Byggðaráð

1066. fundur 27. apríl 2023 kl. 13:15 - 16:16 í Upsa á 3. hæð í Ráðhúsi Dalvíkur
Nefndarmenn
  • Helgi Einarsson formaður
  • Freyr Antonsson varaformaður
  • Felix Rafn Felixson aðalmaður
Starfsmenn
  • Guðrún Pálína Jóhannsdóttir sviðsstjóri
  • Eyrún Ingibjörg Sigþórsdóttir sveitarstjóri
Fundargerð ritaði: Guðrún Pálína Jóhannsdóttir Sviðsstjóri fjármála- og stjórnsýslusviðs
Dagskrá

1.Frá Dalvíkurskóla; Breyttir starfshættir í grunnskóla

Málsnúmer 202303015Vakta málsnúmer

Undir þessum lið komu á fund byggðaráðs Friðrik Arnarson, skólastjóri Dalvíkurskóla, og Gísli Bjarnason, sviðsstjóri fræðslu- og menningarsviðs, kl. 13:15.

Á 280. fundi fræðsluráðs þann 8. mars sl. var eftirfarandi bókað:
"Friðrik Arnarson, skólastjóri Árskógar- og Dalvíkurskóla, fór yfir vangaveltur varðandi breytingar á starfsháttum í grunnskólum í Dalvíkurbyggð. Niðurstaða:Fræðsluráð, þakkar Friðriki fyrir yfirferðina á hugmyndum er varða breytta starfshætti. "

Með fundarboði byggðaráðs fylgdi erindi skólastjóra fyrir hönd skólastjórnenda í Dalvíkurskóla, dagsett þann 27. mars 2023, þar sem fram kemur að frá og með næsta skólaári er fyrirhugað að breyta fyrirkomulagi sem hefur verið á yngra stigi, þ.e. einn umsjónarkennari og stuðningsfulltrúi með hvern bekk/árgang yfir að þrír kennarar hafa umsjón með tveimur árgöngum/teymi auk stuðningsfulltrúa. Þetta fyrirkomulag hefur verið um nokkurt skeið á unglingastigi og gefist vel. Gert er grein fyrir kostum þessa fyrirkomulags. Miðað við tímabilið ágúst - desember 2023 þá er áætlaður kostnaður um 7,9 m.kr. Inni í þeirri upphæð hefur ekki verið metin mögulega áhrif hagræðingar, t.d. vegna forfallakennslu.

Til umræðu ofangreint.

Friðrik vék af fundi kl. 13:50.
Byggðaráð þakkar fyrir kynninguna og felur skólastjórnendum og sviðsstjóra fræðslu- og menningarsviðs að vinna áfram að málinu og leggja fyrir fræðsluráð tillögur með nánari útfærslum á fyrirkomulagi og heildarkostnaði. M.a. að fram komi hvernig þessar breytingar falli að innleiðingu Menntastefnunnar sem og mat frá Miðstöð skólaþróunar Háskólans á Akureyri á ofangreindu.

2.Frá fræðslu- og menningarsviði; Útboð á rekstri á kaffihúsi í Bergi- drög að samningi.

Málsnúmer 202303050Vakta málsnúmer

Á 1064. fundi byggðaráðs þann 13. apríl sl. var eftirfarandi bókað:
"Undir þessum lið kom á fund byggðaráðs Gísli Bjarnason, sviðsstjóri fræðslu- og menningarsviðs, og Björk Hólm Þorsteinsdóttir, forstöðumaður safna, kl. 14:20. Á 95. fundi menningarráðs þann 31. mars sl. var eftirfarandi bókað: "Gísli Bjarnason, sviðsstjóri fræðslu og menningarsviðs, fór yfir stöðuna á útboði vegna kaffihússins í Menningarhúsinu Bergi.Niðurstaða:Lagt fram til kynningar." Sviðsstjóri fræðslu- og menningarsviðs gerði grein fyrir ofangreindu útboði og meðfylgjandi minnisblaði hans og forstöðumanns safna. Eitt tilboð barst í rekstur kaffihússins í Bergi frá Ingunni Hafdísi Júlíusdóttur. Fram kemur í minnisblaði sviðsstjóra og forstöðumanns safna að þau leggja til að gengið verði til samninga við Ingunni Hafdísi á grundvelli tilboðsins með endurskoðunarákvæði á leigu eftir eitt ár. Björk vék af fundi kl. 14:49.Niðurstaða:Byggðaráð samþykkir samhljóða með 3 atkvæðum að fela sviðsstjóra fræðslu- og menningarsviðs að ganga til samninga við Ingunni Hafdísi."

