Málsnúmer 202408039Vakta málsnúmer
Á 371.fundi sveitarstjórnar þann 17.september sl. var eftirfarandi bókað:
Til máls tóku: Freyr Antonsson sem leggur til eftirfarandi tillögu:
Sveitarstjórn samþykkir stofnun vinnuhóps um leikvelli og leiksvæði í Dalvíkurbyggð. Hópurinn hafi það hlutverk að búa til stefnumótun að því hvar leiksvæði eigi að vera í sveitarfélaginu, hvernig leiksvæði, taka út ástand þeirra og gera viðhaldsáætlun / endurnýjunaráætlun. Hópurinn skili fullmótuðum tillögum. Vinnuhópnum er falið að gera drög að erindisbréfi og leggja fyrir byggðaráð sem fyrst.
Vinnuhópinn skipi; Deildarstjóri Eigna- og framkvæmdadeildar Íþróttafulltrúi og/eða frístundafulltrúi. Sviðsstjóri fræðslu- og menningarsviðs. Formaður íþrótta og æskulýðsráðs. Formaður umhverfis- og dreifbýlisráðs.
Fleiri tóku ekki til máls.
Sveitarstjórn samþykkir samhljóða með 7 atkvæðum ofangreinda tillögu forseta sveitarstjórnar.
Lagt fram til kynningar.