Byggðaráð

1119. fundur 05. september 2024 kl. 13:15 - 16:00 í Upsa á 3. hæð í Ráðhúsi Dalvíkur
Nefndarmenn
  • Helgi Einarsson formaður
  • Freyr Antonsson varaformaður
  • Lilja Guðnadóttir aðalmaður
Starfsmenn
  • Guðrún Pálína Jóhannsdóttir sviðsstjóri
  • Eyrún Ingibjörg Sigþórsdóttir sveitarstjóri
Fundargerð ritaði: Guðrún Pálína Jóhannsdóttir Sviðsstjóri fjármála- og stjórnsýslusviðs
Dagskrá

1.Rafræn skjalavarsla

Málsnúmer 202301121Vakta málsnúmer

Undir þessum lið komu á fund byggðaráðs Björk Hólm Þorsteinsdóttir, forstöðumaður safna og Menningarhúss, Margrét Ásgeirsdóttir, skjalastjóri, og Gísli Bjarnason, sviðsstjóri fræðslu- og menningarsviðs, kl. 13:15.

Á 365. fundi sveitarstjórnar þann 23. janúar sl. var eftirfarandi bókað:
" 100. fundi menningarráðs þann 18. janúar sl. var eftirfarandi bókað: "Björk Hólm Þorsteinsdóttir,forstöðumaður safna og Menningarhússins Bergs, fór yfir hvernig vinnu við innleiðingu á rafrænni skjalavörslu stendur.Niðurstaða:Menningarráð samþykkir með þremur atkvæðum að taka þátt í þessu verkefni (Rafræn skjalavarsla). Svigrúm er inn í fjárhagsáætlun 2024 fyrir þátttökugjaldi sem er 166.612 kr. á ári."Niðurstaða:Enginn tók til máls. Sveitarstjórn samþykkir samhljóða með 7 atkvæðum ofangreinda afgreiðslu menningarráðs um þátttöku Héraðsskjalasafns Svarfdæla í Dalvíkurbyggð í verkefni um rafræna skjalavörslu."

Með fundarboði byggðaráðs fylgdi erindi frá framkvæmdastjórn Miðstöðvar héraðsskjalasafns, dagsett þann 7. mars sl., er varðar boð til Dalvíkurbyggðar um aðild að Miðstöð héraðsskjalasafna um rafræna skjalavörslu. Stofnfundur fór fram 9. febrúar sl. Meginmarkmið með stofnun miðstöðvarinnar er að styðja við stafræna umbreytingu hjá sveitarfélögum ásamt því að byggja upp þekkingu á málaflokkinum innan héraðsskjalasafna, finna hentugar lausnir á hýsingu og ekki síst að lækka kostnað við móttöku og langtímavörslu rafrænna og stafrænna gagna. Með því að taka þátt í rekstri MHR trygga sveitarfélög sér grundvöll þess að hefja stafræna umbreytingu og veita héraðsskjalasöfnunum nauðsynlegan stuðning til að uppfylla lagaskyldur sínar um móttöku rafrænna gagna óhæð stærð sveitarfélaga sem að baki þeim standa eða þekkingar innan héraðsskjalaafnanna.

Með fundarboði byggðaráðs fylgja einnig eftirfarandi gögn:
Samstarfsyfirlýsing héraðasskjalavarða frá 14. nóvember 2022 ásamt minnisblaði um rafræna langtímavörslu skjala á héraðsskjalasöfnum.
Samþykktir fyrir MHR ásamt viðauka.
Stofnfundargerðð frá 9. febrúar sl.
Upplýsingar um kostnaðarskiptingu og áætlaðan hlut Dalvíkurbyggðar.


Til umræðu ofangreint, aðild Dalvíkurbyggðar í gegnum Héraðsskjalasafn Svarfdæla í Dalvíkurbyggð og rafræn skjalavarsla almennt.

Björk, Margrét og Gísli viku af fundi kl.13:59.




Byggðaráð samþykkir samhljóða með 3 atkvæðum að leggja til við sveitarstjórn að Héraðsskjalasafn Svarfdæla í Dalvíkurbyggð taki þátt í ofangreindu verkefni og verði aðili að Miðstöð héraðsskjalasafna.

