Byggðaráð

1068. fundur 11. maí 2023 kl. 13:15 - 17:28 í Upsa á 3. hæð í Ráðhúsi Dalvíkur
Nefndarmenn
  • Helgi Einarsson formaður
  • Freyr Antonsson varaformaður
  • Felix Rafn Felixson aðalmaður
Starfsmenn
  • Guðrún Pálína Jóhannsdóttir sviðsstjóri
Fundargerð ritaði: Guðrún Pálína Jóhannsdóttir sviðsstjóri fjármála- og stjórnsýslusviðs
Dagskrá

1.Frístund; tillögur vinnuhóps.

Málsnúmer 202211126Vakta málsnúmer

Undir þessum lið komu á fund byggðaráðs Friðrik Arnarsson, skólastjóri Dalvíkurskóla og Árskógarskóla, og Gísli Rúnar Gylfason, íþrótta- og æskulýðsfulltrúi, kl. 13:15.

Á 1054. fundi byggðaráðs þann 12. janúar sl. var eftirfarandi bókað:
"Á 1051. fundi byggðaráðs þann 8. desember sl. var eftirfarandi bókað: Undir þessum lið komu á fund byggðaráðs Gísli Bjarnason, sviðsstjóri fræðslu- og menningarsviðs, Gísli Rúnar Gylfason, íþrótta- og æskulýðsfulltrúi, og Friðrik Arnarsson, skólastjóri Dalvíkurskóla, kl. 14:17. Á 1049. fundi byggðaráðs þann 24. nóvember sl. var eftirfarandi bókað: Úr málefna- og samstarfssamningi meirihluta;Hafið verði samtal um frekari nýtingu félagsmiðstöðvar fyrir fleiri aldurshópa, þar á meðal frístund" . Til umræðu ofangreint.Byggðaráð samþykkir samhljóða með 3 atkvæðum að óska eftir minnisblaði frá íþrótta- og æskulýðsfulltrúa og skólastjóra Dalvíkurskóla varðandi hugmyndir um flutning á Frístund úr Dalvíkurskóla yfir í Víkurröst. Byggðaráð óskar eftir að fá viðkomandi stjórnendur á fund byggðaráðs þann 8. desember nk. Með fundarboði fylgdi minnisblað íþrótta- og æskulýðsfulltrúa og skólastjóra Dalvíkurskóla og Árskógarskóla, dagsett þann 7. desember sl. Lagt er til að stofnaður verði vinnuhópur um málið sem hefur það verkefni að ræða við alla sem koma að þessu verkefni. Gísli, Gísli Rúnar og Friðrik viku af fundi kl. 14:42.Niðurstaða:Byggðaráð samþykkir samhljóða með 3 atkvæðum að fela sveitarstjóra að koma með tillögu að erindisbréfi fyrir vinnuhóp vegna Frístundar.Með fundarboði byggðaráðs fylgdu drög sveitarstjóra að erindisbréfi fyrir vinnuhópinn.Niðurstaða:Byggðaráð samþykkir samhljóða með 3 atkvæðum fyrirliggjandi tillögu að erindisbréfi og vísar því til umfjöllunar og afgreiðslu sveitarstjórnar."

Með fundarboði fylgdi vinnuskýrsla vinnuhópsins, dagsett í apríl 2023, ásamt fundargerðum vinnuhópsins. Vinnuhópinn skipa sviðsstjóri fræðslu- og menningarsviðs, íþrótta- og æskulýðsfulltrúi, skólastjóri Dalvíkurskóla og Árskógarskóla. formaður íþrótta- og æskulýðsráðs og formaður fræðsluráðs.

Helstu tillögur vinnuhópsins eru:
Að Frístund verði ekki flutt í Víkurröst heldur verði kjarnastarfsemi Frístundar áfram í Dalvíkurskóla.
Að ráðinn verði uppeldismenntaður forstöðumaður Frístundar sem jafnframt myndi veita forstöðu eða einhverskonar aðkomu/verkefnastjórn í félagsmiðstöð og sumarstarfi ásamt íþrótta- og æskulýðsfulltrúa. Hans helsta verkefni yrði að leiða faglegt starf í Frístund og Félagsmiðstöð.

Áætlað hækkun kostnaðar vegna launa er um 10,5 m.kr.



Til umræðu ofangreint.

Friðrik og Gísli Rúnar viku af fundi kl.14:07.


Byggðaráð þakkar vinnuhópnum fyrir vinnuna.
Byggðaráð samþykkir samhljóða með 3 atkvæðum að óska eftir sameiginlegum fundi með fræðsluráði, íþrótta- og æskulýðsráði og sveitarstjórn til að ræða tillögur vinnuhópsins. Óskað er eftir að starfsmenn vinnuhópsins mæti á fundinn til að kynna tillögurnar.

