Sveitarstjórn

373. fundur 05. nóvember 2024 kl. 16:15 - 17:21 í Upsa á 3. hæð í Ráðhúsi Dalvíkur
Nefndarmenn
  • Freyr Antonsson aðalmaður
  • Sigríður Jódís Gunnarsdóttir aðalmaður
  • Lilja Guðnadóttir aðalmaður
  • Katrín Sif Ingvarsdóttir aðalmaður
  • Helgi Einarsson aðalmaður
  • Gunnar Kristinn Guðmundsson aðalmaður
  • Monika Margrét Stefánsdóttir aðalmaður
Starfsmenn
  • Guðrún Pálína Jóhannsdóttir sviðsstjóri
  • Eyrún Ingibjörg Sigþórsdóttir sveitarstjóri
Fundargerð ritaði: Guðrún Pálína Jóhannsdóttir Sviðsstjóri fjármála- og stjórnsýslusviðs
Dagskrá
Engar athugasemdir við fundarboð eða fundarboðun.

1.Byggðaráð Dalvíkurbyggðar - 1127, frá 23.10.2024

Málsnúmer 2410012FVakta málsnúmer

Fundargerðin er einn liður og ekkert þarfnast afgreiðslu.
Enginn tók til máls og ekkert þarfnast afgreiðslu.

2.Byggðaráð Dalvíkurbyggðar - 1128, frá 24.10.2024

Málsnúmer 2410013FVakta málsnúmer

Fundargerðin er í 4 liðum.
Liður 2 er sér mál á dagskrá; mál 202410098.
Liður 3 er sér mál á dagskrá; mál 202410078, áframhaldandi stuðningur.
Enginn tók til máls og ekkert þarfnast afgreiðslu.

3.Byggðaráð Dalvíkurbyggðar - 1129, frá 31.10.2024.

Málsnúmer 2410015FVakta málsnúmer

Fundargerðin er í 19. liðum.
Liður 1 er sér mál á dagskrá; mál 202410120.
Liður 2 er sér mál á dagskrá; mál 202410116.
Liður 3 er sér mál á dagskrá; mál 202410091.
Liður 4 er sér mál á dagskrá; mál 202404024.
Liður 6 er sér mál á dagskrá; mál 202212124.
Liður 7 er sér mál á dagskrá; mál 202304074.
Liður 14 er sér mál á dagskrá; mál 202410117.
Enginn tók til máls og ekkert þarfnast afgreiðslu.

4.Menningarráð - 106, frá 29.10.2024

Málsnúmer 2410014FVakta málsnúmer

Fundargerðin er í 4 liðum.
Ekkert þarfnast afgreiðslu.
Enginn tók til máls og ekkert þarfnast afgreiðslu.

5.Veitu- og hafnaráð Dalvíkurbyggðar - 139, frá 23.10.2024.

Málsnúmer 2410011FVakta málsnúmer

Fundargerðin er einn liður og ekkert þarfnast afgreiðslu.
Enginn tók til máls og ekkert þarfnast afgreiðslu.

6.Frá 1128. fundi byggðaráðs þann 24.10.2024; Beiðni um viðauka við fjárhagsáætlun vegna fjárfestinga Framkvæmdasviðs 2024

