Á 1130. fundi byggðaráðs þann 7. nóvember sl. var eftirfarandi bókað:
Á 372. fundi sveitarstjórnar þann 22. október sl. var eftirfarandi bókað:
"Á 1123. fundi byggðaráðs þann 3. október sl. var eftirfarandi bókað:
"Tekið fyrir erindi frá slökkviliðsstjóra þar sem óskað er eftir því að ganga frá sölu á slökkvibifreið. Fyrir liggur tilboð að fjárhæð kr. 1.500.000.- Jafnframt er óskað eftir því að söluandvirðið verði varið til endurnýjunar á eiturefnabúningum slökkviliðsins.
Niðurstaða : Byggðaráð samþykkir samhljóða með 3 atkvæðum að heimila sölu á slökkvibifreið að fjárhæð kr. 1.500.000.- til Slökkviliðs Akureyrar og andvirði bílsins verði notað til endurnýjunar á eiturefnabúningum slökkviliðsins.
Slökkviliðsstjóra er falið að útbúa viðauka við fjárhagsáætlun og leggja fyrir fund byggðaráðs."
Enginn tók til máls.
Sveitarstjórn samþykkir samhljóða með 7 atkvæðum ofangreinda afgreiðslu byggðaráðs og heimilar slökkviliðsstjóra að selja slökkvibifreið til Slökkviliðs Akureyrar á kr. 1.500.000 og að söluandvirðið verði nýtt til að kaupa eiturefnabúninga."
Með fundarboði byggðaráðs fylgdi erindi frá slökkviliðsstjóra, dagsett þann 4. nóvember sl., þar sem óskað er eftir viðauka til endurnýjunar á eiturefnabúningum Slökkviliðsins.
Niðurstaða : Byggðaráð samþykkir samhljóða með 3 atkvæðum ofangreinda viðaukabeiðni, viðauki nr. 46 við fjárhagsáætlun 2024, þannig að liður 07210-2810 hækki um kr. 1.500.000 og liður 07210-0711 hækki um kr. -1.500.000 á móti.
Nettó breyting innan deildarinnar er því 0 og ekki þarf að bregðast sérstaklega við viðaukaunum. Vísað til umfjöllunar og afgreiðslu sveitarstjórnar."