Skógræktarfélag Eyfirðinga, styrktarsamningur endurnýjun

Málsnúmer 202410085

Vakta málsnúmer

Byggðaráð - 1129. fundur - 31.10.2024

Með fundarboði byggðráðs fylgdi erindi frá Skógræktarfélagi Eyfirðinga, sbr. rafpóstur dagsettur þann 17. október 2024, þar sem meðfylgjandi eru drög að nýjum samningi til 4ja ára í stað 2ja ára ásamt minnisblaði framkvæmdastjóra félagsins vegna Hánefsstaðareits.

Lagt er til að Dalvíkurbyggð greiðir Skógræktarfélagi Eyfirðinga kr. 2.000.000 á ári, í stað kr. 1.000.000 eins og verið hefur, sem fasta styrkgreiðslu og skal upphæðin uppfærð í samræmi við vísitölu neysluverðs.
Byggðaráð frestar afgreiðslu og samþykkir samhljóða með 3 atkvæðum að fela sveitarstjóra að ræða við Skógræktarfélagið jafnframt um Bögg og Brúarhvammsreit.

Umhverfis- og dreifbýlisráð - 26. fundur - 08.11.2024

Tekið fyrir erindi frá Skógræktarfélagi Eyfirðinga, sbr. rafpóstur dagsettur þann 17. október 2024, þar sem meðfylgjandi eru drög að nýjum samningi til 4ja ára í stað 2ja ára ásamt minnisblaði framkvæmdastjóra félagsins vegna Hánefsstaðareits.

Lagt er til að Dalvíkurbyggð greiði Skógræktarfélagi Eyfirðinga kr. 2.000.000 á ári, í stað kr. 1.000.000 eins og verið hefur, sem fasta styrkgreiðslu og skal upphæðin uppfærð í samræmi við vísitölu neysluverðs.
Umhverfis- og dreifbýlisráð leggur til að samningurinn verði samþykktur með eftirfarandi breytingum:
Samningstími verði þrjú ár í stað fjögurra.
Uppsagnarákvæði verði breytt þannig að í stað árs fyrirvara um uppsögn verði hann 3 mánuðir.
Samþykkt samhljóða með þremur atkvæðum.

Sveitarstjórn - 374. fundur - 19.11.2024

Á 1129. fundi byggðaráðs þann 31. október sl. var eftirfarandi bókað:
"Með fundarboði byggðráðs fylgdi erindi frá Skógræktarfélagi Eyfirðinga, sbr. rafpóstur dagsettur þann 17. október 2024, þar sem meðfylgjandi eru drög að nýjum samningi til 4ja ára í stað 2ja ára ásamt minnisblaði framkvæmdastjóra félagsins vegna Hánefsstaðareits.
Lagt er til að Dalvíkurbyggð greiðir Skógræktarfélagi Eyfirðinga kr. 2.000.000 á ári, í stað kr. 1.000.000 eins og verið hefur, sem fasta styrkgreiðslu og skal upphæðin uppfærð í samræmi við vísitölu neysluverðs.
Niðurstaða : Byggðaráð frestar afgreiðslu og samþykkir samhljóða með 3 atkvæðum að fela sveitarstjóra að ræða við Skógræktarfélagið jafnframt um Bögg og Brúarhvammsreit."

Á 26. fundi umhverfis- og dreifbýlisráðs þann 8. nóvember sl. var eftirfarandi bókað.
"Tekið fyrir erindi frá Skógræktarfélagi Eyfirðinga, sbr. rafpóstur dagsettur þann 17. október 2024, þar sem meðfylgjandi eru drög að nýjum samningi til 4ja ára í stað 2ja ára ásamt minnisblaði framkvæmdastjóra félagsins vegna Hánefsstaðareits.
Lagt er til að Dalvíkurbyggð greiði Skógræktarfélagi Eyfirðinga kr. 2.000.000 á ári, í stað kr. 1.000.000 eins og verið hefur, sem fasta styrkgreiðslu og skal upphæðin uppfærð í samræmi við vísitölu neysluverðs.
Niðurstaða : Umhverfis- og dreifbýlisráð leggur til að samningurinn verði samþykktur með eftirfarandi breytingum:
Samningstími verði þrjú ár í stað fjögurra.
Uppsagnarákvæði verði breytt þannig að í stað árs fyrirvara um uppsögn verði hann 3 mánuðir.
Samþykkt samhljóða með þremur atkvæðum."
Til máls tók:
Forseti sveitarstjórnar sem leggur til að sveitarstjórn fresti afgreiðslu og feli sveitarstjóra að ræða við Skógræktarfélagið jafnframt um Bögg og Brúarhvammsreit.


Fleiri tóku ekki til máls.


Sveitarstjórn samþykkir samhljóða með 7 atkvæðum að fresta afgreiðslu og samþykkir samhljóða ofangreinda tillögu forseta.