðugildi við deild 05310.
Byggðaráð vísar fjárhagsáætluninni til síðari umræðu í sveitarstjórn."
Helstu niðurstöður fjárhagsáætlunar:
Rekstrarniðurstaða Samstæðu A- og B- hluta er jákvæð um kr. 172.799.000 fyrir árið 2025, jákvæð um kr. 143.923.000 fyrir árið 2026, jákvæð um kr. 125.177.000 fyrir árið 2027 og jákvæð um kr. 124.428.000 fyrir árið 2028.
Rekstrarniðurstaða A-hluta (Aðalsjóðs og Eignasjóðs) er jákvæð öll árin 2025-2028 sem nemur kr. 145.502.000 fyrir árið 2025, kr. 137.247.000 fyrir árið 2026, kr. 128.261.000 árið 2027 og jákvæð um kr. 124.689.000 árið 2028.
Fjárfestingar Samstæðu A- og B- hluta eru áætlaðar árið 2025 kr. 841.251.000, kr. 729.200.000 árið 2026, kr. 144.700.000 árið 2027 og kr. 110.450.000 árið 2028.
Áætluð lántaka Samstæðu A- og B- hluta eru áætlaðar árið 2025 80 m.kr. og árið 2026 305 m.kr. en engin lántaka er áætluð árin 2027 og 2028.
Afborganir langtímaskulda Samstæðu A- og B- hluta eru áætlaðar árið 2025 kr. 80.225.000, kr. 87.838.000 árið 2026, árið 2027 kr. 117.297.000 og árið 2028 kr. 114.046.000.
Veltufé frá rekstri Samstæðunnar árið 2025 er áætlað kr. 493.983.000, árið 2026 kr. 495.317.000, árið 2027 kr. 497.364.000 og árið 2028 kr. 500.119.000.
Í upphafi fundar óskaði forseti eftir leyfi til að bæta einu máli á dagskrá, mál 202410088 , liður 35 og var það samþykkt samhljóða.