2.Atvinnumál í sveitarfélaginu

Málsnúmer 202409008Vakta málsnúmer

Undir þessum lið kom á fund byggðaráðs Friðjón Árni Sigurvinsson, upplýsingafulltrúi, kl. 14:00.

Til umræðu:
a) Atvinnustefna Dalvíkurbyggðar.
b) Atvinnumál almennt í sveitarfélaginu.
c) Atvinnulífskönnun Dalvíkurbyggðar sem fer í loftið á næstunni.
d) Vakin var athygli á eftirfarandi frétt;
https://www.stjornarradid.is/efst-a-baugi/frettir/stok-frett/2024/08/28/150-milljonir-i-styrki-til-ad-fjolga-ostadbundnum-storfum-a-landsbyggdinni/
Fram kemur að innaviðraráðherra hefur ákveðið að veita styrki, að fjárhæð allt að 150 milljónum kr. af byggðaáætlun, til að fjölga óstaðbundnum störfum á landsbyggðinni. Ríkisstofnanir á höfuðborgarsvæðinu eiga kost á að sækja um styrki til að ráða í óstaðbundin störf á þeirra vegum utan höfuðborgarsvæðisins, m.a. til að mæta kostnaði við aðstöðu fyrir starfsfólk.
a) Byggðaráð samþykkir samhljóða með 3 atkvæðum að Atvinnustefna Dalvíkurbyggðar verði endurskoðun og uppfærð. Vísað til fjármála- og stjórnsýslusviðs til úrvinnslu.
b) Lagt fram til kynningar.
c) Lagt fram til kynningar.
d) Lagt fram til kynningar.

3.Frá Markaðsstofu Norðurlands; fundur með fulltrúum sveitarfélaga um framtíð Flugklasans.

Málsnúmer 202408025Vakta málsnúmer

Á 1116. fundi byggðaráðs þann 15. ágúst sl. var eftirfarandi bókað:
"Tekinn fyrir rafpóstur, dagsettur þann 13. ágúst sl., þar sem Markaðsstofa Norðurlands boðar til fundar um málefni Flugklasans Air 66N. Óskað er eftir þátttöku fulltrúa allra sveitarfélaga á Norðurlandi sem og fulltrúa SSNV og SSNE. Fundurinn ver fram á Akureyri mánudaginn 26. ágúst nk. frá kl. 13:00 og áætlaður til kl. 15:00.Niðurstaða:Byggðaráð samþykkir samhljóða með 3 atkvæðum að Freyr Antonsson og Friðjón Árni Sigurvinsson, upplýsingafulltrúi, sæki fundinn fyrir hönd Dalvíkurbyggðar, ef þeir hafa tök á."

Fram kom að ofangreindir höfðu ekki tök á að mæta á fundinn.

Með fundarboði byggðaráðs fylgdi rafpóstur frá Markaðsstofu Norðurlands, dagsettur þann 28. ágúst sl. þar sem gert er grein fyrir ofangreindum fundi og að samtalið við sveitarfélögin mun halda áfram.

Friðjón vék af fundi kl. 14:45.
Lagt fram til kynningar.

