Byggðaráð

1128. fundur 24. október 2024 kl. 13:15 - 19:00 í Upsa á 3. hæð í Ráðhúsi Dalvíkur
Nefndarmenn
  • Helgi Einarsson formaður
  • Freyr Antonsson varaformaður
  • Lilja Guðnadóttir aðalmaður
Starfsmenn
  • Guðrún Pálína Jóhannsdóttir sviðsstjóri
Fundargerð ritaði: Guðrún Pálína Jóhannsdóttir Sviðsstjóri fjármála- og stjórnsýslusviðs
Dagskrá

1.Fjárhagsáætlun 2025 og þriggja ára áætlun 2026-2028

Málsnúmer 202404024Vakta málsnúmer

Framhald umfjöllunar um tillögur stjórnenda og fagráða vegna vinnu við starfs- og fjárhagsáætlun 2025-2028:

a) Framkvæmdir og fjárfestingaáætlun.

Unnið áfram að yfirferð á tillögum stjórnenda og fagráða í heildarskjali sviðsstjóra fjármála- og stjórnsýslusviðs og gerðar breytingar sem færðar eru í vinnuskjal.

b) Viðhaldsáætlun.

Farið yfir tillögur að viðhaldsáætlun Eignasjóðs, málaflokkur 32, og gerðar breytingar sem færðar eru í vinnuskjal.

c) Beiðnir um búnaðarkaup.

Farið yfir beiðnir og heildarlista sviðsstjóra fjármála- og stjórnsýslusviðs yfir búnaðarkaup og gerðar breytingar sem færðar eru í vinnuskjal.

d) Fjárhagsrammi.

Farið yfir yfirlit sviðsstjóra fjármála- og stjórnsýslusviðs yfir úthlutaðan fjárhagsramma til málaflokka og deilda í samanburði við tillögur að vinnubókum frá stjórnendum. Á fundinum voru gerðar breytingar á fjárhagsrömmum vinnubóka sem færðar eru í vinnuskjal.

e) Minnisblöð.

Farið fyrir minnisblöð stjórnenda með tillögum að starfs- og fjárhagsáætlun þar sem fram kemur rökstuðningur stjórnenda vegna hækkana á fjárhagsrömmum, lýsing á nýjum og/eða veigamiklum verkefnum, beiðnir um breytingar á stöðugildum o.s.frv. Á fundinum voru beiðnir afgreiddar og þær færðar í vinnuskjal.

f) Launaáætlun / stöðugildi.
Farið yfir skýrslur og samantekt sviðsstjóra fjármála-og stjórnsýslusviðs yfir áætlaðan launakostnað 2025 í samanburði við 2024 ásamt upplýsingar á stöðugildum.


g) Afgreiðslur- og tillögur fagráða.
Farið yfir samantekt sviðsstjóra fjármála- og stjórnsýslusviðs yfir afgreiðslu og tillögur fagráða og þær afgreiddar eftir þvi sem við á.


Byggðaráð samþykkir samhljóða með 3 atkvæðum að vísa tillögum að starfs- og fjárhagsáætlun 2025 - 2028 til áframhaldandi vinnslu í fjárhagsáætlunarlíkani, með þeim breytingum sem gerðar hafa verið á fundum byggðaráðs.

2.Beiðni um viðauka við fjárhagsáætlun vegna fjárfestinga Framkvæmdasviðs 2024

Málsnúmer 202410098Vakta málsnúmer

Tekið fyrir erindi frá stjórnendum á framkvæmdasviði; sveitarstjóra, veitustjóra og deildarstjóra Eigna- og framkvæmdadeildar, þar sem lagðar eru til breytingar á fjárfestinga- og framkvæmdaáætlun ársins 2024 vegna verkefna sem útseð er með að ekki munu fara í framkvæmda á árinu.

32200-11603; lækkun um kr. 57.924.000 vegna endurbóta á Sundlaug.
32200-11605; lækkun um kr. 150.000.000 vegna Slökkvistöðvar.
32200-11900; lækkun um kr. 79.555.946, ýmsar framkvæmdir / gatnagerð:
Hauganes- gatnagerð
Böggvisbraut suður - endurnýjun götu.
Sandvík- göngustígur.
Strætóstoppistöðvar.
Karlsrauðatorg frá Höfn og niður - endurnýjun götu.
Hafnarbraut - breikkun á gangsrétt.
Alls Eignasjóður kr. 287.479.946.

