Með fundarboði byggðaráðs fylgdi tillaga að heildarviðauka II við fjárhagsáætlun 2024 úr fjárhagsáætlunarlíkani (útkomuspá 2024) með þeim viðaukum sem gerðir hafa verið á árinu og staðfestir í byggðaráði og/eða sveitarstjórn.
Einnig fylgdi með yfirlit yfir þá viðauka sem skráðir hafa verið í fjárhagsáætlunarkerfi í NAV.
Sviðsstjóri fjármála- og stjórnsýslusviðs upplýsti að gera þarf breytingu / leiðréttingu á viðauka nr. 42 sem samþykktur var á fundi byggðaráðs nr. 1128 varðandi framkvæmdir við Sundlaug Dalvíkur. Upphæðin sem er til lækkunar á að vera kr. -44.724.000 í stað kr. -57.924.000 eins og fram kom í excel skjali. Búið er að gera ráð fyrir þessari leiðréttingu í tillögu að heildarviðauka II.
b) Byggðaráð samþykkir samhljóða með 3 atkvæðum fyrirliggjandi tillögu að heildarviðauka II við fjárhagsáætlun 2024 eins og hann liggur fyrir og vísar honum til umfjöllunar og afgreiðslu sveitarstjórnar.