Frá Óbyggðanefnd; Þjóðlendumál - eyjar og sker

Málsnúmer 202402058

Vakta málsnúmer

Byggðaráð - 1096. fundur - 15.02.2024

Tekið fyrir póstur frá Óbyggðanefnd, dagsett þann 12. febrúar sl, sem sendur er í upplýsingaskyni til sveitarfélaga sem liggja að sjó.

Fram kemur að Fjármála- og efnahagsráðherra hefur fyrir hönd íslenska ríkisins afhent óbyggðanefnd kröfur um þjóðlendur á svæði 12 sem nefnist "eyjar og sker" og tekur til landsvæða innan landhelginnar en utan meginlandsins. Um er að ræða sautjánda og síðasta svæðið sem óbyggðanefnd tekur til meðferðar. Upplýst er um kröfugerð íslenska ríkisins og málsmeðferð.

Óbyggðanefnd kallar nú eftir kröfum þeirra sem kunna að eiga öndverðra hagsmuna að gæta. Kröfum skal lýst skriflega í síðasta lagi 15. maí 2024. Að lokinni gagnaöflun og rannsókn á eignarréttarlegri stöðu svæðanna úrskurðar óbyggðanefnd um framkomnar kröfur. Kröfulýsingarnar í heild eru birtar á vefsíðu óbyggðanefndar: https://obyggdanefnd.is/til_medferdar/

Lagt fram til kynningar.

Byggðaráð - 1104. fundur - 23.04.2024

Á 1096. fundi byggðaráðs þann 15. febrúar sl. var eftirfarandi bókað:
"Tekið fyrir póstur frá Óbyggðanefnd, dagsett þann 12. febrúar sl, sem sendur er í upplýsingaskyni til sveitarfélaga sem liggja að sjó. Fram kemur að Fjármála- og efnahagsráðherra hefur fyrir hönd íslenska ríkisins afhent óbyggðanefnd kröfur um þjóðlendur á svæði 12 sem nefnist "eyjar og sker" og tekur til landsvæða innan landhelginnar en utan meginlandsins. Um er að ræða sautjánda og síðasta svæðið sem óbyggðanefnd tekur til meðferðar. Upplýst er um kröfugerð íslenska ríkisins og málsmeðferð. Óbyggðanefnd kallar nú eftir kröfum þeirra sem kunna að eiga öndverðra hagsmuna að gæta. Kröfum skal lýst skriflega í síðasta lagi 15. maí 2024. Að lokinni gagnaöflun og rannsókn á eignarréttarlegri stöðu svæðanna úrskurðar óbyggðanefnd um framkomnar kröfur. Kröfulýsingarnar í heild eru birtar á vefsíðu óbyggðanefndar: https://obyggdanefnd.is/til_medferdar/ Niðurstaða:Lagt fram til kynningar."

Tekið fyrir erindi frá Óbyggðanefnd, dagsett þann 11. apríl sl., til sveitarfélaga sem liggja að sjó. Um er að ræða tilkynningu frá nefndinni um málsmeðferð vegna eyja og skerja. Fram kemur að nefndin hefur framlengt kröfulýsingarfrest landeigenda á svæði 12 (eyjar og sker) til 2. september 2024. Framlengingunni er ætlað að gefa fjármála- og efnahagsráðherra færi á að ljúka endurskoðun sem ráðherra hefur boðað á kröfugerð ríkisins, sem og kortagerð vegna hennar, og tryggja að landeigendur hafi síðan nægan tíma að því loknu til að bregðast við endurskoðuðum kröfum ríkisins og eftir atvikum lýsa gagnkröfum.
Lagt fram til kynningar.

