Erindi frá Markaðsstofu Norðurlands - styrkbeiðni við Flugklasann Air66N

Málsnúmer 202410078

Vakta málsnúmer

Byggðaráð - 1128. fundur - 24.10.2024

Tekið fyrir erindi frá Markaðsstofu Norðurlands, dagsett þann 16. október sl., þar sem óskað er eftir stuðningi við Flugklasann Air 66N fyrir starfsárið 2025. Óskað er eftir stuðningi sem nemur 500 kr. per íbúa sveitarfélagsins.

Fram kemur að Dalvíkurbyggð hafði áður samþykkt stuðning fyrir árið 2025 sem nemur 300 kr. per íbúa sveitarfélagsins. Hér er því verið að óska eftir hærra framlagi fyrir næsta ár, eða sömu upphæð og óskað er eftir frá öllum öðrum sveitarfélögum sem höfðu einungis samþykkt stuðning út árið 2024. Er þetta í takt við umræður á fundi sveitarfélaganna um Flugklasann þann 26. ágúst s.l.
Byggðaráð samþykkir samhljóða með 3 atkvæðum áframhaldandi stuðning við Flugklasann Air 66N fyrir starfsárið 2025 miðað við kr. 500 á hvern íbúa Dalvíkurbyggðar.
Vísað til gerðar fjárhagsáætlunar 2025 og til umfjöllunar og afgreiðslu sveitarstjórnar.

Sveitarstjórn - 373. fundur - 05.11.2024

Á 1128. fundi byggðaráðs þann 24. október sl. var eftirfarandi bókað:
"Tekið fyrir erindi frá Markaðsstofu Norðurlands, dagsett þann 16. október sl., þar sem óskað er eftir stuðningi við Flugklasann Air 66N fyrir starfsárið 2025. Óskað er eftir stuðningi sem nemur 500 kr. per íbúa sveitarfélagsins.
Fram kemur að Dalvíkurbyggð hafði áður samþykkt stuðning fyrir árið 2025 sem nemur 300 kr. per íbúa sveitarfélagsins. Hér er því verið að óska eftir hærra framlagi fyrir næsta ár, eða sömu upphæð og óskað er eftir frá öllum öðrum sveitarfélögum sem höfðu einungis samþykkt stuðning út árið 2024. Er þetta í takt við umræður á fundi sveitarfélaganna um Flugklasann þann 26. ágúst s.l.
Niðurstaða : Byggðaráð samþykkir samhljóða með 3 atkvæðum áframhaldandi stuðning við Flugklasann Air 66N fyrir starfsárið 2025 miðað við kr. 500 á hvern íbúa Dalvíkurbyggðar.
Vísað til gerðar fjárhagsáætlunar 2025 og til umfjöllunar og afgreiðslu sveitarstjórnar."
Enginn tók til máls.

Sveitarstjórn samþykkir samhljóða með 7 atkvæðum ofangreinda afgreiðslu byggðaráðs um áframhaldandi stuðning við Flugklasann Air 66N 2025 miðað við kr. 500 á hvern íbúa Dalvíkurbyggðar.