Kalskemmdir á túnum í Dalvíkurbyggð

Málsnúmer 202406098

Vakta málsnúmer

Sveitarstjórn - 370. fundur - 18.06.2024

Til máls tóku:

Freyr Antonsson, sem gerði grein fyrir samantekt frá Búnaðarsambandi Eyjafjarðar á tjóni vegna kals í túnum og ótíðar í byrjun júní 2024 í Dalvíkurbyggð og lögð var fram á fundinum.

Kristinn Bogi Antonsson.


Freyr Antonsson leggur fram eftirfarandi bókun:
Tún á Norðausturlandi eru víða mjög illa leikin, miklar kalskemmdir hafa komið í ljós á túnum bænda, einna helst í vestanverðum Eyjafirði. Ástandið er verst í Svarfaðardal og þar eru dæmi um að 90% túna séu ónýt. Er kalið það versta sem sést hefur í 40 ár! Það er því mikil vinna, að græða upp túninn og því fylgir gríðarlegur kostnaður. Í Dalvíkurbyggð er áætlað að um 1200 hektarar séu skemmdir og kostnaður vegna uppgræðslu og fóðurkaupa gæti numið 200 milljónum. Bjargráðasjóður á að bæta sem verður vegna kals, en þar er fjármögnun ótrygg, þó hefur ríkið ávallt brugðist við stórtjónum af völdum náttúrunnar. Mikilvægt er að fjárlaganefnd tryggi fjármögnun þannig að bændum verði bættur skaðinn. Tjónið er grafalvarlegt og ógnar erfiðri afkomu bænda. Mikilvægt er að samfélagið sýni stuðning og þrýsti á um að staðið verði við að bæta það tjón sem orðið er. Sveitarstjórn feli byggðaráði og umhverfis- og dreifbýlisráði að fylgja málinu eftir og fylgjast grannt með framvindu.


Fleiri tóku ekki til máls.
Sveitarstjórn samþykkir samhljóða með 7 atkvæðum ofangreinda tillögu forseta sveitarstjórnar að bókun.

Byggðaráð - 1114. fundur - 04.07.2024

Undir þessum lið komu á fund byggðaráðs Sigurgeir B. Hreinsson, framkvæmdastjóri Búnaðarsambands Eyjafjarðar, og Óðinn Steinsson, verkefnastjóri þvert á svið, kl. 13:15.

Á 370. fundi sveitarstjórnar þann 18. júní sl. var eftirfarandi bókað:
"Til máls tóku: Freyr Antonsson, sem gerði grein fyrir samantekt frá Búnaðarsambandi Eyjafjarðar á tjóni vegna kals í túnum og ótíðar í byrjun júní 2024 í Dalvíkurbyggð og lögð var fram á fundinum. Kristinn Bogi Antonsson. Freyr Antonsson leggur fram eftirfarandi bókun: Tún á Norðausturlandi eru víða mjög illa leikin, miklar kalskemmdir hafa komið í ljós á túnum bænda, einna helst í vestanverðum Eyjafirði. Ástandið er verst í Svarfaðardal og þar eru dæmi um að 90% túna séu ónýt. Er kalið það versta sem sést hefur í 40 ár! Það er því mikil vinna, að græða upp túninn og því fylgir gríðarlegur kostnaður. Í Dalvíkurbyggð er áætlað að um 1200 hektarar séu skemmdir og kostnaður vegna uppgræðslu og fóðurkaupa gæti numið 200 milljónum. Bjargráðasjóður á að bæta sem verður vegna kals, en þar er fjármögnun ótrygg, þó hefur ríkið ávallt brugðist við stórtjónum af völdum náttúrunnar. Mikilvægt er að fjárlaganefnd tryggi fjármögnun þannig að bændum verði bættur skaðinn. Tjónið er grafalvarlegt og ógnar erfiðri afkomu bænda. Mikilvægt er að samfélagið sýni stuðning og þrýsti á um að staðið verði við að bæta það tjón sem orðið er. Sveitarstjórn feli byggðaráði og umhverfis- og dreifbýlisráði að fylgja málinu eftir og fylgjast grannt með framvindu. Fleiri tóku ekki til máls.Niðurstaða:Sveitarstjórn samþykkir samhljóða með 7 atkvæðum ofangreinda tillögu forseta sveitarstjórnar að bókun."

