Ákvörðun um álagningu útsvars 2025 - tillaga til sveitarstjórnar.

Málsnúmer 202411023

Vakta málsnúmer

Byggðaráð - 1130. fundur - 07.11.2024

Tekið til umfjöllunar tillaga til sveitarstjórnar um álagningu útsvars 2025.
Byggðaráð samþykkir samhljóða með 3 atkvæðum að leggja til við sveitarstjórn að álagning útsvars 2025 verði óbreytt á milli ára, eða hámarksprósenta skv. lögum um tekjustofna sveitarfélaga nr. 4/1995 með síðari breytingum, sem er nú 14,97%.
https://www.althingi.is/lagas/nuna/1995004.html

Sveitarstjórn - 374. fundur - 19.11.2024

Á 1130. fundi byggðaráðs þann 7. nóvember sl. var eftirfarandi bókað:
Tekið til umfjöllunar tillaga til sveitarstjórnar um álagningu útsvars 2025.
Niðurstaða : Byggðaráð samþykkir samhljóða með 3 atkvæðum að leggja til við sveitarstjórn að álagning útsvars 2025 verði óbreytt á milli ára, eða hámarksprósenta skv. lögum um tekjustofna sveitarfélaga nr. 4/1995 með síðari breytingum, sem er nú 14,97%.
https://www.althingi.is/lagas/nuna/1995004.html"
Enginn tók til máls.

Sveitarstjórn samþykkir samhljóða með 7 atkvæðum að álagning útsvars 2025 verði hámarksprósenta sem er nú 14,97%.