Málsnúmer 202410098Vakta málsnúmer

Á 1128. fundi byggðaráðs þann 24. október sl. var eftirfarandi bókað: "Tekið fyrir erindi frá stjórnendum á framkvæmdasviði; sveitarstjóra, veitustjóra og deildarstjóra Eigna- og framkvæmdadeildar, þar sem lagðar eru til breytingar á fjárfestinga- og framkvæmdaáætlun ársins 2024 vegna
verkefna sem útseð er með að ekki munu fara í framkvæmda á árinu.
32200-11603; lækkun um kr. 57.924.000 vegna endurbóta á Sundlaug.
32200-11605; lækkun um kr. 150.000.000 vegna Slökkvistöðvar.
32200-11900; lækkun um kr. 79.555.946, ýmsar framkvæmdir / gatnagerð:
Hauganes- gatnagerð
Böggvisbraut suður - endurnýjun götu.
Sandvík- göngustígur.
Strætóstoppistöðvar.
Karlsrauðatorg frá Höfn og niður - endurnýjun götu.
Hafnarbraut - breikkun á gangsrétt.
Alls Eignasjóður kr. 287.479.946.
42200-11860; lækkun um kr. 5.000.000; skipulag hafnar.
Alls Hafnasjóður kr. 5.000.000.
44200-11606; lækkun um kr. 72.837.000, vatnstankur í Upsa.
44200-11606; lækkun um kr. 10.000.000, vatnsöflun.
44200-11503: lækkun um kr. 3.300.000, nýlagnir.
Alls Vatnsveita; kr. 86.137.000.
48200-11606; lækkun um kr. 5.000.000; H11
48200-11504: lækkun um kr. 4.400.000; Böggvisbraut.
48200-11504; lækkun um kr.5.000.000; nýlagnir.
Alls Hitaveitu; kr. 14.400.000.
74200-11503; lækkun um kr. 10.300.000; Böggvisbraut.
74200-11503; lækkun um kr. 1.400.000; Grundargata.
Alls Fráveita; kr. 11.700.000.
Heildarviðaukinn er kr. 378.616.946 til lækkunar skv. ofangreindu.
Niðurstaða : Byggðaráð samþykkir samhljóða með 3 atkvæðum ofangreinda beiðni um viðauka, viðauki nr. 42 við fjárhagsáætlun 2024, að upphæð kr. 378.616.946 og að honum verði mætt með hækkun á handbæru fé.
Byggðaráð vísar viðaukanum til heildarviðauka II við fjárhagsáætlun 2024 og til sveitarstjórnar til umfjöllunar og afgreiðslu."
Til máls tók:
Forseti sveitarstjórnar sem leggur til að ofangreindur viðauki nr. 42 verði samþykktur með þeirri leiðréttingu að lækkun á lið 32200-11603 verði kr. -44.727.000 í stað kr.- 57.924.000, sbr. liður nr. 9 hér á eftir um heildarviðauka II við fjárhagsáætlun 2024. Heildarupphæð viðaukans verður því kr. 365.419.946 í stað kr. 378.616.946 til lækkunar á framkvæmdum.

Fleiri tóku ekki til máls.

Sveitarstjórn samþykkir samhljóða með 7 atkvæðum ofangreinda tillögu forseta sveitarstjórnar og viðauka nr. 42 við fjárhagsáætlun 2024 þannig að fjárfestingar og framkvæmdir lækki alls um kr. 365.419.946 skv. þeirri sundurliðun sem fram kemur hér að ofan. Sveitarstjórn samþykkir jafnframt samhljóða að viðaukanum verði mætt með hækkun á handbæru fé.

7.Frá 1129. fundi byggðaráðs þann 31.10.2024; Viðaukabeiðni vegna a) útsvars og b) uppfærslu á lífeyrisskuldbindingu

Málsnúmer 202410120Vakta málsnúmer

Á 1129. fundi byggðaráðs þann 31. október sk. var eftirfarandi bókað:
"Tekið fyrir beiðni um viðauka frá sviðsstjóra fjármála- og stjórnsýslusviðs vegna
a) hækkun á áætlun útsvars um kr. -50.000.000 þannig að áætlun á lið 00010-0021 verði kr. -1.480.000.000.
b) hækkun á uppfærslu lífeyrisskuldbindinga um kr. 4.840.000 þannig að liður 22600-1112 verði kr. 69.840.000.
Niðurstaða : Byggðaráð samþykkir samhljóða með 3 atkvæðum ofangreinda viðaukabeiðni, viðuki nr. 44 við fjárhagsáætlun 2024, þannig að
a) liður 00010-0021 hækki um kr. -50.000.000 og verði kr. -1.480.000.000 og honum verði mætt með hækkun á handbæru fé
b) liður 22600-1112 hækki um kr. 4.840.000 og verði kr. 69.840.000 og að honum verði mætt með lækkun á handbæru fé.
Vísað til gerðar heildarviðauka II við fjárhagsáætlun 2024 og sveitarstjórnar til umfjöllunar og afgreiðslu."
Enginn tók til máls.

