Fjárhagsáætlun 2024; heildarviðauki II

Málsnúmer 202410091

Vakta málsnúmer

Byggðaráð - 1129. fundur - 31.10.2024

Með fundarboði byggðaráðs fylgdi tillaga að heildarviðauka II við fjárhagsáætlun 2024 úr fjárhagsáætlunarlíkani (útkomuspá 2024) með þeim viðaukum sem gerðir hafa verið á árinu og staðfestir í byggðaráði og/eða sveitarstjórn.

Einnig fylgdi með yfirlit yfir þá viðauka sem skráðir hafa verið í fjárhagsáætlunarkerfi í NAV.

Sviðsstjóri fjármála- og stjórnsýslusviðs upplýsti að gera þarf breytingu / leiðréttingu á viðauka nr. 42 sem samþykktur var á fundi byggðaráðs nr. 1128 varðandi framkvæmdir við Sundlaug Dalvíkur. Upphæðin sem er til lækkunar á að vera kr. -44.724.000 í stað kr. -57.924.000 eins og fram kom í excel skjali. Búið er að gera ráð fyrir þessari leiðréttingu í tillögu að heildarviðauka II.
a) Byggðaráð samþykkir samhljóða með 3 atkvæðum leiðréttingu á viðauka nr. 42 þannig að liður 32200-116003 lækki um kr. 44.724.000 í stað 57.924.000.
b) Byggðaráð samþykkir samhljóða með 3 atkvæðum fyrirliggjandi tillögu að heildarviðauka II við fjárhagsáætlun 2024 eins og hann liggur fyrir og vísar honum til umfjöllunar og afgreiðslu sveitarstjórnar.

Sveitarstjórn - 373. fundur - 05.11.2024

Á 1129. fundi byggðaráðs þann 31.10.2024 var eftirfarandi bókað:
Með fundarboði byggðaráðs fylgdi tillaga að heildarviðauka II við fjárhagsáætlun 2024 úr fjárhagsáætlunarlíkani (útkomuspá 2024) með þeim viðaukum sem gerðir hafa verið á árinu og staðfestir í byggðaráði og/eða sveitarstjórn. Einnig fylgdi með yfirlit yfir þá viðauka sem skráðir hafa verið í fjárhagsáætlunarkerfi í NAV. Sviðsstjóri fjármála- og stjórnsýslusviðs upplýsti að gera þarf breytingu / leiðréttingu á viðauka nr. 42 sem samþykktur var á fundi byggðaráðs nr. 1128 varðandi framkvæmdir við Sundlaug Dalvíkur. Upphæðin sem er til lækkunar á að vera kr. -44.724.000 í stað kr. -57.924.000 eins og fram kom í excel skjali. Búið er að gera ráð fyrir þessari leiðréttingu í tillögu að heildarviðauka II.
Niðurstaða : a) Byggðaráð samþykkir samhljóða með 3 atkvæðum leiðréttingu á viðauka nr. 42 þannig að liður 32200-116003 lækki um kr. 44.724.000 í stað 57.924.000.
b) Byggðaráð samþykkir samhljóða með 3 atkvæðum fyrirliggjandi tillögu að heildarviðauka II við fjárhagsáætlun 2024 eins og hann liggur fyrir og vísar honum til umfjöllunar og afgreiðslu sveitarstjórnar."
Til máls tók:
Eyrún Ingibjörg Sigþórsdóttir, sveitarstjóri, sem gerði grein fyrir helstu forsendum og niðurstöðum Heildarviðauka II við fjárhagsáætlun 2024.

Fleiri tóku ekki til máls.

Helstu niðurstöður eru:
Rekstrarniðurstaða Samstæðu A- og B- hluta er jákvæð um kr. 129.459.000 og rekstrarniðurstaða A-hluta er jákvæð um kr. 94.668.000.
Fjárfestingar og framkvæmdir Samstæðu A- og B- hluta eru áætlaðar kr. 623.203.000 - þar af eru fjárfestingar og framkvæmdir Eignasjóðs kr. 437.337.000.
Veltufé frá rekstri fyrir Samstæðuna er kr. 424.833.000 og handbært fé kr. 395.743.000.
Engar lántökur eru áætlaðar.

Sveitarstjórn samþykkir samhljóða með 7 atkvæðum ofangreinda afgreiðslu byggðaráðs og heildarviðauka II við fjárhagsáætlun 2024 eins og hann liggur fyrir, viðauki nr. 45.