Byggðaráð

1129. fundur 31. október 2024 kl. 13:15 - 17:00 í Upsa á 3. hæð í Ráðhúsi Dalvíkur
Nefndarmenn
  • Helgi Einarsson formaður
  • Freyr Antonsson varaformaður
  • Lilja Guðnadóttir aðalmaður
Starfsmenn
  • Guðrún Pálína Jóhannsdóttir sviðsstjóri
  • Eyrún Ingibjörg Sigþórsdóttir sveitarstjóri
Fundargerð ritaði: Guðrún Pálína Jóhannsdóttir Sviðsstjóri fjármála- og stjórnsýslusviðs
Dagskrá

1.Frá sviðsstjóra fjármála- og stjórnsýslusviðs; Viðaukabeiðni vegna a) útsvars og b) uppfærslu á lífeyrisskuldbindingu

Málsnúmer 202410120Vakta málsnúmer

Tekið fyrir beiðni um viðauka frá sviðsstjóra fjármála- og stjórnsýslusviðs vegna
a) hækkun á áætlun útsvars um kr. -50.000.000 þannig að áætlun á lið 00010-0021 verði kr. -1.480.000.000.
b) hækkun á uppfærslu lífeyrisskuldbindinga um kr. 4.840.000 þannig að liður 22600-1112 verði kr. 69.840.000.

Byggðaráð samþykkir samhljóða með 3 atkvæðum ofangreinda viðaukabeiðni, viðuki nr. 44 við fjárhagsáætlun 2024, þannig að
a) liður 00010-0021 hækki um kr. -50.000.000 og verði kr. -1.480.000.000 og honum verði mætt með hækkun á handbæru fé
b) liður 22600-1112 hækki um kr. 4.840.000 og verði kr. 69.840.000 og að honum verði mætt með lækkun á handbæru fé.

Vísað til gerðar heildarviðauka II við fjárhagsáætlun 2024 og sveitarstjórnar til umfjöllunar og afgreiðslu.

2.Frá sviðsstjóra fjármála- og stjórnsýslusviðs; Viðauki vegna Vinnuskóla 2024 - laun nemenda ekki nýtt

Málsnúmer 202410116Vakta málsnúmer

Tekin fyrir viðaukabeiðni frá sviðsstjóra fjármála- og stjórnsýslusviðs þar sem óskað er eftir viðauka við launaáætlun Vinnuskóla, deild 06270, að upphæð kr. -8.198.562 þar sem áætluð laun vegna nemenda við Vinnuskólan voru ekki að fullu nýtt.


Byggðaráð samþykkir samhljóða með 3 atkvæðum ofangreinda viðaukabeiðni að upphæð kr. -8.198.562, viðauki nr. 43 við fjárhagsáætlun 2024, á deild 06270-laun, og að honum verði mætt með hækkun á handbæru fé.
Byggðaráð vísar ofangreindum viðauka til gerðar heildarviðauka II við fjárhagsáætlun 2024 og sveitarstjórnar til umfjöllunar og afgreiðslu.

3.Fjárhagsáætlun 2024; heildarviðauki II

Málsnúmer 202410091Vakta málsnúmer

Með fundarboði byggðaráðs fylgdi tillaga að heildarviðauka II við fjárhagsáætlun 2024 úr fjárhagsáætlunarlíkani (útkomuspá 2024) með þeim viðaukum sem gerðir hafa verið á árinu og staðfestir í byggðaráði og/eða sveitarstjórn.

Einnig fylgdi með yfirlit yfir þá viðauka sem skráðir hafa verið í fjárhagsáætlunarkerfi í NAV.

