Málsnúmer 202404024Vakta málsnúmer
a) Framkvæmdasvið
a.1. Veitustjóri
Undir þessum lið kom á fund byggðaráðs Halla Dögg Káradóttir, veitustjóri, kl. 15:30.
Lilja Guðnadóttir, aðalmaður í byggðaráði, kom inn á fundinn undir þessum lið kl. 15:43.
Halla Dögg kynnti tillögur veitu- og hafnaráðs og veitustjóra að starfs- og fjárhagsáætlun 2025-2028 fyrir Vatnsveitu, Hitaveitu og Fráveitu.
Með fundarboði byggðaráðs fylgdu eftirtalin gögn:
Starfsáætlun Framkvæmdasviðs 2025.
Minnisblað veitustjóra með fjárhagsáætlun vegna fjárfestinga og framkvæmda.
Tillaga að fjárfestingum og framkvæmdum 2025-2028 - drög.
Yfirlit yfir niðurstöður vinnubóka í samanburði við fjárhagsramma 2025 (GPJ)
Launasamanburður 2025 vs. 2024 skv. þarfagreiningu stjórnenda (GPJ)
Samantekt á umfjöllun veitu- og hafnaráðs um fjárhagsáætlun (GPJ)
Halla Dögg vék af fundi kl. 16:49.
a.2. Deildarstjóri Eigna- og framkvæmdadeildar
Undir þessum lið kom á fund byggðaráðs Helga Íris Ingólfsdóttir, deildarstjóri Eigna- og framkvæmdadeildar, kl. 16:50.
Helga íris kynnti tillögur deildarstjóra og umhverfis- og dreifbýlisráðs að starfs- og fjárhagsáætlun 2025-2028.
Eftirfarandi gögn fylgdu fundarboði:
Starfsáætlun framkvæmdasviðs 2025.
Tillaga að fjárfestingum og framkvæmdum Eignasjóðs 2025-2028.
Tillaga að viðhaldi Eignasjóðs.
Minnisblað yfir stærstu verkefni og áherslur 2025.
Yfirlit yfir niðurstöður vinnubóka í samanburði við fjárhagsramma 2025 (GPJ)
Launasamanburður 2025 vs. 2024 skv. þarfagreiningu stjórnenda (GPJ)
Samantekt á umfjöllun umhverfis- og dreifbýlisráðs um fjárhagsáætlun (GPJ)
Helga Íris vék af fundi kl. 18:42.
a.3. Hafnasjóður
Sveitarstjóri kynnti tillögur stjórnenda og veitu- og hafnaráðs að starfs -og fjárhagsáætlun Hafnasjóðs 2025-2028.
Með fundarboði byggðaráðs fylgdu eftirtalin gögn:
Starfsáætlun framkvæmdasviðs 2025.
Tillaga að fjárfestingum og framkvæmdir 2025-2028.
Beiðni um búnaðarkaup.
Yfirlit yfir niðurstöður vinnubóka í samanburði við fjárhagsramma 2025 (GPJ)
Launasamanburður 2025 vs. 2024 skv. þarfagreiningu stjórnenda (GPJ)
Samantekt á umfjöllun veitu- og hafnaráðs. um fjárhagsáætlun (GPJ)
a. 4.
Á fundinum var farið yfir tillögur skipulagsfulltrúa, skipulagsráðs og slökkviliðsstjóra að starfs- og fjárhagsáætlun 2025-2028 vegna þeirra deilda er heyra undir í málaflokkum 07 og 09.
Með fundarboði fylgdu eftirtalin gögn:
Starfsáætlun framkvæmdasviðs 2025.
Starfsáætlun slökkviliðsstjóra 2025.
Beiðni um búnaðarkaup frá slökkviliðsstjóra.
Minnisblað skipulagsfulltrúa með skýringum vegna hækkunar á fjárhagsramma.
Yfirlit frá skipulagsfulltrúa yfir tillögur að verkefnum í fjárhagsáætlun vegna skipulagsmála.
Yfirlit yfir niðurstöður vinnubóka í samanburði við fjárhagsramma 2025 (GPJ)
Launasamanburður 2025 vs. 2024 skv. þarfagreiningu stjórnenda (GPJ)
Samantekt á umfjöllun skipulagsráðs um fjárhagsáætlun (GPJ)
b) Fjármála- og stjórnsýslusvið - framhald.
Sviðsstóri fjármála- og stjórnsýslusviðs kynnti áfram tillögur að starfs- og fjárhagsáætlun 2025-2028 vegna fjármála- og stjórnsýslusviðs - sjá gögn undir fundi 1125.
c) Annað :
Með fundarboði fylgdu einnig eftirtalin gögn:
Minnisblað með afgreiðslum íþrótta- og æskulýðsráð um fjárhagsáætlun.
Minnisblað með afgreiðslum fræðsluráðs um fjárhagsáætlun.
Minnisblað með afgreiðslum skólanefndar TÁT um fjárhagsáætlun.