Byggðaráð

1124. fundur 08. október 2024 kl. 13:30 - 16:45 í Upsa á 3. hæð í Ráðhúsi Dalvíkur
Nefndarmenn
  • Helgi Einarsson formaður
  • Freyr Antonsson varaformaður
  • Lilja Guðnadóttir aðalmaður
Starfsmenn
  • Guðrún Pálína Jóhannsdóttir sviðsstjóri
  • Eyrún Ingibjörg Sigþórsdóttir sveitarstjóri
Fundargerð ritaði: Guðrún Pálína Jóhannsdóttir Sviðsstjóri fjármála- og stjórnsýslusviðs
Dagskrá
Eyrún Ingibjörg Sigþórsdóttir, sveitarstjóri, tók þátt í fundinum í gegnum TEAMS.

1.Fjárhagsáætlun 2025 og þriggja ára áætlun 2026-2028

Málsnúmer 202404024Vakta málsnúmer

a) Tillögur að starfs- og fjárhagsáætlun félagsmálasviðs.

Undir þessum lið kom á fund byggðaráðs Eyrún Rafnsdóttir, sviðsstjóri félagsmálasviðs, kl. 13:30.

Eyrún fór yfir tillögur stjórnenda og félagsmálaráðs að starfs- og fjárhagsáætlun vegna 2025 og þriggja ára áætlun 2026-2028 vegna málaflokks 02; Félagsþjónusta.

Eftirfarandi gögn fylgdu fundarboði:
Starfsáætlun félagsmálasviðs 2025.
Erindi til byggðaráðs með fjárhagsáætlun.
Beiðni um búnaðarkaup.
Yfirlit yfir niðurstöður vinnubóka í samanburði við fjárhagsramma 2025 (GPJ)
Launasamanburður 2025 vs. 2024 skv. þarfagreiningu stjórnenda (GPJ)
Samantekt á umfjöllun félagsmálaráðs um fjárhagsáætlun (GPJ)

Eyrún vék af fundi kl. 14:20.


b) Tillögur að starfs- og fjarhagsáætlun menningarmála.

Undir þessum lið komu á fund byggðaráðs Björk Hólm Þorsteinsdóttir, forstöðumaður safna og Menningarhússins Bergs, og Gísli Bjarnason, sviðsstjóri fræðslu- og menningarsviðs, kl. 14:30.

b.1.) Forstöðumaður safna og menningarhússins Bergs fór yfir hugmyndir að stofnun vinnuhóps vegna áforma í húsnæðismálum Byggðasafnsins og næstu skref.

Eyrún Ingibjörg vék af fundi kl. 15:05.

b.2.) Björk og Gísli kynntu tillögur stjórnenda og menningarráðs að starfs- og fjárhagsáætlun 2025 og þriggja ára áætlun 2026-2028 vegna
b.2.1.) safna og Menningarhússins Bergs, og
b.2.2) menningarmála - málaflokks 05 heilt yfir.

Eftirfarandi gögn fylgdu fundarboði:
Starfsáætlun safna og Menningarhúss 2025.
Minnisblað til byggðaráðs með fjárhagsáætlun vegna fjárhagsramma og greinargerð á breytingum stöðugilda.
Beiðnir um búnaðarkaup.
Yfirlit yfir niðurstöður vinnubóka í samanburði við fjárhagsramma 2025 (GPJ)
Launasamanburður 2025 vs. 2024 skv. þarfagreiningu stjórnenda (GPJ)
Samantekt á umfjöllun menningarráðs um fjárhagsáætlun (GPJ)


Björk vék af fundi kl. 16:00.

Gísli vék af fundi kl. 16:20.


a) Lagt fram til kynningar.
b) Lagt fram til kynningar.

2.Úrgangsmál innleiðing og útboð; tilboð í þjónustu við gerð útboðsgagna.

Málsnúmer 202303137Vakta málsnúmer

Með fundarboði byggðaráðs fylgdi erindi frá deildarstjóra Eigna- og framkvæmdadeildar, sbr. rafpóstur dagsettur þann 3. október sl., vegna tillögu að samningi við Consensa um útboðsþjónustu og ráðgjöf,
Byggðaráð frestar erindinu og óskar eftir frekari upplýsingum um stöðu mála varðandi ráðgjöf og samvinnu sveitarfélaganna í tengslum við fyrirkomulag sorphirðu og útboð.

Fundi slitið - kl. 16:45.

Nefndarmenn
  • Helgi Einarsson formaður
  • Freyr Antonsson varaformaður
  • Lilja Guðnadóttir aðalmaður
Starfsmenn
  • Guðrún Pálína Jóhannsdóttir sviðsstjóri
  • Eyrún Ingibjörg Sigþórsdóttir sveitarstjóri
Fundargerð ritaði: Guðrún Pálína Jóhannsdóttir Sviðsstjóri fjármála- og stjórnsýslusviðs