Sviðsstjóri fjármála- og stjórnsýslusviðs upplýsti að gera þarf breytingu / leiðréttingu á viðauka nr. 42 sem samþykktur var á fundi byggðaráðs nr. 1128 varðandi framkvæmdir við Sundlaug Dalvíkur. Upphæðin sem er til lækkunar á að vera kr. -44.724.000 í stað kr. -57.924.000 eins og fram kom í excel skjali. Búið er að gera ráð fyrir þessari leiðréttingu í tillögu að heildarviðauka II.
a) Byggðaráð samþykkir samhljóða með 3 atkvæðum leiðréttingu á viðauka nr. 42 þannig að liður 32200-116003 lækki um kr. 44.724.000 í stað 57.924.000.
b) Byggðaráð samþykkir samhljóða með 3 atkvæðum fyrirliggjandi tillögu að heildarviðauka II við fjárhagsáætlun 2024 eins og hann liggur fyrir og vísar honum til umfjöllunar og afgreiðslu sveitarstjórnar.

4.Fjárhagsáætlun 2025 og þriggja ára áætlun 2026-2028; tillaga að frumvarpi

Málsnúmer 202404024Vakta málsnúmer

Á 1128. fundi byggðaráðs þann 24. október sl. lauk byggðaráð yfirferð sinni á tillögum frá stjórnendum og fagráðum vegna vinnu við fjárhagsáætlun 2025 og þriggja ára áætlun 2025-2028.

Með fundarboði byggðaráðs tillaga að frumvarpi úr fjárhagsáætlunarlíkani að fjárhagsáætlun 2025 og þriggja ára áætlun ásamt eftirfarandi gögnum:

Heildarlisti yfir búnaðarkaup.
Fjárfestingar og framkvæmdir 2025-2028.
Viðhaldsáætlun Eignasjóðs 2025þ
Samanburður á launaáætlun 2025 og 2024.
Samanburður á stöðugildum 2025 og 2024.
Samanburður á fjárhagsáætlunum 2025-2024 per deild.
Byggðaráð samþykkir samhljóða með 3 atkvæðum að vísa tillögu að fjárhagsáætlun 2025 og þriggja ára áætlun 2026-2028 til fyrri umræðu í sveitarstjórn eins og frumvarpið liggur fyrir.

5.Gjaldskrár 2025; endanlegar tillögur fagráða

Málsnúmer 202408083Vakta málsnúmer

Með fundarboði byggðaráðs fylgdu tillögur fagráða að eftirtöldum gjaldskrám vegna ársins 2025;
Gjaldskrá fyrir hunda- og kattahald.
Framkvæmdasvið- gjaldskrá yfir ýmis gjöld.
Gatnagerðargjald.
Gjaldskrá sorphirðu.
Skipulags- og byggingarfulltrúi.
Leiga á verbúðum.
Hafnasjóður
Gjaldskrá Vatnsveitu.
Gjaldskrá Fráveitu
Gjaldskrá Hitaveitu
Gjaldskrá fyrir söfn Dalvíkurbyggðar og menningarhúsið Berg; málaflokkur 05.
Gjaldskrá málaflokks 06; íþrótta- og æskulýðsmál.
Gjaldskrá Slökkviliðs.
Gjaldskrá málaflokks 04; fræðslumál.
Gjaldskrá félagsmálasviðs.

Á fundinum voru ofangreindar gjaldskrár til umræðu og teknar niður nokkrar ábendingar til skoðunar.
Byggðaráð frestar frekari umfjöllun og afgreiðslu til næsta fundar og felur sveitarstjóra að koma ábendingum og fyrirspurnum um ofangreindar gjaldskrár til stjórnenda eftir því sem við á.