Sveitarstjórn samþykkir samhljóða með 7 atkvæðum ofangreinda afgreiðslu byggðaráðs og viðauka nr. 44 við fjárhagsáætlun 2024 þannig að a) liður 00010-0021 hækki um kr. -50.000.000 og verði kr. -1.480.000.000 og honum verði mætt með hækkun á handbæru fé og b) liður 22600-1112 hækki um kr. 4.840.000 og verði kr. 69.840.000 og að honum verði mætt með hækkun á lífeyrisskuldbindingum á málaflokki 29500.

8.Frá 1129. fundi byggðaráðs þann 31.10:2024; Viðauki vegna Vinnuskóla 2024 - laun nemenda ekki nýtt

Málsnúmer 202410116Vakta málsnúmer

Á 1129. fundi byggðaráðs þann 31. október sl. var eftirfarandi bókað:
"Tekin fyrir viðaukabeiðni frá sviðsstjóra fjármála- og stjórnsýslusviðs þar sem óskað er eftir viðauka við launaáætlun Vinnuskóla, deild 06270, að upphæð kr. -8.198.562 þar sem áætluð laun vegna nemenda við Vinnuskólan voru ekki að fullu nýtt.
Niðurstaða : Byggðaráð samþykkir samhljóða með 3 atkvæðum ofangreinda viðaukabeiðni að upphæð kr. -8.198.562, viðauki nr. 43 við fjárhagsáætlun 2024, á deild 06270-laun, og að honum verði mætt með hækkun á handbæru fé.
Byggðaráð vísar ofangreindum viðauka til gerðar heildarviðauka II við fjárhagsáætlun 2024 og sveitarstjórnar til umfjöllunar og afgreiðslu."
Enginn tók til máls.

Sveitarstjórn samþykkir samhljóða með 7 atkvæðum ofangreinda afgreiðslu byggðaráðs og viðauka nr. 43 við fjárhagsáætlun 2024 þannig að deild 06270 lækki um kr. 8.198.562 vegna launa. Sveitarstjórn samþykkir jafnframt samhljóða að viðaukanum verði mætt með hækkun á handbæru fé.

9.Frá 1129. fundi byggðaráðs þann 31.10.2024; Fjárhagsáætlun 2024; heildarviðauki II

Málsnúmer 202410091Vakta málsnúmer

Á 1129. fundi byggðaráðs þann 31.10.2024 var eftirfarandi bókað:
Með fundarboði byggðaráðs fylgdi tillaga að heildarviðauka II við fjárhagsáætlun 2024 úr fjárhagsáætlunarlíkani (útkomuspá 2024) með þeim viðaukum sem gerðir hafa verið á árinu og staðfestir í byggðaráði og/eða sveitarstjórn. Einnig fylgdi með yfirlit yfir þá viðauka sem skráðir hafa verið í fjárhagsáætlunarkerfi í NAV. Sviðsstjóri fjármála- og stjórnsýslusviðs upplýsti að gera þarf breytingu / leiðréttingu á viðauka nr. 42 sem samþykktur var á fundi byggðaráðs nr. 1128 varðandi framkvæmdir við Sundlaug Dalvíkur. Upphæðin sem er til lækkunar á að vera kr. -44.724.000 í stað kr. -57.924.000 eins og fram kom í excel skjali. Búið er að gera ráð fyrir þessari leiðréttingu í tillögu að heildarviðauka II.
Niðurstaða : a) Byggðaráð samþykkir samhljóða með 3 atkvæðum leiðréttingu á viðauka nr. 42 þannig að liður 32200-116003 lækki um kr. 44.724.000 í stað 57.924.000.
b) Byggðaráð samþykkir samhljóða með 3 atkvæðum fyrirliggjandi tillögu að heildarviðauka II við fjárhagsáætlun 2024 eins og hann liggur fyrir og vísar honum til umfjöllunar og afgreiðslu sveitarstjórnar."
Til máls tók:
Eyrún Ingibjörg Sigþórsdóttir, sveitarstjóri, sem gerði grein fyrir helstu forsendum og niðurstöðum Heildarviðauka II við fjárhagsáætlun 2024.

