Frá íþróttafulltrúa; Viðaukabeiðni vegna þrekhjóla

Málsnúmer 202410024

Vakta málsnúmer

Byggðaráð - 1126. fundur - 17.10.2024

Tekið fyrir erindi frá íþróttafulltrúa, dagsett þann 3. október sl., þar sem óskað er eftir viðauka við fjárhagsáætlun 2024 að upphæð kr. 700.000 til að kaupa þrekhjól í ræktina í Íþróttamiðstöð. Lagt er til að keypt verði 15 hjól í stað 10 sem eru á fjárhagsáætlun 2024.
Byggðaráð samþykkir samhljóða með 2 atkvæðum ofnagreinda viðaukabeiðni, viðauki nr. 40 við fjárhagsáætlun 2024, að upphæð kr 700.000 á lið 06500-2810 vegna kaupa á 15 þrekhjólum og að honum verði mætt með lækkun á handbæru fé.
Vísað til umfjöllunar og afgreiðslu sveitarstjórnar.

Sveitarstjórn - 372. fundur - 22.10.2024

"Tekið fyrir erindi frá íþróttafulltrúa, dagsett þann 3. október sl., þar sem óskað er eftir viðauka við fjárhagsáætlun 2024 að upphæð kr. 700.000 til að kaupa þrekhjól í ræktina í Íþróttamiðstöð. Lagt er til að keypt verði 15 hjól í stað 10 sem eru á fjárhagsáætlun 2024.
Niðurstaða : Byggðaráð samþykkir samhljóða með 2 atkvæðum ofnagreinda viðaukabeiðni, viðauki nr. 40 við fjárhagsáætlun 2024, að upphæð kr 700.000 á lið 06500-2810 vegna kaupa á 15 þrekhjólum og að honum verði mætt með lækkun á handbæru fé.
Vísað til umfjöllunar og afgreiðslu sveitarstjórnar."
Enginn tók til máls.

Sveitarstjórn samþykkir samhljóða með 7 atkvæðum ofangreinda afgreiðslu byggðaráðs og viðauka nr. 40 við fjárhagsáætlun 2024 að upphæð kr. 700.000 á lið 06500-2810.
Sveitarstjórn samþykkir jafnframt samhljóða að viðaukanum verði mætt með lækkun á handbæru fé.