Málsnúmer 202404024Vakta málsnúmer
a) Tillögur að starfs- og fjárhagsáætlun félagsmálasviðs.
Undir þessum lið kom á fund byggðaráðs Eyrún Rafnsdóttir, sviðsstjóri félagsmálasviðs, kl. 13:30.
Eyrún fór yfir tillögur stjórnenda og félagsmálaráðs að starfs- og fjárhagsáætlun vegna 2025 og þriggja ára áætlun 2026-2028 vegna málaflokks 02; Félagsþjónusta.
Eftirfarandi gögn fylgdu fundarboði:
Starfsáætlun félagsmálasviðs 2025.
Erindi til byggðaráðs með fjárhagsáætlun.
Beiðni um búnaðarkaup.
Yfirlit yfir niðurstöður vinnubóka í samanburði við fjárhagsramma 2025 (GPJ)
Launasamanburður 2025 vs. 2024 skv. þarfagreiningu stjórnenda (GPJ)
Samantekt á umfjöllun félagsmálaráðs um fjárhagsáætlun (GPJ)
Eyrún vék af fundi kl. 14:20.
b) Tillögur að starfs- og fjarhagsáætlun menningarmála.
Undir þessum lið komu á fund byggðaráðs Björk Hólm Þorsteinsdóttir, forstöðumaður safna og Menningarhússins Bergs, og Gísli Bjarnason, sviðsstjóri fræðslu- og menningarsviðs, kl. 14:30.
b.1.) Forstöðumaður safna og menningarhússins Bergs fór yfir hugmyndir að stofnun vinnuhóps vegna áforma í húsnæðismálum Byggðasafnsins og næstu skref.
Eyrún Ingibjörg vék af fundi kl. 15:05.
b.2.) Björk og Gísli kynntu tillögur stjórnenda og menningarráðs að starfs- og fjárhagsáætlun 2025 og þriggja ára áætlun 2026-2028 vegna
b.2.1.) safna og Menningarhússins Bergs, og
b.2.2) menningarmála - málaflokks 05 heilt yfir.
Eftirfarandi gögn fylgdu fundarboði:
Starfsáætlun safna og Menningarhúss 2025.
Minnisblað til byggðaráðs með fjárhagsáætlun vegna fjárhagsramma og greinargerð á breytingum stöðugilda.
Beiðnir um búnaðarkaup.
Yfirlit yfir niðurstöður vinnubóka í samanburði við fjárhagsramma 2025 (GPJ)
Launasamanburður 2025 vs. 2024 skv. þarfagreiningu stjórnenda (GPJ)
Samantekt á umfjöllun menningarráðs um fjárhagsáætlun (GPJ)
Björk vék af fundi kl. 16:00.
Gísli vék af fundi kl. 16:20.