Fleiri tóku ekki til máls.

Helstu niðurstöður eru:
Rekstrarniðurstaða Samstæðu A- og B- hluta er jákvæð um kr. 129.459.000 og rekstrarniðurstaða A-hluta er jákvæð um kr. 94.668.000.
Fjárfestingar og framkvæmdir Samstæðu A- og B- hluta eru áætlaðar kr. 623.203.000 - þar af eru fjárfestingar og framkvæmdir Eignasjóðs kr. 437.337.000.
Veltufé frá rekstri fyrir Samstæðuna er kr. 424.833.000 og handbært fé kr. 395.743.000.
Engar lántökur eru áætlaðar.

Sveitarstjórn samþykkir samhljóða með 7 atkvæðum ofangreinda afgreiðslu byggðaráðs og heildarviðauka II við fjárhagsáætlun 2024 eins og hann liggur fyrir, viðauki nr. 45.

10.Fjárhagsáætlun 2025 og þriggja ára áætlun 2026-2028. Frumvarp til fyrri umræðu.

Málsnúmer 202404024Vakta málsnúmer

Á 1129. fundi byggðaráðs þann 31. október sl. var eftirfarandi bókað:
"Á 1128. fundi byggðaráðs þann 24. október sl. lauk byggðaráð yfirferð sinni á tillögum frá stjórnendum og fagráðum vegna vinnu við fjárhagsáætlun 2025 og þriggja ára áætlun 2025-2028.
Með fundarboði byggðaráðs tillaga að frumvarpi úr fjárhagsáætlunarlíkani að fjárhagsáætlun 2025 og þriggja ára áætlun ásamt eftirfarandi gögnum:
Heildarlisti yfir búnaðarkaup.
Fjárfestingar og framkvæmdir 2025-2028.
Viðhaldsáætlun Eignasjóðs 2025þ
Samanburður á launaáætlun 2025 og 2024.
Samanburður á stöðugildum 2025 og 2024.
Samanburður á fjárhagsáætlunum 2025-2024 per deild.
Niðurstaða : Byggðaráð samþykkir samhljóða með 3 atkvæðum að vísa tillögu að fjárhagsáætlun 2025 og þriggja ára áætlun 2026-2028 til fyrri umræðu í sveitarstjórn eins og frumvarpið liggur fyrir."
Til máls tóku:
Eyrún Ingibjörg Sigþórsdóttir, sveitarstjóri, sem gerði grein fyrir helstu forsendum og niðurstöðum frumvarps að starfs- og fjárhagsáætlun 2025 og þriggja ára áætlun 2026-2028.

Freyr Antonsson.
Helgi Einarsson.
Lilja Guðnadóttir.


Fleiri tóku ekki til máls.

Sveitarstjórn samþykkir samhljóða með 7 atkvæðum að vísa áætluninni til byggðaráðs á milli umræðna í sveitarstjórn.
Síðari umræða um áætlunina er á dagskrá 19. nóvember nk.

11.Samþykkt um hunda- og kattahald í Dalvíkurbyggð. Síðari umræða.

