Á 364. fundi sveitarstjórnar þann 19. desember sl. var eftirfarandi bókað:
"Á 1091. fundi byggðaráðs þann 14. desember sl. var eftirfarandi bókað:
"Undir þessum lið komu á fund byggðaráðs Hildigunnur Jóhannesdóttir, formaður Kvenfélagsins Tilraunar og Jón Haraldur Sölvason, formaður Ungmennafélagsins Þorsteins Svörfuðar kl. 14:27. EKki var mætt frá Veiðifélagi Svarfaðardalsár. Á 1089. fundi byggðaráðs þann 23. nóvember sl. var eftirfarandi bókað: "Á 1088. fundi byggðaráðs þann 16. nóvember sl. var eftirfarandi bókað: "Á 359. fundi sveitarstjórnar þann 6.júní sl. var eftirfarandi bókað: "Á 1068.fundi byggðaráðs var eftirfarandi bókað: Undir þessum lið komu á fund byggðaráðs Helga Íris Ingólfsdóttir, deildarstjóri Eigna- og framkvæmdadeildar, og Börkur Þór Ottósson, verkefnastjóri á framkvæmdasviði. Með fundarboði byggðaráðs fylgdu drög að samningi við Í Tröllahöndum ehf. um leigu á félags- og íþróttahúsinu Rimum, Sundskála Svarfdæla og tjaldsvæðinu við Rima ásamt fylgigögnum. Samningstímabilið er 3 ár og framlengjanlegt um eitt ár í senn allt að tvisvar sinnum. Til umræðu ofangreint. Helga Íris og Börkur Þór viku af fundi kl. 15:15. Niðurstaða: Byggðaráð samþykkir samhljóða með 3 atkvæðum að fela deildarstjóra Eigna- og framkvæmdadeildar og verkefnastjóra framkvæmdasviðs að útfæra samninginn í samræmi við umræður á fundi þannig að hann liggi fyrir klár fyrir fund sveitarstjórnar. Byggðaráð leggur til við sveitarstjórn að samningurinn verði gerður til áramóta.Niðurstaða:Til máls tóku: Monika Margrét Stefánsdóttir Sigríður Jódís Gunnarsdóttir Helgi Einarsson Felix R. Felixson Sveitarstjórn samþykkir samhljóða með 6 atkvæðum ofangreinda afgreiðslu byggðaráðs og fyrirliggjandi samning við Í Tröllahöndum ehf. með breytingu á 7.gr. samningsins sem hljóði svo: leigutími þessa samnings er til 31.12.2023. Sveitarstjóra er falið að undirrita samninginn svo breyttum." Til umræðu áframhaldandi útleiga á ofangreindum eignum þar sem leigusamningur við Í Tröllahöndum ehf. endar 31.12.2023.Niðurstaða:Frestað til næsta fundar."Niðurstaða:Byggðaráð samþykkir samhljóða með 3 atkvæðum að óska eftir fundi með aðildarfélögum Rima í desember nk." Til umræðu ofangreint. Hildigunnur og Jón Haraldur viku af fundi kl. 15:05.Niðurstaða:Byggðaráð samþykkir samhljóða með 2 atkvæðum að leggja til við sveitarstjórn að núgildandi samningur við Í Tröllahöndum verði framlengdur um 10 mánuði, ef leigutakinn samþykkir það. Jafnframt leggur byggðaráð til að hafin verði vinna við gerð útboðsgagna vegna útboðs á rekstri á Rimum, Tjaldsvæðinu við Rima og Sundskála Svarfdæla miðað við gildistöku 1. nóvember 2024."
Enginn tók til máls.
Sveitarstjórn samþykkir samhljóða með 7 atkvæðum ofangreinda afgreiðslu byggðaráðs og tillögu um að núgildandi samningur við Í Tröllahöndum verði framlengdur um 10 mánuði, ef leigutakinn samþykkir það. Jafnframt verði hafin vinna við gerð útboðsgagna vegna útboðs á rekstri á Rimum, Tjaldsvæðinu við Rima og Sundskála Svarfdæla með gildistöku 1. nóvember 2024."
Með fundarboði byggðaráðs fylgdi viðauki við ofangreindan samning á milli Dalvíkurbyggðar og Í Tröllahöndum ehf. þar sem gert er samkomulag um að framlengja leigusamninginn um 10 mánuði, þ.e. frá 1. janúar 2024 og til og með 31. október 2024. Fyrir liggur samþykki á viðaukanum frá Kristjáni Eldjárn Hjartarsyni, sbr. rafpóstur frá 27. desember sl.