6.Barnaverndarþjónusta

Málsnúmer 202212124Vakta málsnúmer

Tekinn fyrir rafpóstur frá Velferðarsviði Akureyrarbæjar, dagsettur þann 25.10.2024, þar sem vísað er til funda sveitarfélaga á Norðurlandi eystra um sameiginlega barnaverndarþjónustu þar sem fram hefur komið að það sé vilji Akureyrarbæjar og sveitarfélagana í Þingeyjarsýslu að öll þjónustan verði rekin frá Akureyri sem þýðir það að allir starfsmenn sem vinna við málalflokkinn verði starfsmenn Akureyrarbæjar. Það er niðurstaða Akureyrarbæjar að það sé ekki hægt að verða við ósk Dalvíkurbyggðar að semja áfram um að Dalvíkurbyggð að leggji áfram til starfsmenn frá félagsmálasviði Dalvíkurbyggðar, annað hvort verði Dalvíkurbyggð með í heildarsamningi eða ekki. Dalvíkurbyggð þurfi því að taka afstöðu til þess hvort sveitarfélagið er tilbúið að stíga skrefið til fulls með Akureyrarbæ eða ekki.






Byggðaráð samþykkir samhljóða með 3 atkvæðum að veita sveitarstjóra umboð til að fara í samningasviðræður við Akureyrarbæ um ofangreint.

7.Samningur um Rima, Sundskála Svarfdæla og tjaldsvæði að Rimum.

Málsnúmer 202304074Vakta málsnúmer

Á 365. fundi sveitarstjórnar þann 23. janúar sl. var samþykktur viðauki við samningi við Í Tröllahöndum ehf. um áframhaldandi leigu á Rimum, Sundskála Svarfdæla og tjaldsvæði við Rima frá og með 1. janúar 2024 og til og með 31. október 2024. Jafnframt var samþykkt að hafin yrði vinna við gerð útboðsgagna vegna útboðs á rekstri ofangreindra eigna miðað við gildistöku 1. nóvember nk.

Með fundarboði byggðaraðs fylgdi tillaga að nýjum viðauka við leigusamning frá 6. júní 2023 þar sem lagt er til að framlengja leigusamninginn um 12 mánuði til og með 31. október 2025. Aðrar greinar samningsins standi óbreyttar.
a) Byggðaráð samþykkir samhljóða með 3 atkvæðum að leigja ofangreindar eignir áfram til Í Tröllahöndum til og með 31. október 2025.
b) Byggðaráð samþykkir jafnframt ofangreinda og meðfylgjandi tillögu að viðauka við leigusamning og vísar honum til umfjöllunar og afgreiðslu sveitarstjórnar.

8.Skógræktarfélag Eyfirðinga, styrktarsamningur endurnýjun

Málsnúmer 202410085Vakta málsnúmer

Með fundarboði byggðráðs fylgdi erindi frá Skógræktarfélagi Eyfirðinga, sbr. rafpóstur dagsettur þann 17. október 2024, þar sem meðfylgjandi eru drög að nýjum samningi til 4ja ára í stað 2ja ára ásamt minnisblaði framkvæmdastjóra félagsins vegna Hánefsstaðareits.

Lagt er til að Dalvíkurbyggð greiðir Skógræktarfélagi Eyfirðinga kr. 2.000.000 á ári, í stað kr. 1.000.000 eins og verið hefur, sem fasta styrkgreiðslu og skal upphæðin uppfærð í samræmi við vísitölu neysluverðs.
Byggðaráð frestar afgreiðslu og samþykkir samhljóða með 3 atkvæðum að fela sveitarstjóra að ræða við Skógræktarfélagið jafnframt um Bögg og Brúarhvammsreit.

9.Frá 372. fundi sveitarstjórnar þann 22.10.2024; Gott að eldast - endurskoðun á samningum