Málsnúmer 202407073Vakta málsnúmer

Á 372. fundi sveitarstjórnar þann 22. október sl. var eftirfarandi bókað:
Á 22. fundi umhverfis- og dreifbýlisráðs þann 9. ágúst sl. var eftirfarandi bókað:
"Ný sameinuð samþykkt um hunda- og kattahald og annað gæludýrahald í Dalvíkurbyggðlögð fram til kynningar og umræðu.
Niðurstaða : Umhverfis- og dreifbýlisráð gerir ekki athugasemdir við framlögð drög og leggur til við Sveitarstjórn að hún staðfestinýja samþykkt. Samþykkt samhljóða með fjórum atkvæðum."
Niðurstaða : Enginn tók til máls.
Sveitarstjórn samþykkir samhljóða með 7 atkvæðum að vísa Samþykkt um hunda- og kattahald í Dalvíkurbyggð til síðari umræðu í sveitarstjórn eins og hún liggur fyrir."
Með fundarboði sveitarstjórnar fylgdi minnisblað verkefnastjóra þvert á svið, dagsett þann 4. nóvember sl., þar sem gert er grein fyrir þeim breytingum sem gerðar hafa verið á Samþykktinni á milli umræðna í sveitarstjórn.

Enginn tók til máls.

Sveitarstjórn samþykkir samhljóða með 7 atkvæðum tillögu að Samþykkt um hunda- og kattahald í Dalvíkurbyggð eins og hún liggur fyrir með þeim breytingum sem gerðar hafa verið á milli umræðna og vísar henni til staðfestingar ráðherra og auglýsingu í Stjórnartíðindum.

12.Frá 372. fundi sveitarstjórnar þann 22.10.2024; Úrgangsmál innleiðing og útboð - samningur við Consensa.

Málsnúmer 202303137Vakta málsnúmer

Á 372. fundi sveitarstjórnar þann 22. október sk. var eftirfarandi bókað:
Á 1126. fundi byggðaráðs þann 17. október sl., var eftirfarandi bókað:
Á 1124. fundi byggðaráðs þann 8. október sl. var eftirfarandi bókað:
"Með fundarboði byggðaráðs fylgdi erindi frá deildarstjóra Eigna- og framkvæmdadeildar, sbr. rafpóstur dagsettur þann 3. október sl., vegna tillögu að samningi við Consensa um útboðsþjónustu og ráðgjöf.
Niðurstaða : Byggðaráð frestar erindinu og óskar eftir frekari upplýsingum um stöðu mála varðandi ráðgjöf og samvinnu sveitarfélaganna í tengslum við fyrirkomulag sorphirðu og útboð."
Sveitarstjóri gerði grein fyrir ofangreindu.
Deildarstjóri Eigna- og framkvæmadeildar gerði einnig grein fyrir ofangreindu undir lið 5 hér að ofan.
Niðurstaða : Byggðaráð samþykkir samhljóða með 3 atkvæðum að gengið verði til samninga við Consensa um útboðsþjónustu og ráðgjafar vegna sorphirðu og haft verði til hliðsjónar þær ábendingar sem fram hafa komið um samningsdrögin."
Niðurstaða : Til máls tóku:
Freyr Antonsson.
Helgi Einarsson.
Lilja Guðnadóttir.
Gunnar Kristinn Guðmundsson, sem leggur til að haldinn verður sameiginlegur fundur umhverfis- og dreifbýlisráðs
og byggðaráðs til að marka stefnuna.
Fleiri tóku ekki til máls.
Sveitarstjórn samþykkir samhljóða með 7 atkvæðum ofangreinda afgreiðslu byggðaráðs um að gengið verði til samninga við Consensa um útboðsþjónustu og ráðgjafar vegna sorphirðu og haft verði til hliðsjónar þær ábendingar sem fram hafa komið um samningsdrögin.
Sveitarstjórn samþykkir jafnframt samhljóða með 7 atkvæðum ofangreinda tillögu Gunnars Kristins Guðmundssonar."
Með fundarboði sveitarstjórnar fylgdu ofangreind samningsdrög með svörum frá Consensa við ábendingum Dalvíkurbyggðar.

