Frá deildarstjóra Eigna- og framkvæmdadeildarM Beiðni um viðauka vegna snjómoksturs og hálkueyðingar 2024

Málsnúmer 202408026

Vakta málsnúmer

Byggðaráð - 1119. fundur - 05.09.2024

Tekin fyrir viðaukabeiðni frá deildarstjóra Eigna- og framkvæmdadeildar, dagsett þann 2. september 2024, þar sem óskað er eftir viðauka við fjárhagsáætlun 2024 vegna snjómoksturs og hálkueyðingar að upphæð kr. 11.500.000 vegna síðari hluta ársins. Í fjárhagsáætlun ársins er heimildin kr. 34.232.000 í snjómokstur og hálkueyðingu 2024. Raunstaðan nú er kr. 43.513.862 eða kr. 9.281.865 umfram áætlun. Að auki er kostnaður áfallinn að upphæð kr. 2.256.899 vegna grjóthreinsunar sem ekki var gert ráð fyrir á áætlun. Heildarfrávikið er því nú um 11,6 m.kr.

Byggðaráð samþykkir samhljóða með 3 atkvæðum ofangreinda viðaukabeiðni að upphæð kr. 11.500.000 vegna snjómoksturs og hálkueyðingar seinna hluta ársins á lið 10600-4948, viðauki nr. 30 við fjárhagsáætlun 2024, og að honum verði mætt með lækkun á handbæru fé.
Vísað til umfjöllunar og afgreiðslu sveitarstjórnar.

Sveitarstjórn - 371. fundur - 17.09.2024

Á 1119. fundi byggðaráðs þann 5. september sl. var eftirfarandi bókað:
"Tekin fyrir viðaukabeiðni frá deildarstjóra Eigna- og framkvæmdadeildar, dagsett þann 2. september 2024, þar sem óskað er eftir viðauka við fjárhagsáætlun 2024 vegna snjómoksturs og hálkueyðingar að upphæð kr. 11.500.000 vegna síðari hluta ársins. Í fjárhagsáætlun ársins er heimildin kr. 34.232.000 í snjómokstur og hálkueyðingu 2024. Raunstaðan nú er kr. 43.513.862 eða kr. 9.281.865 umfram áætlun. Að auki er kostnaður áfallinn að upphæð kr. 2.256.899 vegna grjóthreinsunar sem ekki var gert ráð fyrir á áætlun. Heildarfrávikið er því nú um 11,6 m.kr. Niðurstaða:Byggðaráð samþykkir samhljóða með 3 atkvæðum ofangreinda viðaukabeiðni að upphæð kr. 11.500.000 vegna snjómoksturs og hálkueyðingar seinna hluta ársins á lið 10600-4948, viðauki nr. 30 við fjárhagsáætlun 2024, og að honum verði mætt með lækkun á handbæru fé. Vísað til umfjöllunar og afgreiðslu sveitarstjórnar."
Enginn tók til máls.

Sveitarstjórn samþykkir samhljóða með 7 atkvæðum ofangreinda afgreiðslu byggðaráðs og viðauka nr. 30 við fjárhagsáætlun 2024 að upphæð kr. 11.500.000 á lið 10600-4948 vegna snjómoksturs og hálkueyðingar seinni hluta ársins. Sveitarstjórn samþykkir jafnframt samhljóða að viðaukanum verði mætt með lækkun á handbæru fé.