Frá Almannavarnarnefnd Eyjafjarðar; Haustfundur ALNEY 16.október 2024

Málsnúmer 202409127

Vakta málsnúmer

Byggðaráð - 1123. fundur - 03.10.2024

Tekið fyrir boðun á haustfund Almannavarnarnefndar Eyjafjarðar, dagsett þann 26. september sl., þar sem boðað er til fundar 16. október nk. kl. 10 á Húsavík.
Lagt fram til kynningar.
Sveitarstjóri mun sækja fundinn fyrir hönd Dalvíkurbyggðar sem fulltrúi í nefndinni.

Byggðaráð - 1128. fundur - 24.10.2024

Með fundarboði byggðaráðs fylgdi fundargerð haustfundar Almannavarnarnefndar Eyjafjarðar frá 16. október sl. Í lið 5 er til umfjöllunar rekstraráætlun 2025. Þar er lagt til að framlag sveitarfélaga verði kr. 230 á hvern íbúa fyrir árið 2025.
Byggðaráð samþykkir samhljóða með 3 atkvæðum að vísa ofangreindu til gerðar starfs- og fjárhagsáætlunar 2025.