Sveitarstjórn samþykkir samhljóða með 7 atkvæðum ofangreind samningsdrög eins og þau liggja fyrir og felur sveitarstjóra að ganga frá samningi og undirrita.

13.Frá 1129. fundi byggðaráðs þann 31.10.2024; Barnaverndarþjónusta

Málsnúmer 202212124Vakta málsnúmer

Á 1129. fundi byggðaráðs þann 31. október sl. var eftirfarandi bókað:
"Tekinn fyrir rafpóstur frá Velferðarsviði Akureyrarbæjar, dagsettur þann 25.10.2024, þar sem vísað er til funda sveitarfélaga á Norðurlandi eystra um sameiginlega barnaverndarþjónustu þar sem fram hefur komið að það sé vilji Akureyrarbæjar og sveitarfélagana í Þingeyjarsýslu að öll þjónustan verði rekin frá Akureyri sem þýðir það að allir starfsmenn sem vinna við málalflokkinn verði starfsmenn Akureyrarbæjar. Það er niðurstaða Akureyrarbæjar að það sé ekki hægt að verða við ósk Dalvíkurbyggðar að semja áfram um að Dalvíkurbyggð að leggji áfram til starfsmenn frá félagsmálasviði Dalvíkurbyggðar, annað hvort verði Dalvíkurbyggð með í heildarsamningi eða ekki. Dalvíkurbyggð þurfi því að taka afstöðu til þess hvort sveitarfélagið er tilbúið að stíga skrefið til fulls með Akureyrarbæ eða ekki.
Niðurstaða : Byggðaráð samþykkir samhljóða með 3 atkvæðum að veita sveitarstjóra umboð til að fara í samningasviðræður við Akureyrarbæ um ofangreint.2
Enginn tók til máls.

Sveitarstjórn samþykkir samhljóða með 7 atkvæðum ofangreinda afgreiðslu byggðaráðs og felur sveitarstjóra umboð til að fara í samningaviðræðum við Akureyrarbæ um barnaverndarþjónustuna.

14.Frá 1129. fundi byggðaráðs þann 31.10.2024; Samningur um Rima, Sundskála Svarfdæla og tjaldsvæði við Rima.

Málsnúmer 202304074Vakta málsnúmer

"Á 1129. fundi byggðaráðs þann 31. október sl. var eftirfarandi bókað:
Á 365. fundi sveitarstjórnar þann 23. janúar sl. var samþykktur viðauki við samningi við Í Tröllahöndum ehf. um áframhaldandi leigu á Rimum, Sundskála Svarfdæla og tjaldsvæði við Rima frá og með 1. janúar 2024 og til og með 31. október 2024. Jafnframt var samþykkt að hafin yrði vinna við gerð útboðsgagna vegna útboðs á rekstri ofangreindra eigna miðað við gildistöku 1. nóvember nk.
Með fundarboði byggðaraðs fylgdi tillaga að nýjum viðauka við leigusamning frá 6. júní 2023 þar sem lagt er til að framlengja leigusamninginn um 12 mánuði til og með 31. október 2025. Aðrar greinar samningsins standi óbreyttar.
Niðurstaða : a) Byggðaráð samþykkir samhljóða með 3 atkvæðum að leigja ofangreindar eignir áfram til Í Tröllahöndum til og með 31. október 2025.
b) Byggðaráð samþykkir jafnframt ofangreinda og meðfylgjandi tillögu að viðauka við leigusamning og vísar honum til umfjöllunar og afgreiðslu sveitarstjórnar."
Enginn tók til máls.

Sveitarstjórn samþykkir samhljóða með 7 atkvæðum ofangreinda afgreiðslu byggðaráðs og
a) að leigja Rima, Sundskála Svarfdæla og tjaldsvæðið við Rima áfram til Í Tröllahöndum til og með 31. október 2025 og
b) meðfylgjandi tillögu að viðauka við leigusamning eins og hann liggur fyrir.