Til umræðu ofangreint.

Sigurgeir vék af fundi kl. 13:48.
Óðinn vék af fundi kl. 13:48.
Byggðaráð ítrekar ofangreinda bókun sveitarstjórnar og leggur áherslu á að Bjargráðasjóður og ríkisvaldið komi að málum sem fyrst og greiði út bætur fyrir áramót.

Umhverfis- og dreifbýlisráð - 26. fundur - 08.11.2024

Á 370. fundi sínum fól Sveitarstjórn byggðaráði og umhverfis- og dreifbýlisráði að fylgja málinu eftir og fylgjast með framvindu.
Umhverfis og dreifbýlisráð lýsir þungum áhyggjum vegna þeirra miklu tjóna sem orðið hafa á túnum bænda vegna kalskemmda í Dalvikurbyggð.
Umhverfis og dreifbýlisráð hvetur stjórnvöld til að tryggja að bætur vegna þessa tjóns verði á næstu fjárlögum. Það er brýnt að byggt verði á stöðugum og tryggum stuðningi til bænda í gegnum Bjargráðasjóð og með aðstoð frá ríkinu til að vega upp á móti þeim fjárhagslegu áhrifum sem skemmdirnar hafa valdið.
Samþykkt samhljóða með þremur atkvæðum.

Sveitarstjórn - 374. fundur - 19.11.2024

Á 26. fundi umhverfis- og dreifbýlisráðs þann 8. nóvember sl. var eftirfarandi bókað:
Á 370. fundi sínum fól Sveitarstjórn byggðaráði og umhverfis- og dreifbýlisráði að fylgja málinu eftir og fylgjast með framvindu.
Niðurstaða : Umhverfis og dreifbýlisráð lýsir þungum áhyggjum vegna þeirra miklu tjóna sem orðið hafa á túnum bænda vegna kalskemmda í Dalvikurbyggð.
Umhverfis og dreifbýlisráð hvetur stjórnvöld til að tryggja að bætur vegna þessa tjóns verði á næstu fjárlögum. Það er brýnt að byggt verði á stöðugum og tryggum stuðningi til bænda í gegnum Bjargráðasjóð og með aðstoð frá ríkinu til að vega upp á móti þeim fjárhagslegu áhrifum sem skemmdirnar hafa valdið.
Samþykkt samhljóða með þremur atkvæðum."
Til máls tók:
Forseti sveitarstjórnar sem leggur til eftirfarandi bókun:
"Tún á Norðausturlandi voru víða mjög illa leikin, miklar kalskemmdir komu í ljós á túnum bænda, einna helst í vestanverðum Eyjafirði. Ástandið var verst í Svarfaðardal og voru dæmi um að 90% túna væru ónýt. Er kalið það versta sem sést hafði í 40 ár! Mikil vinna hefur verið í að græða upp túninn og því fylgdi gríðarlegur kostnaður. Í Dalvíkurbyggð var áætlað að um 1200 hektarar væru skemmdir og kostnaður vegna uppgræðslu og fóðurkaupa gæti numið 200 milljónum. Bjargráðasjóður á að bæta tjón sem verður vegna kals, en þar er fjármögnun í nýsamþykktum fjárlögum 208 milljónir. Mikilvægt er að fjárlaganefnd tryggi að bændum verði bættur skaðinn. Tjónið er grafalvarlegt og ógnar erfiðri afkomu bænda. Mikilvægt er að samfélagið sýni stuðning og þrýsti á um að staðið verði við að bæta það tjón sem orðið er. Sveitarstjórn felur byggðaráði og umhverfis- og dreifbýlisráði að fylgja málinu eftir og fylgjast grannt með framvindu."

Fleiri tóku ekki til máls.

Sveitarstjórn samþykkir samhljóða með 7 atkvæðum að taka undir ofangreinda bókun umhverfis- og dreifbýlisráðs og forseta sveitarstjórnar.