Byggðaráð

1122. fundur 26. september 2024 kl. 13:15 - 14:20 í Upsa á 3. hæð í Ráðhúsi Dalvíkur
Nefndarmenn
  • Helgi Einarsson formaður
  • Freyr Antonsson, aðalmaður boðaði forföll og Sigríður Jódís Gunnarsdóttir varamaður, sat fundinn í hans stað.
  • Lilja Guðnadóttir aðalmaður
Starfsmenn
  • Eyrún Ingibjörg Sigþórsdóttir sveitarstjóri
Fundargerð ritaði: Eyrún Ingibjörg Sigþórsdóttir sveitarstjóri
Dagskrá

1.Frá 371. fundi sveitarstjórnar þann 17.09.2024; Gott að eldast

Málsnúmer 202310036Vakta málsnúmer

Á 280. fundi félagsmálaráðs þann 10. september sl. var eftirfarandi bókað:
Lagðir voru fram til kynningar og umræðu drög að þjónustusamningum um samþættan heimastuðning á milli Heilbrigðisstofnunar Norðurlands, Dalvíkurbyggð og Dalbæ annars vegar og hins vegar drög að samkomulagi um samþætta heimaþjónustu á milli sömu aðila. Einnig voru kynnt drög að handbók um samþættingu á þjónustu við eldri borgara sveitarfélagsins.
Niðurstaða: Lagt fram til kynningar og umræðu. Félagsmálaráð vísar þjónustusamningnum til sveitastjórnar til samþykktar.

Á 371.fundi sveitarstjórnar þann 17. september sl. var eftirfarandi bókað:
Til máls tóku: Freyr Antonsson sem leggur til að þessum lið verði vísað til byggðaráðs til ferkari umfjöllunar og að fundinn verði fundartími með aðilum Gott að eldast verkefnisins.
Lilja Guðnadóttir.
Fleiri tóku ekki til máls. Sveitarstjórn samþykkir samhljóða með 7 atkvæðum ofangreinda tillögu forseta sveitarstjórnar.

Sveitarstjóri greindi frá fundi sem haldinn var í gær, miðvikudag 25.september, í verkefnastjórn verkefnisins.
Lagt fram til kynningar.

2.Frá 371. fundi sveitarstjórnar þann 17.09.2024; Eineltisamfélagsgerð

Málsnúmer 202409041Vakta málsnúmer

Á 280.fundi félagsmálaráðs þann 10.september 2024 var eftirfarandi bókað:
Félagsmálaráð fagnar umræðunni og telur mikla þörf á jákvæðum samskiptum allra íbúa Dalvíkurbyggðar. Vinnuhóp farsældar barna falið að halda kynningu í farsæld barna í Dalvíkurbyggð þar sem forsendur eru að grípa á utan um börn og foreldra þeirra. Kynning á farsæld barna er á heimasíðu Dalvíkurbyggðar. Félagsmálaráð vekur athygli á að gulum september sem tileinkaður er geðheilbrigði og sjálfsvígforvörnum. Félagsmálaráð skorar á önnur ráð að taka umræðuna um jákvæð og uppbyggileg samskipti. Félagsmálaráð stefnir á jákvæðnis viku í Dalvíkurbyggð.

Á 371.fundi sveitarstjórnar var eftirfarandi bókað:
Til máls tóku: Freyr Antonsson. Lilja Guðnadóttir.
Fleiri tóku ekki til máls.
Sveitarstjórn samþykkir samhljóða með 7 atkvæðum að taka undir ofangreinda bókun félagsmálaráðs.
Byggðaráð fagnar umræðunni og felur sveitarstjóra að vekja athygli á efninu við stjórnendur sveitarfélagsins og viðburðir tengdir verkefninu verða birtir á heimasíðu og samfélagsmiðlum sveitarfélagsins.

3.Frá 371. fundi sveitarstjórnar þann 17.09.2024; Vinnuhópur vegna leikvalla og leiksvæða.

Málsnúmer 202408039Vakta málsnúmer

Á 371.fundi sveitarstjórnar þann 17.september sl. var eftirfarandi bókað:
Til máls tóku: Freyr Antonsson sem leggur til eftirfarandi tillögu:
Sveitarstjórn samþykkir stofnun vinnuhóps um leikvelli og leiksvæði í Dalvíkurbyggð. Hópurinn hafi það hlutverk að búa til stefnumótun að því hvar leiksvæði eigi að vera í sveitarfélaginu, hvernig leiksvæði, taka út ástand þeirra og gera viðhaldsáætlun / endurnýjunaráætlun. Hópurinn skili fullmótuðum tillögum. Vinnuhópnum er falið að gera drög að erindisbréfi og leggja fyrir byggðaráð sem fyrst.
Vinnuhópinn skipi; Deildarstjóri Eigna- og framkvæmdadeildar Íþróttafulltrúi og/eða frístundafulltrúi. Sviðsstjóri fræðslu- og menningarsviðs. Formaður íþrótta og æskulýðsráðs. Formaður umhverfis- og dreifbýlisráðs.
Fleiri tóku ekki til máls.
Sveitarstjórn samþykkir samhljóða með 7 atkvæðum ofangreinda tillögu forseta sveitarstjórnar.
Frestað.

