Á 1116. fundi byggðaráðs þann 15. ágúst sl. var eftirfarandi bókað:
"Tekinn fyrir rafpóstur, dagsettur þann 13. ágúst sl., þar sem Markaðsstofa Norðurlands boðar til fundar um málefni Flugklasans Air 66N. Óskað er eftir þátttöku fulltrúa allra sveitarfélaga á Norðurlandi sem og fulltrúa SSNV og SSNE. Fundurinn ver fram á Akureyri mánudaginn 26. ágúst nk. frá kl. 13:00 og áætlaður til kl. 15:00.Niðurstaða:Byggðaráð samþykkir samhljóða með 3 atkvæðum að Freyr Antonsson og Friðjón Árni Sigurvinsson, upplýsingafulltrúi, sæki fundinn fyrir hönd Dalvíkurbyggðar, ef þeir hafa tök á."
Fram kom að ofangreindir höfðu ekki tök á að mæta á fundinn.
Með fundarboði byggðaráðs fylgdi rafpóstur frá Markaðsstofu Norðurlands, dagsettur þann 28. ágúst sl. þar sem gert er grein fyrir ofangreindum fundi og að samtalið við sveitarfélögin mun halda áfram.
Friðjón vék af fundi kl. 14:45.