Nýtt íbúðasvæði við Böggvisbraut - breyting á aðalskipulagi

Málsnúmer 202410032

Vakta málsnúmer

Skipulagsráð - 26. fundur - 09.10.2024

Tillaga að nýju deiliskipulagi fyrir íbúðabyggð við Böggvisbraut gerir ráð fyrir breytingu á Aðalskipulagi Dalvíkurbyggðar 2008-2020. Breytingin felur í sér að íbúðasvæði 202-ÍB stækkar lítilsháttar til norðurs og vesturs á kostnað óbyggðs svæðis.

Skipulagsráð leggur til við sveitarstjórn að gerð verði breyting á Aðalskipulagi Dalvíkurbyggðar 2008-2020 til samræmis við fyrirhugaða deiliskipulagstillögu.
Að mati skipulagsráðs er um óverulega breytingu að ræða í samræmi við 2. mgr. 36. gr. skipulagslaga nr. 123/2010 þar sem breytingin hefur hvorki í för með sér verulegar breytingar á landnotkun né er hún líkleg til að hafa áhrif á einstaka aðila eða stór svæði.
Samþykkt samhljóða með fimm atkvæðum.

Sveitarstjórn - 372. fundur - 22.10.2024

Á 26. fundi skipulagsráðs þann 9. október sl. var eftirfarandi bókað:
"Tillaga að nýju deiliskipulagi fyrir íbúðabyggð við Böggvisbraut gerir ráð fyrir breytingu á Aðalskipulagi Dalvíkurbyggðar 2008-2020. Breytingin felur í sér að íbúðasvæði 202-ÍB stækkar lítilsháttar til norðurs og vesturs á kostnað óbyggðs svæðis.
Niðurstaða : Skipulagsráð leggur til við sveitarstjórn að gerð verði breyting á Aðalskipulagi Dalvíkurbyggðar 2008-2020 til samræmis við fyrirhugaða deiliskipulagstillögu.
Að mati skipulagsráðs er um óverulega breytingu að ræða í samræmi við 2. mgr. 36. gr. skipulagslaga nr. 123/2010 þar sem breytingin hefur hvorki í för með sér verulegar breytingar á landnotkun né er hún líkleg til að hafa áhrif á einstaka aðila eða stór svæði. Samþykkt samhljóða með fimm atkvæðum."
Til máls tóku:
Freyr Antonsson forseti sveitarstjórnar sem leggur fram eftirfarandi tillögu:"Skipulagsráði verði falið að stækka íbúðasvæði 202-ÍB til suðurs og útvíkka þar með deiliskipulagið suðurfyrir vegslóða frá Böggvisbraut að Böggvisdal. Vegstæðið verði þar með hluti af nýju deiliskipulagi, vegurinn verði byggður upp og íbúðir byggðar norðan og sunnan vegar."

Fleiri tóku ekki til máls.

Sveitarstjórn samþykkir samhljóða með 7 atkvæðum ofangreinda tillögu forseta sveitarstjórnar.

Skipulagsráð - 28. fundur - 13.11.2024

Á fundi sveitarstjórnar Dalvíkurbyggðar þann 22.október sl. var skipulagsráði falið að stækka íbúðasvæði 202-ÍB til suðurs fyrir uppbyggingu íbúðarhúsnæðis norðan og sunnan vegslóða frá Böggvisbraut að Böggvisdal.
Samhliða verður nýtt deiliskipulag fyrir íbúðasvæði við Böggvisbraut stækkað til samræmis.
Skipulagsráð leggur til við sveitarstjórn að hún samþykki að gerð verði breyting á Aðalskipulagi Dalvíkurbyggðar 2008-2020 skv. 1.mgr. 36.gr.skipulagslaga nr. 123/2010 sem felur í sér eftirfarandi:
- Stækkun á íbúðarsvæði 202-ÍB til suðurs á kostnað óbyggðs svæðis fyrir uppbyggingu íbúðarlóða norðan og sunnan vegslóða frá Böggvisbraut að Böggvisdal.
- Minniháttar stækkun á íbúðarsvæði 202-ÍB til norðurs og vesturs á kostnað óbyggðs svæðis.

Samþykkt samhljóða með fimm atkvæðum.

Sveitarstjórn - 374. fundur - 19.11.2024

Á 26. fundi umhverfis- og dreifbýlisráðs þann 8. nóvember sl. var eftirfarandi bókað.
Á fundi sveitarstjórnar Dalvíkurbyggðar þann 22.október sl. var skipulagsráði falið að stækka íbúðasvæði 202-ÍB til suðurs fyrir uppbyggingu íbúðarhúsnæðis norðan og sunnan vegslóða frá Böggvisbraut að Böggvisdal.
Samhliða verður nýtt deiliskipulag fyrir íbúðasvæði við Böggvisbraut stækkað til samræmis.
Niðurstaða : Skipulagsráð leggur til við sveitarstjórn að hún samþykki að gerð verði breyting á Aðalskipulagi Dalvíkurbyggðar 2008-2020 skv. 1.mgr. 36.gr.skipulagslaga nr. 123/2010 sem felur í sér eftirfarandi:
- Stækkun á íbúðarsvæði 202-ÍB til suðurs á kostnað óbyggðs svæðis fyrir uppbyggingu íbúðarlóða norðan og
sunnan vegslóða frá Böggvisbraut að Böggvisdal.
- Minniháttar stækkun á íbúðarsvæði 202-ÍB til norðurs og vesturs á kostnað óbyggðs svæðis.
Samþykkt samhljóða með fimm atkvæðum."
Enginn tók til máls.

Sveitarstjórn samþykkir samhljóða með 7 atkvæðum ofangreinda tillögu skipulagsráðs og samþykkir að gerð verði breyting á Aðalskipulagi Dalvíkurbyggðar 2008-2020 skv. 1.mgr. 36.gr.skipulagslaga nr. 123/2010 sem felur í sér eftirfarandi:
- Stækkun á íbúðarsvæði 202-ÍB til suðurs á kostnað óbyggðs svæðis fyrir uppbyggingu íbúðarlóða norðan og sunnan vegslóða frá Böggvisbraut að Böggvisdal.
- Minniháttar stækkun á íbúðarsvæði 202-ÍB til norðurs og vesturs á kostnað óbyggðs svæðis.