Málsnúmer 202310036Vakta málsnúmer

Á 372. fundi sveitarstjórnar þann 22. október sl. var eftirfarandi bókað:
"Á 282. fundi félagsmálaráðs þann 8. október sl. var eftirfarandi bókað:
"Lögð voru fram drög að þjónustusamningi um rekstur heimastuðnings milli Dalvíkurbyggðar og Dalbæjar hins vegar.
Niðurstaða : Félagsmálaráð samþykkir samninginn með fimm greiddum atkvæðum."
Þar sem Dalbæ er nú ætlað stærra hlutverk við þjónustu íbúa sveitarfélagsins óskar ráðið eftir að aðrir samningar sem eru í gildi á milli Dalvíkurbyggðar og Dalbæjar verði yfirfarnir. Félagsmálaráð vísar málinu til Byggðaráðs."
Niðurstaða : Til máls tóku:
Lilja Guðnadóttir.
Freyr Antonsson sem leggur til að byggðaráði sé falið að endurskoða samninga milli Dalbæjar og Dalvíkurbyggðar og leggja fyrir fund sveitarstjórnar í nóvember.
Fleiri tóku ekki til máls.
a) Sveitarstjórn samþykkir samhljóða með 7 atkvæðum fyrirliggjandi drög að þjónustusamningi um rekstur heimastuðnings milli Dalvíkurbyggðar og Dalbæjar.
b) Sveitarstjórn samþykkir samhljóða með 7 atkvæðum ofangreinda tillögu félagsmálaráðs og forseta sveitarstjórnar um að byggðaráði sé falið að endurskoða samninga milli Dalbæjar og Dalvíkurbyggðar og leggja fyrir fund sveitarstjórnar í nóvember eða desember."
Byggðaráð samþykkir samhljóða með 3 atkvæðum að fela fjármála- og stjórnsýslusviði að taka saman upplýsingar um kostnað vegna vinnu fyrir Dalbæ vegna bókhalds og launa.

10.Frá 372. fundi sveitarstjórnar þann 22.10.2024; Tillaga um vinnuhóp vegna byggðasafnsins og húsnæðismála - tilnefning frá byggðaráði.

Málsnúmer 202410088Vakta málsnúmer

Á 372. fundi sveitarstjórnar þann 22. október sl. var eftirfarandi bókað:
"Til máls tóku:
Freyr Antonsson sem leggur fram eftirfarandi tillögu að vinnuhópi:
Forstöðumaður safna, deildarstjóri Eigna- og framkvæmdadeildar, fulltrúi úr menningarráði, fulltrúi úr byggðaráði, fulltrúi úr skipulagsráði.
Niðurstaða : Fleiri tóku ekki til máls.
Sveitarstjórn samþykkir samhljóða með 7 atkvæðum ofangreinda tillögu forseta sveitarstjórnar"
Byggðaráð samþykkir samhljóða með 3 atkvæðum að Freyr Antonsson verði fulltrúi byggðaráðs í vinnuhópnum.
Byggðaráð samþykkir samhljóða með 3 atkvæðum að forstöðumaður safna og menningarhúss verði í forsvari fyrir hópinn og geri tillögu að erindisbréfi.

11.Frá 372. fundi sveitarstjórnar þann 22.10.2024; Vinnuhópur um brunamál - tilnefning frá byggðaráði.

Málsnúmer 202110061Vakta málsnúmer

Á 372. fundi sveitarstjórnar þann 22. október sl. var eftirfarandi bókað:
Á 1121. fundi byggðaráðs þann 19. september sl. var eftirfarandi bókað:
"Undir þessum lið kom á fund byggðaráðs Vilhelm Anton Hallgrímsson,slökkviliðsstjóri, kl. 14:14.
Á 1108. fundi byggðaráðs þann 23. maí sl. gerði sveitarstjóri grein fyrir stöðu mála.
Með fundarboði byggðaráðs fylgdi minnisblað um fund sveitarstjóra,slökkviliðsstjóra og fulltrúa frá FSRE, Inga Ingasonar, viðskiptastjóra heilbrigðisstofnana, frá 05.09.2024.
Slökkviliðsstjóri gerði grein fyrir stöðu mála.
Vilhelm Anton vék af fundi kl. 14:40."
Niðurstaða : Til máls tók:
Forseti sveitartjórnar sem leggur til eftirfarandi varðandi skipun vinnuhópsins:
Sveitarstjóri, slökkviliðsstjóri, deildastjóri Eigna - og framkvæmdadeildar, fulltrúi úr byggðaráði og umhverfis og dreifbýlisráði.
Fleiri tóku ekki til máls.
Sveitarstjórn samþykkir samhljóða með 7 atkvæðum ofangreinda tillögu forseta."
Byggðaráð samþykkir samhljóða með 3 atkvæðum að Helgi Einarsson verði fulltrúi byggðaráðs í vinnuhópnum.
Sveitarstjóra er falið að uppfæra erindisbréfið í samræmi við breytingar.

