Skógarhólar 12 - umsókn um lóð

Málsnúmer 202410110

Vakta málsnúmer

Skipulagsráð - 28. fundur - 13.11.2024

Erindi dagsett 27.október 2024 þar sem Jökull Þorri Helgason sækir um lóð nr. 12 við Skógarhóla.
Jafnframt er óskað eftir að gerð verði breyting á deiliskipulagi svæðisins sem felur í sér að heimilt verði að reisa parhús á lóðinni í stað einbýlishúss eins og gildandi deiliskipulag gerir ráð fyrir.
Anna Kristín Guðmundsóttir D-lista lýsti yfir vanhæfi við afgreiðslu málsins og var það samþykkt. Vék hún af fundi við umræður og afgreiðslu máls.

Skipulagsráð hafnar erindinu og vísar því til vinnu við þéttingu byggðar þar sem m.a. er gert ráð fyrir parhúsalóðum norðan Ægisgötu.
Samþykkt samhljóða með fjórum atkvæðum.

Sveitarstjórn - 374. fundur - 19.11.2024

Á 28. fundi skipulagsráðs þann 13. nóvember sl. var eftirfarandi bókað:
"Erindi dagsett 27.október 2024 þar sem Jökull Þorri Helgason sækir um lóð nr. 12 við Skógarhóla. Jafnframt er óskað eftir að gerð verði breyting á deiliskipulagi svæðisins sem felur í sér að heimilt verði að reisa parhús á lóðinni í stað einbýlishúss eins og gildandi deiliskipulag gerir ráð fyrir.
Niðurstaða : Anna Kristín Guðmundsóttir D-lista lýsti yfir vanhæfi við afgreiðslu málsins og var það samþykkt. Vék hún af fundi við umræður og afgreiðslu máls.
Skipulagsráð hafnar erindinu og vísar því til vinnu við þéttingu byggðar þar sem m.a. er gert ráð fyrir parhúsalóðum norðan Ægisgötu.
Samþykkt samhljóða með fjórum atkvæðum."
Enginn tók til máls.

Sveitarstjórn samþykkir samhljóða með 7 atkvæðum ofangreinda afgreiðslu skipulagsráðs og hafnar erindinu um úthlutun á lóðinni við Skógarhóla 12 og breytingu á deiliskipulagi svæðisins sem felur í sér að heimilt verði að reisa parhús á lóðinni í stað einbýlishúss.