15.Frá 1129. fundi byggðaráðs þann 31.10.2024; Umsagnarbeiðni tímabundið áfengisleyfi- Stefán Bjarmar Stefánsson vegna viðburðar í Bergi

Málsnúmer 202410117Vakta málsnúmer

Á 1129. fundi byggðaráðs þann 31. október sl. var eftirfarnandi bókað:
"Tekið fyrir erindi frá Sýslumanninum á Norðurlandi eystra, dagsett þann 29. októer sl. þar sem óskað er umsagnar um umsókn Stefáns Bjarmar Stefánssonar um tækifærileyfi til áfengisveitinga í Menningarhúsinu Bergi þann 6.
desember nk. Fyrir liggur jákvæð umsögn slökkviliðsstjóra.
Niðurstaða : Byggðaráð gerir ekki athugasemdir við að leyfi sé veitt með fyrirvara um umsögn frá Heilbrigðiseftirlitinu."
Enginn tók til máls.

Sveitarstjórn samþykkir samhljóða með 7 atkvæðum ofangreinda afgreiðslu byggðaráðs og gerir ekki athugasemdir við að leyfið sé veitt með fyrirvara um umsögn frá Heilbrigðiseftirlitinu.

16.Frá 1128. fundi byggðaráðs þann 24.10.2024; Erindi frá Markaðsstofu Norðurlands - styrkbeiðni við Flugklasann Air66N

Málsnúmer 202410078Vakta málsnúmer

Á 1128. fundi byggðaráðs þann 24. október sl. var eftirfarandi bókað:
"Tekið fyrir erindi frá Markaðsstofu Norðurlands, dagsett þann 16. október sl., þar sem óskað er eftir stuðningi við Flugklasann Air 66N fyrir starfsárið 2025. Óskað er eftir stuðningi sem nemur 500 kr. per íbúa sveitarfélagsins.
Fram kemur að Dalvíkurbyggð hafði áður samþykkt stuðning fyrir árið 2025 sem nemur 300 kr. per íbúa sveitarfélagsins. Hér er því verið að óska eftir hærra framlagi fyrir næsta ár, eða sömu upphæð og óskað er eftir frá öllum öðrum sveitarfélögum sem höfðu einungis samþykkt stuðning út árið 2024. Er þetta í takt við umræður á fundi sveitarfélaganna um Flugklasann þann 26. ágúst s.l.
Niðurstaða : Byggðaráð samþykkir samhljóða með 3 atkvæðum áframhaldandi stuðning við Flugklasann Air 66N fyrir starfsárið 2025 miðað við kr. 500 á hvern íbúa Dalvíkurbyggðar.
Vísað til gerðar fjárhagsáætlunar 2025 og til umfjöllunar og afgreiðslu sveitarstjórnar."
Enginn tók til máls.

Sveitarstjórn samþykkir samhljóða með 7 atkvæðum ofangreinda afgreiðslu byggðaráðs um áframhaldandi stuðning við Flugklasann Air 66N 2025 miðað við kr. 500 á hvern íbúa Dalvíkurbyggðar.

17.Kosningar til Alþingis 30. nóvember 2024 - ákvörðun um fjölda kjördeilda og kjörstað.

Málsnúmer 202410086Vakta málsnúmer

Með fundarboði sveitarstjórnar fylgdi eftirfarandi tillaga um fjölda kjördeilda og kjörstað vegna kosninga til Alþingis 30. nóvember nk.:
"Ákvörðun sveitarstjórnar um fjölda kjördeilda og kjörstaði vegna kosninga til Alþingis 30.11.2024 sbr. 11. gr. III. kafla kosningalaga nr. 112 frá 25. júní 2021 og sbr. 78 gr. XIII. kafla sömu laga, með síðari breytingum.
Sbr. 11. og 78. gr. kosningalaga nr. 112 frá 25. júní 2021 með síðari breytingum samþykkir sveitarstjórn eina kjördeild í Dalvíkurbyggð og verður hún í Dalvíkurskóla, líkt og verið hefur undanfarnar kosningar."
Enginn tók til máls.