12.Frá Vegagerðinni; Almenningssamgöngur - fundargerð samráðsfundar

Málsnúmer 202404034Vakta málsnúmer

Á 1116. fundi byggðaráðs þann 15. ágúst sl. var eftirfarandi bókað:
"Tekin fyrir fundargerð, dagsett þann 9. apríl sl., frá Vegagerðinni vegna samráðsfundar um almenningssamgöngur með fulltrúum sveitarfélaga á austanverðum Tröllaskaga. Einnig sátu fundinn fulltrúi frá SSNE og fulltrúar frá
Menntaskólanum á Tröllaskaga.
Niðurstaða : Lagt fram til kynningar."

Með fundarboði byggðaráðs fylgdi upplýsingar um stöðu verkefnisins "Endurskoðun leiðarkerfis landsbyggðarvagna" dagsett þann 17.10.2024.
Lagt fram til kynningar.

13.Frá Cohn&Wolfe Íslandi ehf.; Beiðni um fund vegna fyrirhugaðs sjókvíaeldis í Eyjafirði

Málsnúmer 202410114Vakta málsnúmer

Tekið fyrir erindi frá Cohn&Wolfe Íslandi ehf., dagsett þann 23. október sl, þar sem óskað er eftir fundi fyrir hönd Völu Árnadóttur, nátturuverndarsinna og stjórnarmanns í Íslenska náttúrverndarsjóðnum, til að ræða fyrirhugað sjókvíaeldi í Eyjafirði og hugsanleg áhrif þess á umhverfið og náttúruna á svæðinu.
Byggðaráð samþykkir samhljóða með 3 atkvæðum að verða við beiðni um fund og felur sveitarstjóra að funda með fulltrúum Íslenska náttúruverndarsjóðsins. Fulltrúar sveitarstjórnar mæti á fundinn ef þeir hafa tök á.

14.Frá Sýslumanninum á Norðurlandi eystra; Umsagnarbeiðni tímabundið áfengisleyfi- Stefán Bjarmar Stefánsson vegna viðburðar í Bergi

Málsnúmer 202410117Vakta málsnúmer

Tekið fyrir erindi frá Sýslumanninum á Norðurlandi eystra, dagsett þann 29. októer sl. þar sem óskað er umsagnar um umsókn Stefáns Bjarmar Stefánssonar um tækifærileyfi til áfengisveitinga í Menningarhúsinu Bergi þann 6. desember nk.

Fyrir liggur jákvæð umsögn slökkviliðsstjóra.
Byggðaráð gerir ekki athugasemdir við að leyfi sé veitt með fyrirvara um umsögn frá Heilbrigðiseftirlitinu.

15.Frá Eignahaldsfélaginu Brunabótafélag Íslands; Ágóðahlutagreiðsla 2024

Málsnúmer 202410107Vakta málsnúmer

Tekið fyrir bréf frá Eignarhaldsfélagi Brunabótafélags Íslands, dagsett þann 25. október sl. þar sem fram kemur að hlutfeild Dalvíkurbyggðar í ágóðahlutagreiðslu 2024 er kr. 842.000 skv. ákvörðun stjórnar félagsins.

Gert er ráð fyrir þessari greiðslu í fjárhagsáætlun 2024.
Lagt fram til kynningar.

