Kosningar til Alþingis 30. nóvember 2024 - ákvörðun um fjölda kjördeilda og kjörstað.

Málsnúmer 202410086

Vakta málsnúmer

Sveitarstjórn - 373. fundur - 05.11.2024

Með fundarboði sveitarstjórnar fylgdi eftirfarandi tillaga um fjölda kjördeilda og kjörstað vegna kosninga til Alþingis 30. nóvember nk.:
"Ákvörðun sveitarstjórnar um fjölda kjördeilda og kjörstaði vegna kosninga til Alþingis 30.11.2024 sbr. 11. gr. III. kafla kosningalaga nr. 112 frá 25. júní 2021 og sbr. 78 gr. XIII. kafla sömu laga, með síðari breytingum.
Sbr. 11. og 78. gr. kosningalaga nr. 112 frá 25. júní 2021 með síðari breytingum samþykkir sveitarstjórn eina kjördeild í Dalvíkurbyggð og verður hún í Dalvíkurskóla, líkt og verið hefur undanfarnar kosningar."
Enginn tók til máls.

Sveitarstjórn samþykkir samhljóða með 7 atkvæðum ofangreinda tillögu og samþykkir að ein kjördeild verði í Dalvíkurbyggð vegna kosninga til Alþingis þann 30. nóvember nk. og að hún verði í Dalvíkurskóla.