Sveitarstjórn samþykkir samhljóða með 7 atkvæðum ofangreinda tillögu og samþykkir að ein kjördeild verði í Dalvíkurbyggð vegna kosninga til Alþingis þann 30. nóvember nk. og að hún verði í Dalvíkurskóla.

18.Kosningar skv. samþykkt um stjórn Dalvíkurbyggðar

Málsnúmer 202409078Vakta málsnúmer

a) Varamaður í Veitu- og hafnaráð í stað Valdimars Bragasonar.

Til máls tók:
Lilja Guðnadóttir, sem leggur til að Kristinn Bogi Antonsson, Hólavegi 19, taki sæti sem varamaður í veitu- og hafnaráði í stað Valdimars Bragasonar.

Fleiri tóku ekki til máls.

b) Kjör aðalmanna og varamanna í kjörstjórn vegna kosninga til Alþingis 30.11.2024.

Með fundarboði sveitarstjórnar fylgdi minnisblað sviðsstjóra fjármála- og stjórsýslusviðs, dagsett þann 1. nóvember sl., þar sem fram kemur að fyrir liggur að aðeins 2 af 6 aðal- og varamönnum í kjörstjórn eru tiltækir á kjördag þann 30. nóvember nk. Bregðast þar því við og kjósa 4 í kjörstjórn í stað Írisar Daníelsdóttur, Jón Steingríms Sæmundssonar, Einars Hafliðasonar og Hákons Viðars Sigmundssonar sem og að skipa varaformann.

Til máls tók:
Freyr Antonsson sem leggur fram eftirfarandi tillögu.

Aðalmenn:
Ingibjörg María Ingvadóttir, varaformaður í stað Írisar Daníelsdóttur.
Helga Árnadóttir í stað Jóns Steingríms Sæmundsson.
Bjarni Jóhann Valdimarsson er áfram formaður kjörstjórnar.

Varamenn:
Snævar Örn Ólafsson, varamaður í stað Einars Hafliðasonar.
Björgvin Theódór Arnarsson, varamaður í stað Hákons Viðars Sigmundssonar.
Margrét Ásgeirsdóttir er áfram varamaður í kjörstjórn.
a) Ekki komu fram aðrar tillögur og er því Kristinn Bogi Antonsson réttkjörinn sem varamaður í veitu- og hafnaráðs.
b) Ekki komu fram aðrar tillögur og eru því eftirtalin réttkjörin í kjörstjórn Dalvíkurbyggðar:

Aðalmenn:
Bjarni Jóhann Valdimarsson, formaður
Ingibjörg María Ingvadóttir, varaformaður.
Helga Árnadóttir.

Varamenn:
Margrét Ásgeirsdóttir.
Snævar Örn Ólafsson.
Björgvin Theódór Arnarsson.

Fundi slitið - kl. 17:21.

Nefndarmenn
  • Freyr Antonsson aðalmaður
  • Sigríður Jódís Gunnarsdóttir aðalmaður
  • Lilja Guðnadóttir aðalmaður
  • Katrín Sif Ingvarsdóttir aðalmaður
  • Helgi Einarsson aðalmaður
  • Gunnar Kristinn Guðmundsson aðalmaður
  • Monika Margrét Stefánsdóttir aðalmaður
Starfsmenn
  • Guðrún Pálína Jóhannsdóttir sviðsstjóri
  • Eyrún Ingibjörg Sigþórsdóttir sveitarstjóri
Fundargerð ritaði: Guðrún Pálína Jóhannsdóttir Sviðsstjóri fjármála- og stjórnsýslusviðs