Endurnýjun á samningi vegna byggingafulltrúa

Málsnúmer 202311067

Vakta málsnúmer

Byggðaráð - 1088. fundur - 16.11.2023

Með fundarboði byggðaráðs fylgdi gildandi samningur við Skipulags- og byggingarfulltrúa Eyjafjarðar bs., (SBE) um embætti byggingarfulltrúa. Samningurinn gildir til 31.12.2023. Til umræðu endurnýjun á samningi og samstarfi við SBE um embætti byggingarfulltrúa Dalvíkurbyggðar.
Byggðaráð leggur til að gerður verði áframhaldandi samningur við SBE um embætti byggingarfulltrúa og felur sveitarstjóra að leggja fyrir sveitarstjórn samningsdrög til umfjöllunar og afgreiðslu.

Sveitarstjórn - 363. fundur - 28.11.2023

Á 1088. fundi byggðaráðs þann 16. nóvember sl. var eftirfarandi bókað:
"Með fundarboði byggðaráðs fylgdi gildandi samningur við Skipulags- og byggingarfulltrúa Eyjafjarðar bs., (SBE) um embætti byggingarfulltrúa. Samningurinn gildir til 31.12.2023. Til umræðu endurnýjun á samningi og samstarfi við SBE um embætti byggingarfulltrúa Dalvíkurbyggðar.Niðurstaða:Byggðaráð leggur til að gerður verði áframhaldandi samningur við SBE um embætti byggingarfulltrúa og felur sveitarstjóra að leggja fyrir sveitarstjórn samningsdrög til umfjöllunar og afgreiðslu."
Enginn tók til máls.

Sveitarstjórn samþykkir samhljóða með 7 atkvæðum að gengið verði áfram til samninga við SBE um embætti byggingafulltrúa og samþykkir jafnframt samhljóða með 7 atkvæðum samningsdrög.

Byggðaráð - 1122. fundur - 26.09.2024

Byggðaráð samþykkir samhljóða með 3 atkvæðum að fela sveitarstjóra að óska eftir viðræðum við Akureyrarbæ um starf byggingafulltrúa.

Sveitarstjórn - 372. fundur - 22.10.2024

Á 1122. fundi byggðaráðs þann 26. september sl. var eftirfarandi bókað:
"Byggðaráð samþykkir samhljóða með 3 atkvæðum að fela sveitarstjóra að óska eftir viðræðum við Akureyrarbæ um starf byggingafulltrúa."
Enginn tók til máls.

Sveitarstjórn samþykkir samhljóða með 7 atkvæðum ofangreinda afgreiðslu byggðaráðs um að fela sveitarstjóra að óska eftir viðræðum við Akureyrarbæ um starf byggingarfulltrúa.