2.Frá framkvæmdasviði; Leigusamningur um félagsheimilið að Rimum og Sundskála Svarfdæla

Málsnúmer 202105070Vakta málsnúmer

Undir þessum lið komu á fund byggðaráðs Helga Íris Ingólfsdóttir, deildarstjóri Eigna- og framkvæmdadeildar, og Börkur Þór Ottósson, verkefnastjóri á framkvæmdasviði, kl. 14:15.

Á 1063. fundi byggðaráðs var eftirfarandi bókað:
"Undir þessum lið koma á fund byggðaráðs Bjarni Daníel Daníelsson, sviðsstjóri framkvæmdasviðs, og Helga Íris Ingólfsdóttir, deildarstjóri Eigna- og framkvæmdadeildar, kl. 15:15. Til umræðu gerð leigusamnings við Í Tröllahöndum ehf. vegna Rima og Sundskála Svardæla.Niðurstaða:Byggðaráð samþykkir samhljóða með 3 atkvæðum að fela sviðsstjóra framkvæmdasviðs og deildarstjóra Eigna- og framkvæmdadeildar að leggja drög að leigusamningum fyrir næsta fund byggðaráðs."
Sjá næsta mál á dagskrá; mál 202304074.

3.Frá framkvæmdasviði; Samningur um Rima og Sundskála Svarfdæla og tjaldsvæði

Málsnúmer 202304074Vakta málsnúmer

Með fundarboði byggðaráðs fylgdu drög að samningi við Í Tröllahöndum ehf. um leigu á félags- og íþróttahúsinu Rimum, Sundskála Svarfdæla og tjaldsvæðinu við Rima ásamt fylgigögnum.
Samningstímabilið er 3 ár og framlengjanlegt um eitt ár í senn allt að tvisvar sinnum.

Til umræðu ofangreint.

Helga Íris og Börkur Þór viku af fundi kl. 15:15.
Byggðaráð samþykkir samhljóða með 3 atkvæðum að fela deildarstjóra Eigna- og framkvæmdadeildar og verkefnastjóra framkvæmdasviðs að útfæra samninginn í samræmi við umræður á fundi þannig að hann liggi fyrir klár fyrir fund sveitarstjórnar. Byggðaráð leggur til við sveitarstjórn að samningurinn verði gerður til áramóta.

4.Trúnaðarmál

Málsnúmer 202206053Vakta málsnúmer

Bókað í trúnaðarmálabók.

5.Frá framkvæmdasviði; Samningur um Hánefsstaðaskóg - viðaukabeiðni.

Málsnúmer 202202028Vakta málsnúmer

Á 1067. fundi byggðaráðs þann 4. maí 2023 var eftirfarandi bókað:
"Á 358. fundi sveitarstjórnar þann 25. apríl sl. var eftirfarandi bókað: Á 8. fundi umhverfis- og dreifbýlisráðs þann 31. mars sl. var eftirfarandi bókað: "Á 1. fundi umhverfis- og dreifbýlisráðs þann 3. október 2022 voru lögð fram til kynningar drög að samningi um styrk til umhirðu og uppbyggingar á skógræktar- og útivistarsvæði í Hánefsstaðaskógi en á 374. fundi umhverfisráðs var Framkvæmdasviði falið að ganga til samninga við Skógræktarfélag Eyfirðinga og leggja til í fjárhagsáætlunargerð næsta árs. Á 1034. fundi byggðaráðs var samþykkt samhljóða með 3 atkvæðum að vísa ofangreindum samningsdrögum til skoðunar við gerð fjárhagsáætlunar 2023. Niðurstaða:Umhverfis-og dreifbýlisráð felur starfsmönnum framkvæmdasviðs að óska eftir viðauka við fjárhagsáætlun 2023 þar sem ekki var gert ráð fyrir fjármagni í þetta verkefni í fjárhagsáætlun 2023. Samþykkt samhljóða með fimm atkvæðum."Niðurstaða:Enginn tók til máls. Sveitarstjórn samþykkir samhljóða með 7 atkvæðum fyrirliggjandi drög að þjónustusamningi við Skógræktarfélag Eyfirðinga um umhirðu og uppbyggingu á skógræktar- og útivistarsvæði í Hánefsstaðaskógi í Dalvíkurbyggð. Með fundarboði byggðaráðs fylgdi erindi frá deildarstjóra Eigna- og framkvæmdadeildar, dagsett þann 27. apríl 2023, þar sem óskað er eftir viðauka að upphæð kr. 1.000.000 á lið 11030-9145 vegna styrkt til Skógræktarfélags Eyfirðinga til umhirðu og uppbyggingar skógræktar- og útivistarsvæðis í Hánefssaðaskógi. Niðurstaða:Afgreiðslu frestað."

