Ásasund 1 - umsókn um byggingarleyfi

Málsnúmer 202409074

Vakta málsnúmer

Skipulagsráð - 28. fundur - 13.11.2024

Erindi dagsett 8.ágúst 2024 þar sem Gunnar Már Leifsson sækir um byggingarleyfi fyrir viðbyggingu við núverandi íbúðarhús á lóðinni Ásasundi 1 (L231735).
Ekki er í gildi deiliskipulag á svæðinu.
Meðfylgjandi eru afstöðumynd og grunnmynd.
Skipulagsráð samþykkir að grenndarkynna áformin skv. 44.gr. skipulagslaga nr. 123/2010. Grenndarkynnt skal fyrir landeigendum Syðri-Haga.
Samþykkt samhljóða með fimm atkvæðum.

Sveitarstjórn - 374. fundur - 19.11.2024

Á 28. fundi skipulagsráðs þann 13. nóvember sl. var eftirfarandi bókað:
"Erindi dagsett 8.ágúst 2024 þar sem Gunnar Már Leifsson sækir um byggingarleyfi fyrir viðbyggingu við núverandi íbúðarhús á lóðinni Ásasundi 1 (L231735).
Ekki er í gildi deiliskipulag á svæðinu. Meðfylgjandi eru afstöðumynd og grunnmynd.
Niðurstaða : Skipulagsráð samþykkir að grenndarkynna áformin skv. 44.gr. skipulagslaga nr. 123/2010. Grenndarkynnt skal fyrir landeigendum Syðri-Haga.
Samþykkt samhljóða með fimm atkvæðum."
Enginn tók til máls.

Sveitarstjórn samþykkir samhljóða með 7 atkvæðum ofangreinda afgreiðslu skipulagsráðs um grenndarkynningu skv. 44. gr. skipulagslaga nr. 123/2010.