4.Frá Laxós ehf. Erindi til sveitarfélaga við Eyjafjörð

Málsnúmer 202409093Vakta málsnúmer

Lagt fram til kynningar.

5.Frá Landvernd; Nægjusamur nóvember

Málsnúmer 202409092Vakta málsnúmer

Tekið fyrir erindi frá Landvernd sem vekur athygli á hvatningarátaki Landverndar og Grænfánaverkefnisins undir heitingu Nægjusamur nóvember. Þar sem lagt er til að nægjusemi sé viðhöfð sem jákvætt skref fyrir okkur sem einstaklinga og samfélag til þess að stuðla að góðu og heilbrigðu lífi og minnka um leið vistsporið okkar. Nóvember er einn neysluríkasti mánuður ársins og áherslur á nægjusemi er mótsvar við neysluhyggju og hugmyndinni um að okkur vanti stöðugt eitthvað.

Þetta er hvatning til sveitarfélaga til þess að taka þátt í átakinu og hvetja til nægjuseminnar hvort sem það er með viðburðarhaldi, greinaskrifum eða bara með því að fylgjast með og njóta átaksins.
Byggðaráð þakkar fyrir erindið og vísar því til umfjöllunar í nefndum og ráðum Dalvíkurbyggðar.

Vísað áfram.

6.Frá slökkviliðsstjóra Dalvíkurbyggðar; Sala á slökkvibifreið

Málsnúmer 202409115Vakta málsnúmer

Tekið fyrir erindi frá slökkviliðsstjóra þar sem óskað er eftir því að ganga frá sölu á slökkvibifreið. Fyrir liggur tilboð að fjárhæð kr. 1.500.000.- Jafnframt er óskað eftir því að söluandvirðið verði varið til endurnýjunar á eiturefnabúningum slökkviliðsins.
Byggðaráð samþykkir samhljóða með 3 atkvæðum að heimila sölu á slökkvibifreið að fjárhæð kr. 1.500.000.- til Slökkviliðs Akureyrar og andvirði bílsins verði notað til endurnýjunar á eiturefnabúningum slökkviliðsins. Slökkviliðsstjóra er falið að útbúa viðauka við fjárhagsáætlun og leggja fyrir fund byggðaráðs.

7.Frá sveitarstjóra; Raforkuvæðing hafnarsvæðis, hönnun á snjalltenglum - viðaukabeiðni

Málsnúmer 202403127Vakta málsnúmer

Á 137. fundi veitu- og hafnaráðs þann 4. september sl. var eftirfarandi bókað: "Veitu- og hafnaráð óskar eftir skýringu á að í tilboði er gert ráð fyrir 3 tenglastólpum á hverja bryggju. Veitu- og hafnarráð leggur til við sveitarstjórn að farið verði í allt verkið. Samþykkt samhljóða með 4 atkvæðum."

Á 371.fundi sveitarstjórnar var eftirfarandi bókað:
Enginn tók til máls. Sveitarstjórn samþykkir samhljóða með 7 atkvæðum þá tillögu veitu- og hafnaráðs að farið verði í allt verkið og felur sveitarstjóra að leggja viðaukabeiðni fyrir byggðaráð.
Byggðaráð samþykkir samhljóða með 3 atkvæðum ofangreinda viðaukabeiðni, viðauki nr. 34 við fjárhagsáætlun 2024, þannig að liður 42200-11551 hækki um kr. 7.414.200.- Byggðaráð samþykkir samhljóða að viðaukanum verði mætt með lækkun á handbæru fé.
Vísað til umfjöllunar og afgreiðslu sveitarstjórnar.

8.Frá sviðsstjóra fjármála- og stjórnsýslusviðs; Viðaukabeiðni vegna aðkeyptrar sérfræðiþjónustu v. veikinda

Málsnúmer 202409118Vakta málsnúmer

Byggðaráð samþykkir samhljóða með 3 atkvæðum ofangreinda viðaukabeiðni, viðauki nr. 35 við fjárhagsáætlun 2024, þannig að liður 21400-4333 hækki um kr. 1.000.000.- og liður 21400-4391 hækki um kr. 4.000.000.- Alls kr. 5.000.000.- Byggðaráð samþykkir samhljóða að viðaukanum verði mætt með lækkun á handbæru fé.
Vísað til umfjöllunar og afgreiðslu sveitarstjórnar.

9.Frá Markaðsstofu Norðurlands; - málefni Flugklasans Air 66N

Málsnúmer 202408025Vakta málsnúmer

Lagt fram til kynningar.

10.Endurnýjun á samningi vegna byggingafulltrúa

Málsnúmer 202311067Vakta málsnúmer

Byggðaráð samþykkir samhljóða með 3 atkvæðum að fela sveitarstjóra að óska eftir viðræðum við Akureyrarbæ um starf byggingafulltrúa.

Fundi slitið - kl. 14:20.

Nefndarmenn
  • Helgi Einarsson formaður
  • Freyr Antonsson, aðalmaður boðaði forföll og Sigríður Jódís Gunnarsdóttir varamaður, sat fundinn í hans stað.
  • Lilja Guðnadóttir aðalmaður
Starfsmenn
  • Eyrún Ingibjörg Sigþórsdóttir sveitarstjóri
Fundargerð ritaði: Eyrún Ingibjörg Sigþórsdóttir sveitarstjóri