4.Fjárhagsáætlun 2025 og þriggja ára áætlun 2026-2028

Málsnúmer 202404024Vakta málsnúmer

Á 1118. fundi byggðaráðs þann 29. ágúst sl. var eftirfarandi bókað:
"Á 1117. fundi byggðaráðs þann 22. ágúst sl. var eftirfarandi bókað: Á 1116. fundi byggðaráðs þann 15. ágúst sl. var eftirfarandi bókað: a) Forsendur Dalvíkurbyggðar með fjárhagsáætlun 2025 Með fundarboði byggðaráðs fylgdi samantekt sviðsstjóra fjármála- og stjórnsýslusviðs á helstu almennum og sérstækum forsendum Dalvíkurbyggðar vegna vinnu við fjárhagsáætlun 2025-2028, fyrstu drög, ásamt fylgigögnum. b) Drög að fjárhagsramma Með fundarboði byggðaráðs fylgdu fyrstu drög að fjárhagsramma vegna vinnu við fjárhagsáætlun 2025 ásamt fylgigögnum sem gera grein fyrir helstu forsendum og breytingum. c) Annað Niðurstaða:a) Lagt fram til kynningar og verður áfram til umfjöllunar. b) Lagt fram til kynningar og verður áfram til umfjöllunar. c) Ekkert fleira. Ofangreint áfram til umfjöllunar.Niðurstaða:Lagt fram til kynningar og vísað áfram til umfjöllunar byggðaráðs.Niðurstaða:Á fundinum voru gerðar breytingar á forsendum með fjárhagsáætlun hvað varðar breytingar á gjaldskrám og útgjöldum."

Áfram til umræðu eftirfarandi.
a) Forsendur

Með fundarboði byggðaráðs fylgdi uppfært skjal með forsendum vegna vinnu við fjárhagsáætlun.

b) Fjárhagsrammi

Með fundarboði byggðaráðs fylgdi uppfærður fjárhagsrammi ásamt fylgigögnum með breytingum frá síðasta fundi.

c) Annað
a) Byggðaráð gerir ekki athugasemdir við forsenduskjalið eins og það liggur fyrir. Áfram verður unnið að skjalinu og það uppfært eftir því sem nýjar upplýsingar koma inn.
b) Byggðaráð samþykkir samhljóða með 3 atkvæðum fyrirliggjandi tillögu að fjárhagsramma fyrir árið 2025 með þeim breytingum sem gerðar voru á fundinum varðandi styrki í málaflokkum 05 og 07.
c) Ekkert fleira.

5.Starfsáætlun fjármála- og stjórnsýslusviðs 2025-2028; hugmyndir / tillögur byggðaráðs

Málsnúmer 202409009Vakta málsnúmer

Með fundarboði byggðaráðs fylgdi gildandi starfsáætlun fjármála- og stjórnsýslusviðs fyrir árið 2024.

Til umræðu verkefni ársins 2025 og áherslur er varðar verkefni sveitarstjórnar og byggðaráðs.
Lagt fram til kynningar.

6.Frá deildarstjóra Eigna- og framkvæmdadeildarM Beiðni um viðauka vegna snjómoksturs og hálkueyðingar 2024

Málsnúmer 202408026Vakta málsnúmer

Tekin fyrir viðaukabeiðni frá deildarstjóra Eigna- og framkvæmdadeildar, dagsett þann 2. september 2024, þar sem óskað er eftir viðauka við fjárhagsáætlun 2024 vegna snjómoksturs og hálkueyðingar að upphæð kr. 11.500.000 vegna síðari hluta ársins. Í fjárhagsáætlun ársins er heimildin kr. 34.232.000 í snjómokstur og hálkueyðingu 2024. Raunstaðan nú er kr. 43.513.862 eða kr. 9.281.865 umfram áætlun. Að auki er kostnaður áfallinn að upphæð kr. 2.256.899 vegna grjóthreinsunar sem ekki var gert ráð fyrir á áætlun. Heildarfrávikið er því nú um 11,6 m.kr.

Byggðaráð samþykkir samhljóða með 3 atkvæðum ofangreinda viðaukabeiðni að upphæð kr. 11.500.000 vegna snjómoksturs og hálkueyðingar seinna hluta ársins á lið 10600-4948, viðauki nr. 30 við fjárhagsáætlun 2024, og að honum verði mætt með lækkun á handbæru fé.
Vísað til umfjöllunar og afgreiðslu sveitarstjórnar.

Fundi slitið - kl. 16:00.

Nefndarmenn
  • Helgi Einarsson formaður
  • Freyr Antonsson varaformaður
  • Lilja Guðnadóttir aðalmaður
Starfsmenn
  • Guðrún Pálína Jóhannsdóttir sviðsstjóri
  • Eyrún Ingibjörg Sigþórsdóttir sveitarstjóri
Fundargerð ritaði: Guðrún Pálína Jóhannsdóttir Sviðsstjóri fjármála- og stjórnsýslusviðs