Frá Cohn&Wolfe Íslandi ehf.; Beiðni um fund vegna fyrirhugaðs sjókvíaeldis í Eyjafirði

Málsnúmer 202410114

Vakta málsnúmer

Byggðaráð - 1129. fundur - 31.10.2024

Tekið fyrir erindi frá Cohn&Wolfe Íslandi ehf., dagsett þann 23. október sl, þar sem óskað er eftir fundi fyrir hönd Völu Árnadóttur, nátturuverndarsinna og stjórnarmanns í Íslenska náttúrverndarsjóðnum, til að ræða fyrirhugað sjókvíaeldi í Eyjafirði og hugsanleg áhrif þess á umhverfið og náttúruna á svæðinu.
Byggðaráð samþykkir samhljóða með 3 atkvæðum að verða við beiðni um fund og felur sveitarstjóra að funda með fulltrúum Íslenska náttúruverndarsjóðsins. Fulltrúar sveitarstjórnar mæti á fundinn ef þeir hafa tök á.