Með fundarboði byggðaráðs fylgdi uppfærð viðaukabeiðni deildarstjóra Eigna- og framkvæmdadeildar, dagsett þann 10. maí 2023. Óskað er eftir viðauka að upphæð kr. 2.240.000 þannig að liður 11030-9145 hækki um kr. 1.000.000 og liður 11030-4396 hækki um kr. 1.240.000.

Byggðaráð samþykkir samhljóða með 3 atkvæðum viðaukabeiðni, viðauka nr. 18 við fjárhagsáætlun 2023, vegna samnings við Skógaræktarfélag Eyfirðinga um Hánefsstaðaskóg. Liður 11030-9145 hækkar um kr. 1.000.000 og verður því kr. 1.500.000. Byggðaráð samþykkir einnig að viðaukanum verði mætt með lækkun á handbæru fé. Byggðaráð hafnar beiðni um að liður 11030-4396 hækki um kr. 1.240.000 og leggur til við sveitarstjórn að ákvæði þess efnis í samingsdrögunum verði tekið út.
Vísað til umfjöllunar og afgreiðslu sveitarstjórnar.

6.Trúnaðarmál

Málsnúmer 202304017Vakta málsnúmer

Bókað í trúnaðarmálabók.

7.Frá Markaðsstofu Norðurlands; Skýrsla Flugklasans Air 66N

Málsnúmer 202204083Vakta málsnúmer

Með fundarboði byggðaráðs fylgdi skýrsla frá Markaðsstofu Norðurlands um starf Flugklasans Air 66N frá 1. október 2022 og til 30. apríl 2023.
Lagt fram til kynningar.

8.Fundagerðir Starfs- og kjaranefndar 2023; fundur 9. maí 2023.

Málsnúmer 202301116Vakta málsnúmer

Sviðsstjóri fjármála- og stjórnsýslusviðs gerði grein fyrir fundargerð starfs- og kjaranefndar frá 9. maí sl.
Lagt fram til kynningar.

9.Frá Náttúruhamfaratryggingum Íslands; Boð á ársfund 25. maí kl. 11.30-1300

Málsnúmer 202305029Vakta málsnúmer

Tekið fyrir erindi frá Náttúruhamafaratryggingum Íslands, dagsett þann 3. maí 2023, þar sem fram kemur að boðið er til ársfundar Náttúruhamfaratryggingar Íslands (NTÍ) fimmtudaginn 25. maí frá kl. 11.30 til 13.00 á Grand hótel. Óskað er eftir að fundarboðið verði áframsent á sveitarstjórnarfulltrúa með hvatningu um að þeir skrái sig á fundinn, því það er mjög mikilvægt að kjörnir fulltrúar þekki til starfsemi Náttúruhamfaratryggingar þegar á reynir. Hægt er að mæta á fundinn í persónu eða að horfa á hann í streymi.

Byggðaráð felur sviðsstjóra fjármála- og stjórnsýslusviðs að senda ofangreint fundarboð áfram á sveitarstjórnarfulltrúa með hvatningu um að skrá sig á fundinn í gegnum streymi.

10.Frá Landskjörstjórn; Rásfundur fyrir forsetakosningar 2024

Málsnúmer 202305042Vakta málsnúmer

Tekið fyrir erindi frá Landskjörstjórn, rafpóstur dagsettur þann 5. maí 2023, þar sem fram kemur að þann 1. júní á næsta ári fara fram forsetakosningar og af því tilefni býður Landskjörstjórn einum fulltrúa frá sveitarfélaginu til rásfundar um forsetakosningarnar og önnur kosningatengd málefni þann 1. júní frá kl. 13-16 að Hallveigarstöðum, Túngötu 14, 101 Reykjavík.Fulltrúinn má gjarnan vera úr yfirkjörstjórn sveitarfélagsins eða starfsmaður sem kemur að kosningatengdum málum.Fjarfundur verður í boði fyrir þau sem ekki eiga heimangengt.



Byggðaráð samþykkir samhljóða með 3 atkvæðum að fela sviðsstjóra fjármála- og stjórnsýslusviðs og formanni kjörstjórnar að sækja fundinn í gegnum fjarfund.

11.Frá Sambandi íslenskra sveitarfélaga; Fundargerðir Sambandsins 2023

Málsnúmer 202301152Vakta málsnúmer

Lögð fram til kynningar fundargerð stjórnar Sambands íslenskra sveitarfélaga nr. 925 frá 28. apríl sl.
Lagt fram til kynningar.

Fundi slitið - kl. 17:28.

Nefndarmenn
  • Helgi Einarsson formaður
  • Freyr Antonsson varaformaður
  • Felix Rafn Felixson aðalmaður
Starfsmenn
  • Guðrún Pálína Jóhannsdóttir sviðsstjóri
Fundargerð ritaði: Guðrún Pálína Jóhannsdóttir sviðsstjóri fjármála- og stjórnsýslusviðs