Frá SSNE;Drög að Sóknaráætlun Norðurlands eystra 2025-2029 til umfjöllunar í sveitarstjórnum

Málsnúmer 202411053

Vakta málsnúmer

Byggðaráð - 1131. fundur - 14.11.2024

Með fundarboði byggðaráðs fylgdi erindi frá SSNE, dagsett þann 8. nóvember sl., þar sem fram kemur að meðfylgjandi er erindi vegna Sóknaráætlunar Norðurlands eystra 2025-2029 og óskað er umfjöllunar í sveitarstjórn. Meðfylgjandi drög að Sóknaráætlun voru til umfjöllunar á 67. stjórnarfundi SSNE og var samþykkt að senda hana til kynningar í Samráðsgátt stjórnvalda og hins vegar til umfjöllunar í sveitarstjórnum innan SSNE. Óskað er eftir að athugasemdir eða ábendingar berist í síðasta lagi 6. desember nk.
Vísað til umfjöllunar og afgreiðslu sveitarstjórnar.

Sveitarstjórn - 374. fundur - 19.11.2024

Á 1131. fundi byggðaráðs þann 14. nóvember sl. var eftirfarandi bókað:
Með fundarboði byggðaráðs fylgdi erindi frá SSNE, dagsett þann 8. nóvember sl., þar sem fram kemur að meðfylgjandi er erindi vegna Sóknaráætlunar Norðurlands eystra 2025-2029 og óskað er umfjöllunar í sveitarstjórn.
Meðfylgjandi drög að Sóknaráætlun voru til umfjöllunar á 67. stjórnarfundi SSNE og var samþykkt að senda hana til kynningar í Samráðsgátt stjórnvalda og hins vegar til umfjöllunar í sveitarstjórnum innan SSNE. Óskað er eftir að athugasemdir eða ábendingar berist í síðasta lagi 6. desember nk.
Niðurstaða : Vísað til umfjöllunar og afgreiðslu sveitarstjórnar."
Enginn tók til máls.

Sveitarstjórn samþykkir samhljóða með 7 atkvæðum að senda ekki inn athugasemdir við ofangreind drög.