Byggðaráð

1126. fundur 17. október 2024 kl. 14:30 - 20:00 í Upsa á 3. hæð í Ráðhúsi Dalvíkur
Nefndarmenn
  • Helgi Einarsson formaður
  • Freyr Antonsson varaformaður
  • Lilja Guðnadóttir aðalmaður
Starfsmenn
  • Guðrún Pálína Jóhannsdóttir sviðsstjóri
  • Eyrún Ingibjörg Sigþórsdóttir sveitarstjóri
Fundargerð ritaði: Guðrún Pálína Jóhannsdóttir Sviðsstjóri fjármála- og stjórnsýslusviðs
Dagskrá
Lilja Guðnadóttir kom inn á fundinn vegna annarra starfa kl. 15:43 undir lið 5) a.1.

1.Frá íþróttafulltrúa; Viðaukabeiðni vegna þrekhjóla

Málsnúmer 202410024Vakta málsnúmer

Tekið fyrir erindi frá íþróttafulltrúa, dagsett þann 3. október sl., þar sem óskað er eftir viðauka við fjárhagsáætlun 2024 að upphæð kr. 700.000 til að kaupa þrekhjól í ræktina í Íþróttamiðstöð. Lagt er til að keypt verði 15 hjól í stað 10 sem eru á fjárhagsáætlun 2024.
Byggðaráð samþykkir samhljóða með 2 atkvæðum ofnagreinda viðaukabeiðni, viðauki nr. 40 við fjárhagsáætlun 2024, að upphæð kr 700.000 á lið 06500-2810 vegna kaupa á 15 þrekhjólum og að honum verði mætt með lækkun á handbæru fé.
Vísað til umfjöllunar og afgreiðslu sveitarstjórnar.

2.Frá skólastjóra Dalvíkurskóla- og Árskógaskóla; Viðaukabeiðni vegna skólaaksturs

Málsnúmer 202410034Vakta málsnúmer

Tekið fyrir erindi frá skólastjóra Dalvíkurskóla og Árskógarskóla, dagsett þann 4. október sl., þar sem óskað er eftir viðauka við fjárhagsáætlun 2024 að upphæð kr. 3.000.000 vegna skólaaksturs Dalvíkurskóla vegna hækkunar á vísitölu neysluverðs
Byggðaráð samþykkir samhljóða með 2 atkvæðum ofangreinda viðaukabeiðni að upphæð kr. 3.000.000, viðauki nr. 41 við fjárhagsáætlun 2024, að upphæð kr. 3.000.000 á lið 04210-4113.
Byggðaráð samþykkir jafnframt að viðaukanum verði mætt með lækkun á handbæru fé.
Vísað til umfjöllunar og afgreiðslu sveitarstjórnar.

3.Frá Óbyggðanefnd; Þjóðlendumál - eyjar og sker

Málsnúmer 202402058Vakta málsnúmer


Með fundarboði byggðaráðs fylgdi rafpóstur frá óbyggðanefnd, dagsettur þann 10. október sl., þar sem fram kemur eftirfarandi tilkynning:
"Fjármála- og efnahagsráðherra hefur fyrir hönd íslenska ríkisins afhent óbyggðanefnd endurskoðaðar þjóðlendukröfur vegna eyja og skerja umhverfis landið. Kröfulýsingarnar og upplýsingar um málsmeðferðina er að finna á vefsíðu Óbyggðanefndar. Þar er m.a. að finna samantekt lögmanna ríkisins um endurskoðunina.
Einnig hefur verið sett upp kortasjá um kröfurnar. Í henni er grá þekja yfir svæðum sem eru undanskilin kröfugerð ríkisins en blár borði er utan um eyjar og sker sem kröfur ríkisins taka til. Kortasjáin byggist m.a. á bestu fyrirliggjandi upplýsingum um fjörumörk en í kröfugerð ríkisins er gerður fyrirvari um að ekki sé útilokað að stórstraumsfjara nái lengra og að viðbótarupplýsingar þar að lútandi kunni að hafa áhrif á afmörkun, sbr. nánari upplýsingar á vefsíðu óbyggðanefndar.
Óbyggðanefnd kallar eftir kröfum þeirra sem kunna að eiga öndverðra hagsmuna að gæta og hefur nú framlengt kröfulýsingarfrest þeirra til 13. janúar 2025."
Lagt fram til kynningar.

4.Frá Samtökum sjávarútvegssveitarfélaga; fundargerð nr. 81.

Málsnúmer 202406007Vakta málsnúmer

Lögð fram til kynningar fundargerð stjórnar Samtaka sjávarútvegssveitarfélaga nr. 81 frá 24. september sl.
Lagt fram til kynningar.

5.Fjárhagsáætlun 2025 og þriggja ára áætlun 2026-2028

Málsnúmer 202404024Vakta málsnúmer

a) Framkvæmdasvið

a.1. Veitustjóri

Undir þessum lið kom á fund byggðaráðs Halla Dögg Káradóttir, veitustjóri, kl. 15:30.
Lilja Guðnadóttir, aðalmaður í byggðaráði, kom inn á fundinn undir þessum lið kl. 15:43.
Halla Dögg kynnti tillögur veitu- og hafnaráðs og veitustjóra að starfs- og fjárhagsáætlun 2025-2028 fyrir Vatnsveitu, Hitaveitu og Fráveitu.