16.Frá stjórn Dalbæjar; Ársreikningur 2023

Málsnúmer 202410081Vakta málsnúmer

Lagður fram til kynningar ársreikningur Dalbæjar fyrir árið 2023.
Lagt fram til kynningar.

17.Starfs- og kjaranefndar 2024 - fundargerðir

Málsnúmer 202401126Vakta málsnúmer

Sveitarstjóri og sviðsstjóri fjármála- og stjórnsýslusviðs kynntu fundargerð starfs- og kjaranefndar frá 15. október sl.
Lagt fram til kynningar.

18.Frá fulltrúum kennara og stjórnenda á Norðurlandi eystra; Áskorun til bæjar- og sveitarstjórna á Norðurlandi eystra

Málsnúmer 202410119Vakta málsnúmer

Tekin fyrir áskorun til bæjar- og sveitarstjórna á Norðurlandi eystra, dagsett þann 29. október sl., frá fulltrúum kennara og stjórnenda á Norðurlandi eystra.
Fram kemur m.a. að bréfritarar árétta mikilvægi þess að sveitarstjórnarfólk tali ætíð á jákvæðan og uppbyggilegan hátt um kennara og skólastarf jafnt á opinberum vettvangi sem annars staðar og leggi sig fram við að setja sig inn í skólamál og starfsaðstæður skólafólks.
Lagt fram til kynningar.

19.Frá Sambandi íslenskra sveitarfélaga; Eftirfarandi bókun var samþykkt á stjórnarfundi Samtaka sjávarútvegssveitarfélaga 22. október 2024.

Málsnúmer 202410106Vakta málsnúmer

Eftirfarandi bókun var samþykkt á stjórnarfundi Samtaka sjávarútvegssveitarfélaga 22. október 2024.
"Stjórn Samtaka sjávarútvegssveitarfélaga lýsir yfir þungum áhyggjum af áhrifum mögulegs loðnubrests á íslenskt efnahagslíf. Ekki síst gætir áhrifanna hjá íbúum og fyrirtækjum í sveitarfélögum þar sem uppsjávarvinnsla er ein af meginstoðum atvinnulífsins. Ef ekki verður loðnuvertíð á næsta ári verður það annað árið í röð sem tekjutap af þeim völdum dynur yfir þessi sveitarfélög og samfélagið allt hér á landi. Jafnframt mun það hafa mjög neikvæð áhrif á hagvöxt á næsta ári sem er grafalvarlegt.

Haustmælingar á loðnu gáfu þó vísbendingar um að hægt verði að gefa út upphafskvóta og því leggja Samtök sjávarútvegssveitarfélaga mikla áherslu á að Hafrannsóknarstofnun verði fjárhagslega undir það búin að fara í öflugar bergmálsmælingar í byrjun næsta árs til að hægt sé að ganga úr skugga um hvort ekki sé hægt að heimila þessar þjóðhagslega mikilvægu veiðar. Það er skýlaus krafa sjávarbyggða á Íslandi að ríkisvaldið sjái til þess að jafn mikilvæg stofnun og Hafrannsóknarstofnun sé fullfjármögnuð og gert kleift að halda úti öflugum rannsóknum á fiskistofnum þjóðarinnar til að hægt sé að tryggja sjálfbærar veiðar sem skipta sköpum fyrir íslenskt efnahagslíf."

Lagt fram til kynningar.

Fundi slitið - kl. 17:00.

Nefndarmenn
  • Helgi Einarsson formaður
  • Freyr Antonsson varaformaður
  • Lilja Guðnadóttir aðalmaður
Starfsmenn
  • Guðrún Pálína Jóhannsdóttir sviðsstjóri
  • Eyrún Ingibjörg Sigþórsdóttir sveitarstjóri
Fundargerð ritaði: Guðrún Pálína Jóhannsdóttir Sviðsstjóri fjármála- og stjórnsýslusviðs