Frá skólastjóra Dalvíkurskóla- og Árskógaskóla; Viðaukabeiðni vegna skólaaksturs

Málsnúmer 202410034

Vakta málsnúmer

Byggðaráð - 1126. fundur - 17.10.2024

Tekið fyrir erindi frá skólastjóra Dalvíkurskóla og Árskógarskóla, dagsett þann 4. október sl., þar sem óskað er eftir viðauka við fjárhagsáætlun 2024 að upphæð kr. 3.000.000 vegna skólaaksturs Dalvíkurskóla vegna hækkunar á vísitölu neysluverðs
Byggðaráð samþykkir samhljóða með 2 atkvæðum ofangreinda viðaukabeiðni að upphæð kr. 3.000.000, viðauki nr. 41 við fjárhagsáætlun 2024, að upphæð kr. 3.000.000 á lið 04210-4113.
Byggðaráð samþykkir jafnframt að viðaukanum verði mætt með lækkun á handbæru fé.
Vísað til umfjöllunar og afgreiðslu sveitarstjórnar.

Sveitarstjórn - 372. fundur - 22.10.2024

Á 1126. fundi byggðaráðs þann 17. október sl. var eftirfarandi bókað:
"Tekið fyrir erindi frá skólastjóra Dalvíkurskóla og Árskógarskóla, dagsett þann 4. október sl., þar sem óskað er eftir viðauka við fjárhagsáætlun 2024 að upphæð kr. 3.000.000 vegna skólaaksturs Dalvíkurskóla vegna hækkunar á vísitölu neysluverðs
Niðurstaða : Byggðaráð samþykkir samhljóða með 2 atkvæðum ofangreinda viðaukabeiðni að upphæð kr. 3.000.000, viðauki nr. 41 við fjárhagsáætlun 2024, að upphæð kr. 3.000.000 á lið 04210-4113.
Byggðaráð samþykkir jafnframt að viðaukanum verði mætt með lækkun á handbæru fé.
Vísað til umfjöllunar og afgreiðslu sveitarstjórnar."
Til máls tóku:
Monika Margrét Stefánsdóttir.
Freyr Antonsson.
Helgi Einarsson.

Fleiri tóku ekki til máls.

Sveitarstjórn samþykkir samhljóða með 7 atkvæðum ofangreinda afgreiðslu byggðaráðs og samþykkir viðauka nr. 41 við fjárhagsáætlun 2024, kr. 3.000.000 á lið 04210-4113 vegna skólaaksturs.
Sveitarstjórn samþykkir jafnframt að viðaukanum verði mætt með lækkun á handbæru fé.