Frá Hjörleifi Stefánssyni og Elínu Ósk Hreiðarsdóttur Sundskáli Svarfdæla

Málsnúmer 202411021

Vakta málsnúmer

Byggðaráð - 1131. fundur - 14.11.2024

Tekið fyrir erindi frá Hjörleifi Stefánssyni og Elínu Ósk Hreiðarsdóttur, dagsett þann 1. nóvember sl, þar sem fram kemur að undanfarin misseri hefur verið unnið að rannsóknarverkefni sem lýtur að því að skrá og kanna sundlaugarmannvirki frá fyrri hluta 20. aldar á landinu öllu. Safnað hefur verið ítarlegum heimildum um öll slík mannvirki, saga þeirra skráð og þau sem enn eru uppi standandi eru skoðuð, þeim lýst og ástand þeirra metið. Húsafriðunarsjóður hefur veitt fjárstyrki til verkefnisins, sem unnið er af Elínu Ósk Hreiðarsdóttur fornleifafræðingi og Hjörleifi Stefánssyni arkitekt. Gert er ráð fyrir að verkefninu ljúki árið 2026 og þá liggi fyrir heildaryfirsýn sem auðveldi þeim sem um menningarminjar fjalla að forgangsraða varðveisluverkefnum. Fram kemur að augljóst sé að Sundskáli Svarfdæla skipar mjög sérstakan sess í þessari sögu. Hann er elsta yfirbyggða sundlaug landsins og enginn vafi leikur á því að hann hlýtur að teljast hafa mjög mikið menningarsögulegt gildi. Það er hins vegar ljóst að hann þarfnast nokkurra endurbóta. Með þessu bréfi vilja bréfritarar hvetja sveitarstjórn Dalvíkurbyggðar til að hefja undirbúning að því að gert verði við þá ágalla sem nú eru Sundskálanum því nú liggur hann undir skemmdum. Jafnframt bjóða bréfritarar fram aðstoð sína án endurgjalds til að semja styrkumsókn til Minjastofnunar en stofnunin hefur auglýst eftir styrkumsóknum til Húsafriðunarsjóðs en umsóknarfrestur er til 1. desember næstkomandi.Mælt er með því að sótt verði um fjárstyrk til að kosta vandaða úttekt á næsta ári og til að semja áætlun um viðgerð Sundskálans.
Byggðaráð samþykkir samhljóða með 3 atkvæðum að leggja til við sveitarstjórn að þiggja boð bréfritara um aðstoð við að sækja um fjárstyrk til Húsafriðunarsjóðs til að kosta vandaða úttekt á næsta ári og til að semja áætlun um viðgerð Sundskálans.

Sveitarstjórn - 374. fundur - 19.11.2024

Á 1131. fundi byggðaráðs þann 14. nóvember sl. var eftirfarandi bókað:
Tekið fyrir erindi frá Hjörleifi Stefánssyni og Elínu Ósk Hreiðarsdóttur, dagsett þann 1. nóvember sl, þar sem fram kemur að undanfarin misseri hefur verið unnið að rannsóknarverkefni sem lýtur að því að skrá og kanna sundlaugarmannvirki frá fyrri hluta 20. aldar á landinu öllu. Safnað hefur verið ítarlegum heimildum um öll slík mannvirki, saga þeirra skráð og þau sem enn eru uppi standandi eru skoðuð, þeim lýst og ástand þeirra metið.
Húsafriðunarsjóður hefur veitt fjárstyrki til verkefnisins, sem unnið er af Elínu Ósk Hreiðarsdóttur fornleifafræðingi og Hjörleifi Stefánssyni arkitekt. Gert er ráð fyrir að verkefninu ljúki árið 2026 og þá liggi fyrir heildaryfirsýn sem auðveldi þeim sem um menningarminjar fjalla að forgangsraða varðveisluverkefnum. Fram kemur að augljóst sé að Sundskáli Svarfdæla skipar mjög sérstakan sess í þessari sögu. Hann er elsta yfirbyggða sundlaug landsins og enginn vafi leikur á því að hann hlýtur að teljast hafa mjög mikið menningarsögulegt gildi. Það er hins vegar ljóst að
hann þarfnast nokkurra endurbóta. Með þessu bréfi vilja bréfritarar hvetja sveitarstjórn Dalvíkurbyggðar til að hefja undirbúning að því að gert verði við þá ágalla sem nú eru Sundskálanum því nú liggur hann undir skemmdum.
Jafnframt bjóða bréfritarar fram aðstoð sína án endurgjalds til að semja styrkumsókn til Minjastofnunar en stofnunin hefur auglýst eftir styrkumsóknum til Húsafriðunarsjóðs en umsóknarfrestur er til 1. desember næstkomandi.Mælt er með því að sótt verði um fjárstyrk til að kosta vandaða úttekt á næsta ári og til að semja áætlun um viðgerð Sundskálans.
Niðurstaða : Byggðaráð samþykkir samhljóða með 3 atkvæðum að leggja til við sveitarstjórn að þiggja boð bréfritara um aðstoð við að sækja um fjárstyrk til Húsafriðunarsjóðs til að kosta vandaða úttekt á næsta ári og til að semja áætlun um viðgerð Sundskálans."
Enginn tók til máls.

Sveitarstjórn samþykkir samhljóða með 7 atkvæðum ofangreinda tillögu byggðaráðs um að þiggja boð Hjörleifs Stefánssonar og Elínu Óskar Hreiðarsdóttur um aðstoð við að sækja um fjárstyrk til Húsafriðunarsjóðs til að kosta vandaða úttekt á næsta ári og til að semja áætlun um viðgerð Sundskálans.