Með fundarboði byggðaráðs fylgdu eftirtalin gögn:
Starfsáætlun Framkvæmdasviðs 2025.
Minnisblað veitustjóra með fjárhagsáætlun vegna fjárfestinga og framkvæmda.
Tillaga að fjárfestingum og framkvæmdum 2025-2028 - drög.
Yfirlit yfir niðurstöður vinnubóka í samanburði við fjárhagsramma 2025 (GPJ)
Launasamanburður 2025 vs. 2024 skv. þarfagreiningu stjórnenda (GPJ)
Samantekt á umfjöllun veitu- og hafnaráðs um fjárhagsáætlun (GPJ)


Halla Dögg vék af fundi kl. 16:49.

a.2. Deildarstjóri Eigna- og framkvæmdadeildar

Undir þessum lið kom á fund byggðaráðs Helga Íris Ingólfsdóttir, deildarstjóri Eigna- og framkvæmdadeildar, kl. 16:50.
Helga íris kynnti tillögur deildarstjóra og umhverfis- og dreifbýlisráðs að starfs- og fjárhagsáætlun 2025-2028.

Eftirfarandi gögn fylgdu fundarboði:
Starfsáætlun framkvæmdasviðs 2025.
Tillaga að fjárfestingum og framkvæmdum Eignasjóðs 2025-2028.
Tillaga að viðhaldi Eignasjóðs.
Minnisblað yfir stærstu verkefni og áherslur 2025.
Yfirlit yfir niðurstöður vinnubóka í samanburði við fjárhagsramma 2025 (GPJ)
Launasamanburður 2025 vs. 2024 skv. þarfagreiningu stjórnenda (GPJ)
Samantekt á umfjöllun umhverfis- og dreifbýlisráðs um fjárhagsáætlun (GPJ)

Helga Íris vék af fundi kl. 18:42.

a.3. Hafnasjóður

Sveitarstjóri kynnti tillögur stjórnenda og veitu- og hafnaráðs að starfs -og fjárhagsáætlun Hafnasjóðs 2025-2028.

Með fundarboði byggðaráðs fylgdu eftirtalin gögn:
Starfsáætlun framkvæmdasviðs 2025.
Tillaga að fjárfestingum og framkvæmdir 2025-2028.
Beiðni um búnaðarkaup.
Yfirlit yfir niðurstöður vinnubóka í samanburði við fjárhagsramma 2025 (GPJ)
Launasamanburður 2025 vs. 2024 skv. þarfagreiningu stjórnenda (GPJ)
Samantekt á umfjöllun veitu- og hafnaráðs. um fjárhagsáætlun (GPJ)

a. 4.
Á fundinum var farið yfir tillögur skipulagsfulltrúa, skipulagsráðs og slökkviliðsstjóra að starfs- og fjárhagsáætlun 2025-2028 vegna þeirra deilda er heyra undir í málaflokkum 07 og 09.

Með fundarboði fylgdu eftirtalin gögn:
Starfsáætlun framkvæmdasviðs 2025.
Starfsáætlun slökkviliðsstjóra 2025.
Beiðni um búnaðarkaup frá slökkviliðsstjóra.
Minnisblað skipulagsfulltrúa með skýringum vegna hækkunar á fjárhagsramma.
Yfirlit frá skipulagsfulltrúa yfir tillögur að verkefnum í fjárhagsáætlun vegna skipulagsmála.
Yfirlit yfir niðurstöður vinnubóka í samanburði við fjárhagsramma 2025 (GPJ)
Launasamanburður 2025 vs. 2024 skv. þarfagreiningu stjórnenda (GPJ)
Samantekt á umfjöllun skipulagsráðs um fjárhagsáætlun (GPJ)

b) Fjármála- og stjórnsýslusvið - framhald.

Sviðsstóri fjármála- og stjórnsýslusviðs kynnti áfram tillögur að starfs- og fjárhagsáætlun 2025-2028 vegna fjármála- og stjórnsýslusviðs - sjá gögn undir fundi 1125.


c) Annað :
Með fundarboði fylgdu einnig eftirtalin gögn:
Minnisblað með afgreiðslum íþrótta- og æskulýðsráð um fjárhagsáætlun.
Minnisblað með afgreiðslum fræðsluráðs um fjárhagsáætlun.
Minnisblað með afgreiðslum skólanefndar TÁT um fjárhagsáætlun.
Lagt fram til kynningar.

6.Frá Framkvæmdasviði; Úrgangsmál innleiðing og útboð

Málsnúmer 202303137Vakta málsnúmer

Á 1124. fundi byggðaráðs þann 8. október sl. var eftirfarandi bókað:
"Með fundarboði byggðaráðs fylgdi erindi frá deildarstjóra Eigna- og framkvæmdadeildar, sbr. rafpóstur dagsettur
þann 3. október sl., vegna tillögu að samningi við Consensa um útboðsþjónustu og ráðgjöf,
Niðurstaða : Byggðaráð frestar erindinu og óskar eftir frekari upplýsingum um stöðu mála varðandi ráðgjöf og samvinnu
sveitarfélaganna í tengslum við fyrirkomulag sorphirðu og útboð."


Sveitarstjóri gerði grein fyrir ofangreindu.
Deildarstjóri Eigna- og framkvæmadeildar gerði einnig grein fyrir ofangreindu undir lið 5 hér að ofan.
Byggðaráð samþykkir samhljóða með 3 atkvæðum að gengið verði til samninga við Consensa um útboðsþjónustu og ráðgjafar vegna sorphirðu og haft verði til hliðsjónar þær ábendingar sem fram hafa komið um samningsdrögin.

Fundi slitið - kl. 20:00.

Nefndarmenn
  • Helgi Einarsson formaður
  • Freyr Antonsson varaformaður
  • Lilja Guðnadóttir aðalmaður
Starfsmenn
  • Guðrún Pálína Jóhannsdóttir sviðsstjóri
  • Eyrún Ingibjörg Sigþórsdóttir sveitarstjóri
Fundargerð ritaði: Guðrún Pálína Jóhannsdóttir Sviðsstjóri fjármála- og stjórnsýslusviðs