Nýtt íbúðasvæði við Böggvisbraut - breyting á aðalskipulagi

Málsnúmer 202410032

Vakta málsnúmer

Skipulagsráð - 26. fundur - 09.10.2024

Tillaga að nýju deiliskipulagi fyrir íbúðabyggð við Böggvisbraut gerir ráð fyrir breytingu á Aðalskipulagi Dalvíkurbyggðar 2008-2020. Breytingin felur í sér að íbúðasvæði 202-ÍB stækkar lítilsháttar til norðurs og vesturs á kostnað óbyggðs svæðis.

Skipulagsráð leggur til við sveitarstjórn að gerð verði breyting á Aðalskipulagi Dalvíkurbyggðar 2008-2020 til samræmis við fyrirhugaða deiliskipulagstillögu.
Að mati skipulagsráðs er um óverulega breytingu að ræða í samræmi við 2. mgr. 36. gr. skipulagslaga nr. 123/2010 þar sem breytingin hefur hvorki í för með sér verulegar breytingar á landnotkun né er hún líkleg til að hafa áhrif á einstaka aðila eða stór svæði.
Samþykkt samhljóða með fimm atkvæðum.