Byggðaráð - 1117. fundur - 22.08.2024

Á 1104. fundi byggðaráðs þann 23. apríl sl. var eftirfarandi bókað:
"Á 1096. fundi byggðaráðs þann 15. febrúar sl. var eftirfarandi bókað: "Tekið fyrir póstur frá Óbyggðanefnd, dagsett þann 12. febrúar sl, sem sendur er í upplýsingaskyni til sveitarfélaga sem liggja að sjó. Fram kemur að Fjármála- og efnahagsráðherra hefur fyrir hönd íslenska ríkisins afhent óbyggðanefnd kröfur um þjóðlendur á svæði 12 sem nefnist "eyjar og sker" og tekur til landsvæða innan landhelginnar en utan meginlandsins. Um er að ræða sautjánda og síðasta svæðið sem óbyggðanefnd tekur til meðferðar. Upplýst er um kröfugerð íslenska ríkisins og málsmeðferð. Óbyggðanefnd kallar nú eftir kröfum þeirra sem kunna að eiga öndverðra hagsmuna að gæta. Kröfum skal lýst skriflega í síðasta lagi 15. maí 2024. Að lokinni gagnaöflun og rannsókn á eignarréttarlegri stöðu svæðanna úrskurðar óbyggðanefnd um framkomnar kröfur. Kröfulýsingarnar í heild eru birtar á vefsíðu óbyggðanefndar: https://obyggdanefnd.is/til_medferdar/ Niðurstaða:Lagt fram til kynningar." Tekið fyrir erindi frá Óbyggðanefnd, dagsett þann 11. apríl sl., til sveitarfélaga sem liggja að sjó. Um er að ræða tilkynningu frá nefndinni um málsmeðferð vegna eyja og skerja. Fram kemur að nefndin hefur framlengt kröfulýsingarfrest landeigenda á svæði 12 (eyjar og sker) til 2. september 2024. Framlengingunni er ætlað að gefa fjármála- og efnahagsráðherra færi á að ljúka endurskoðun sem ráðherra hefur boðað á kröfugerð ríkisins, sem og kortagerð vegna hennar, og tryggja að landeigendur hafi síðan nægan tíma að því loknu til að bregðast við endurskoðuðum kröfum ríkisins og eftir atvikum lýsa gagnkröfum. Niðurstaða:Lagt fram til kynningar."

Með fundarboði byggðaráðs fylgdi rafpóstur frá Óbyggðanefnd, dagsettur þann 19. ágúst sl, þar sem fram kemur að Óbyggðanefnd hefur framlengt kröfulýsingarfrest landeigenda á svæði 12 (eyjar og sker) til 2. desember 2024. Það er gert í ljósi upplýsinga frá lögmönnum ríkisins um að von sé á endurskoðuðum kröfum ríkisins um mánaðamótin ágúst/september 2024.
Tilkynning verður send út um endurskoðaða kröfugerð þegar hún liggur fyrir, auk þess sem hún verður birt á vefsíðu óbyggðanefndar. Á vefsíðunni er einnig að finna almennar upplýsingar um málsmeðferðina.
Lagt fram til kynningar.

Byggðaráð - 1126. fundur - 17.10.2024


Með fundarboði byggðaráðs fylgdi rafpóstur frá óbyggðanefnd, dagsettur þann 10. október sl., þar sem fram kemur eftirfarandi tilkynning:
"Fjármála- og efnahagsráðherra hefur fyrir hönd íslenska ríkisins afhent óbyggðanefnd endurskoðaðar þjóðlendukröfur vegna eyja og skerja umhverfis landið. Kröfulýsingarnar og upplýsingar um málsmeðferðina er að finna á vefsíðu Óbyggðanefndar. Þar er m.a. að finna samantekt lögmanna ríkisins um endurskoðunina.
Einnig hefur verið sett upp kortasjá um kröfurnar. Í henni er grá þekja yfir svæðum sem eru undanskilin kröfugerð ríkisins en blár borði er utan um eyjar og sker sem kröfur ríkisins taka til. Kortasjáin byggist m.a. á bestu fyrirliggjandi upplýsingum um fjörumörk en í kröfugerð ríkisins er gerður fyrirvari um að ekki sé útilokað að stórstraumsfjara nái lengra og að viðbótarupplýsingar þar að lútandi kunni að hafa áhrif á afmörkun, sbr. nánari upplýsingar á vefsíðu óbyggðanefndar.
Óbyggðanefnd kallar eftir kröfum þeirra sem kunna að eiga öndverðra hagsmuna að gæta og hefur nú framlengt kröfulýsingarfrest þeirra til 13. janúar 2025."
Lagt fram til kynningar.