Ungmennaráð

45. fundur 27. febrúar 2025 kl. 16:30 - 18:00 í Upsa á 3. hæð í Ráðhúsi Dalvíkur
Nefndarmenn
  • Lárus Anton Freysson, aðalmaður boðaði forföll og Hákon Daði Magnússon varamaður, sat fundinn í hans stað.
  • Íssól Anna Jökulsdóttir varaformaður
  • Sigurður Ágúst Jónsson aðalmaður
Starfsmenn
  • Jóna Guðbjörg Ágústsdóttir starfsmaður
Fundargerð ritaði: Jóna Guðbjörg Ágústsdóttor Frístundafulltrúi Dalvíkurbyggðar
Dagskrá

1.Beiðni um hjólabrettaaðstöðu - park

Málsnúmer 202403120Vakta málsnúmer

Jóna Guðbjörg Ágústdóttir, upplýsir ungmennaráð um stöðuna á verkefninu.
Ungmennaráð fagnar framtakinu og að málið er komið í ferli.

2.Eineltisamfélagsgerð

Málsnúmer 202409041Vakta málsnúmer

Á 280. fundi félagsmálaráðs þann 10. september sl. var eftirfarandi bókað:
"Formaður félagsmálaráðs hóf máls á vandamálum tengdu einelti og ofbeldi.Niðurstaða:Félagsmálaráð fagnar umræðunni og telur mikla þörf á jákvæðum samskiptum allra íbúa Dalvíkurbyggðar. Vinnuhóp farsældar barna falið að halda kynningu í farsæld barna í Dalvíkurbyggð þar sem forsendur eru að grípa á utan um börn og foreldra þeirra. Kynning á farsæld barna er á heimasíðu Dalvíkurbyggðar. Félagsmálaráð vekur athygli á að gulum september sem tileinkaður er geðheilbrigði og sjálfsvígforvörnum. Félagsmálaráð skorar á önnur ráð að taka umræðuna um jákvæð og uppbyggileg samskipti. Félagsmálaráð stefnir á jákvæðnis viku í Dalvíkurbyggð. "

Á 371.fundi sveitarstjórnar þann 17.september var eftirfarandi bókað:
Til máls tóku:

Freyr Antonsson.
Lilja Guðnadóttir.

Fleiri tóku ekki til máls.

Sveitarstjórn samþykkir samhljóða með 7 atkvæðum að taka undir ofangreinda bókun félagsmálaráðs.

Veitu- og hafnaráð tekur undir bókun félagsmálaráðs. Samþykkt samhljóða með 3 atkvæðum.
Ungmennaráð tekur undir bókun félagsmálaráðs. Samþykkt samhljóða með 3 atkvæðum.

3.Almenningssamgöngur - samráðsfundur með Vegagerðinni

Málsnúmer 202404034Vakta málsnúmer

Tekin fyrir tilkynning um stöðu verkefnisins Endurskoðun leiðarkerfis landsbyggðarvagna frá Vegagerðinni.
Eftir samráðsfundi Vegagerðarinnar með hagsmunaaðilum í vor þá er verið að vinna að breytingum á landsbyggðarstrætó með það að markmiði að skoða hverja akstursleið út frá gæðum, nýtni og gagnsemi. Stefnt er því að tillaga að breyttu leiðakerfi verði send hagaðilum til umsagnar um ánaðarmótin nóvember - desember og að útboð skv. breyttu kerfi verði auglýst í janúar 2025.

4.Áskorun á sveitarfélög vegna sölu áfengis á íþróttaviðburðum

Málsnúmer 202501102Vakta málsnúmer

Tekið fyrir erindi frá Félagi íþrótta-, æskulýðs- og tómstundafulltrá á Íslandi (FÍÆT), dagsett þann 21. janúar sl., þar sem skorað er á íþróttahreyfinguna á Íslandi ásamt stjórnvöldum og sveitarfélögum að taka af alvöru umræðu um áfengissölu á íþróttaviðburðum á landinu.Á Haustfundi félagsins sem fram fór í Borgarnesi fimmtudaginn 10. október 2024 komu fram áhyggjuraddir um þá þróun sem orðið hefur á síðustu árum, þar sem áfengissala á íþróttaviðburðum virðist vera orðin nokkuð útbreidd og undir flestum tilfellum eftirlitslaus og án leyfisveitinga.
Byggðaráð samþykkir samhljóða með 3 atkvæðum að taka undir ofangreinda áskorun FÍÆT og vísar erindinu til umfjöllunar í íþrótta- og æskulýðsráði og ungmennaráði.
Ungmennaráð samþykkir samhljóða með 3 atkvæðum að taka undir ofangreinda áskorun FÍÆT.

Fundi slitið - kl. 18:00.

Nefndarmenn
  • Lárus Anton Freysson, aðalmaður boðaði forföll og Hákon Daði Magnússon varamaður, sat fundinn í hans stað.
  • Íssól Anna Jökulsdóttir varaformaður
  • Sigurður Ágúst Jónsson aðalmaður
Starfsmenn
  • Jóna Guðbjörg Ágústsdóttir starfsmaður
Fundargerð ritaði: Jóna Guðbjörg Ágústsdóttor Frístundafulltrúi Dalvíkurbyggðar