Atvinnumál í sveitarfélaginu

Málsnúmer 202409008

Vakta málsnúmer

Byggðaráð - 1119. fundur - 05.09.2024

Undir þessum lið kom á fund byggðaráðs Friðjón Árni Sigurvinsson, upplýsingafulltrúi, kl. 14:00.

Til umræðu:
a) Atvinnustefna Dalvíkurbyggðar.
b) Atvinnumál almennt í sveitarfélaginu.
c) Atvinnulífskönnun Dalvíkurbyggðar sem fer í loftið á næstunni.
d) Vakin var athygli á eftirfarandi frétt;
https://www.stjornarradid.is/efst-a-baugi/frettir/stok-frett/2024/08/28/150-milljonir-i-styrki-til-ad-fjolga-ostadbundnum-storfum-a-landsbyggdinni/
Fram kemur að innaviðraráðherra hefur ákveðið að veita styrki, að fjárhæð allt að 150 milljónum kr. af byggðaáætlun, til að fjölga óstaðbundnum störfum á landsbyggðinni. Ríkisstofnanir á höfuðborgarsvæðinu eiga kost á að sækja um styrki til að ráða í óstaðbundin störf á þeirra vegum utan höfuðborgarsvæðisins, m.a. til að mæta kostnaði við aðstöðu fyrir starfsfólk.
a) Byggðaráð samþykkir samhljóða með 3 atkvæðum að Atvinnustefna Dalvíkurbyggðar verði endurskoðun og uppfærð. Vísað til fjármála- og stjórnsýslusviðs til úrvinnslu.
b) Lagt fram til kynningar.
c) Lagt fram til kynningar.
d) Lagt fram til kynningar.