42200-11860; lækkun um kr. 5.000.000; skipulag hafnar.
Alls Hafnasjóður kr. 5.000.000.

44200-11606; lækkun um kr. 72.837.000, vatnstankur í Upsa.
44200-11606; lækkun um kr. 10.000.000, vatnsöflun.
44200-11503: lækkun um kr. 3.300.000, nýlagnir.
Alls Vatnsveita; kr. 86.137.000.

48200-11606; lækkun um kr. 5.000.000; H11
48200-11504: lækkun um kr. 4.400.000; Böggvisbraut.
48200-11504; lækkun um kr.5.000.000; nýlagnir.
Alls Hitaveitu; kr. 14.400.000.

74200-11503; lækkun um kr. 10.300.000; Böggvisbraut.
74200-11503; lækkun um kr. 1.400.000; Grundargata.
Alls Fráveita; kr. 11.700.000.

Heildarviðaukinn er kr. 378.616.946 til lækkunar skv. ofangreindu.
Byggðaráð samþykkir samhljóða með 3 atkvæðum ofangreinda beiðni um viðauka, viðauki nr. 42 við fjárhagsáætlun 2024, að upphæð kr. 378.616.946 og að honum verði mætt með hækkun á handbæru fé.
Byggðaráð vísar viðaukanum til heildarviðauka II við fjárhagsáætlun 2024 og til sveitarstjórnar til umfjöllunar og afgreiðslu.

3.Erindi frá Markaðsstofu Norðurlands - styrkbeiðni við Flugklasann Air66N

Málsnúmer 202410078Vakta málsnúmer

Tekið fyrir erindi frá Markaðsstofu Norðurlands, dagsett þann 16. október sl., þar sem óskað er eftir stuðningi við Flugklasann Air 66N fyrir starfsárið 2025. Óskað er eftir stuðningi sem nemur 500 kr. per íbúa sveitarfélagsins.

Fram kemur að Dalvíkurbyggð hafði áður samþykkt stuðning fyrir árið 2025 sem nemur 300 kr. per íbúa sveitarfélagsins. Hér er því verið að óska eftir hærra framlagi fyrir næsta ár, eða sömu upphæð og óskað er eftir frá öllum öðrum sveitarfélögum sem höfðu einungis samþykkt stuðning út árið 2024. Er þetta í takt við umræður á fundi sveitarfélaganna um Flugklasann þann 26. ágúst s.l.
Byggðaráð samþykkir samhljóða með 3 atkvæðum áframhaldandi stuðning við Flugklasann Air 66N fyrir starfsárið 2025 miðað við kr. 500 á hvern íbúa Dalvíkurbyggðar.
Vísað til gerðar fjárhagsáætlunar 2025 og til umfjöllunar og afgreiðslu sveitarstjórnar.

4.Haustfundur ALNEY 16.október 2024; framlag 2025

Málsnúmer 202409127Vakta málsnúmer

Með fundarboði byggðaráðs fylgdi fundargerð haustfundar Almannavarnarnefndar Eyjafjarðar frá 16. október sl. Í lið 5 er til umfjöllunar rekstraráætlun 2025. Þar er lagt til að framlag sveitarfélaga verði kr. 230 á hvern íbúa fyrir árið 2025.
Byggðaráð samþykkir samhljóða með 3 atkvæðum að vísa ofangreindu til gerðar starfs- og fjárhagsáætlunar 2025.

Fundi slitið - kl. 19:00.

Nefndarmenn
  • Helgi Einarsson formaður
  • Freyr Antonsson varaformaður
  • Lilja Guðnadóttir aðalmaður
Starfsmenn
  • Guðrún Pálína Jóhannsdóttir sviðsstjóri
Fundargerð ritaði: Guðrún Pálína Jóhannsdóttir Sviðsstjóri fjármála- og stjórnsýslusviðs