Frá Vegagerðinni; Almenningssamgöngur - samráðsfundur með Vegagerðinni

Málsnúmer 202404034

Vakta málsnúmer

Byggðaráð - 1116. fundur - 15.08.2024

Tekinn fyrir fundargerð, dagsett þann 9. apríl sl., frá Vegagerðinni vegna samráðsfundar um almenningssamgöngur með fulltrúum sveitarfélaga á austanverðum Tröllaskaga. Einnig sátu fundinn fulltrúi frá SSNE og fulltrúar frá Menntaskólanum á Tröllaskaga.

Lagt fram til kynningar.

Byggðaráð - 1129. fundur - 31.10.2024

Á 1116. fundi byggðaráðs þann 15. ágúst sl. var eftirfarandi bókað:
"Tekin fyrir fundargerð, dagsett þann 9. apríl sl., frá Vegagerðinni vegna samráðsfundar um almenningssamgöngur með fulltrúum sveitarfélaga á austanverðum Tröllaskaga. Einnig sátu fundinn fulltrúi frá SSNE og fulltrúar frá
Menntaskólanum á Tröllaskaga.
Niðurstaða : Lagt fram til kynningar."

Með fundarboði byggðaráðs fylgdi upplýsingar um stöðu verkefnisins "Endurskoðun leiðarkerfis landsbyggðarvagna" dagsett þann 17.10.2024.
Lagt fram til kynningar.

Umhverfis- og dreifbýlisráð - 26. fundur - 08.11.2024

Tekin fyrir tilkynning um stöðu verkefnisins Endurskoðun leiðarkerfis landsbyggðarvagna frá Vegagerðinni.
Eftir samráðsfundi Vegagerðarinnar með hagsmunaaðilum í vor þá er verið að vinna að breytingum á landsbyggðarstrætó með það að markmiði að skoða hverja akstursleið út frá gæðum, nýtni og gagnsemi. Stefnt er því að tillaga að breyttu leiðakerfi verði send hagaðilum til umsagnar um ánaðarmótin nóvember - desember og að útboð skv. breyttu kerfi verði auglýst í janúar 2025.
Lagt fram til kynningar.