Með fundarboði byggðaráðs fylgdu drög að húsaleigusamningi við Ingunni Hafdísi Júlíusdóttur.
Til umræðu ofangreint.

Gísli vék af fundi kl. 13:59.
Byggðaráð samþykkir samhljóða með 3 atkvæðum ofangreind samningsdrög eins og þau liggja fyrir og vísar þeim til umfjöllunar og afgreiðslu til sveitarstjórnar.

3.Úrgangsmál; innleiðing og útboð

Málsnúmer 202303137Vakta málsnúmer

Með fundarboði byggðaráðs fylgdi kynning frá Kvöðli ehf. ásamt upplýsingum um undirbúning fyrir tilboðsbeiðni vegna ráðgjafar og aðstoð verið gerð útboðsgagna, greiningarvinnu og aðra þætti sem varða úrgangshirðu og meðhöndlun úrgangs í sveitarfélögunum Hörgársveit, Eyjafjarðarsveit, Svalbarðsstrandarhreppi, Grýtubakkahreppi og Dalvíkurbyggðar. Fyrir liggur áhugi ofangreindra sveitarfélaga að hafa með sé samstarf um breytingar í úrgangsmálum. Verkkaupi yrði hvert sveitarfélag fyrir sig.

Sveitarstjóri og formaður byggðaráðs gerðu grein fyrir ofangreindu og fundi sveitarfélaganna í gær vegna þessa.
Byggðaráð samþykkir samhljóða með 3 atkvæðum að Dalvíkurbyggð taki þátt í ofangreindri greiningarvinnu og kaup á ráðgjöf frá Kvöðli ehf.

4.Langtímaskuldir Dalvíkurbyggðar - yfirlit.

Málsnúmer 202304124Vakta málsnúmer

Með fundarboði byggðaráðs fylgdu upplýsingar um langtímaskuldir Dalvíkurbyggðar og lánakjör.
Lagt fram til kynningar.

5.Mánaðarlegar skýrslur 2023, janúar - mars 2023

Málsnúmer 202303028Vakta málsnúmer

Sviðsstjóri fjármála- og stjórnsýslusviðs gerði grein fyrir eftirfarandi:

Stöðu bókhalds janúar - mars 2023 í samanburði við fjárhagsáætlun.
Stöðugildum janúar - mars í samanburði við heimildir í áætlun.
Launakostnaðir janúar - mars í samanburði við heimildir í áætlun.
Staða staðgreiðslu janúar - mars 2023 í samanburði við áætlun og önnur sveitarfélög.
Lagt fram til kynningar.

6.Frá Sýslumanninum á Norðurlandi eystra; Umsagnarbeiðni veitinga - Mýri

Málsnúmer 202304106Vakta málsnúmer

Tekið fyrir erindi frá Sýslumanninum á Norðurlandi eystra, rafpóstur frá 18. apríl sl., þar sem óskað er umsagnar um umsókn um veitingaleyfi í flokki II frá NV Veitingum ehf vegna Mýri veitingahúss innan Bjórbaðanna.

Fyrir liggur jákvæð umsögn frá Slökkviliðsstjóra Dalvíkurbyggðar
Byggðaráð gerir ekki athugasemdir við ofangreinda umsókn með fyrirvara um umsögn frá Heilbrigðiseftirliti Norðurlands eystra.

7.Frá SSNE; Erindi vegna skipan í stjórn SSNE

Málsnúmer 202304108Vakta málsnúmer

Tekið fyrir erindi frá SSNE, dagsett þann 17. apríl 2023, þar sem fram kemur að á ársþingi SSNE sem haldið var á Siglufirði 14. - 15. apríl sl., var samþykkt breyting á samþykktum samtakanna þannig að hvert sveitarfélaga á nú að skipa einn aðalfulltrúa og einn varafulltrúa í stjórn SSNE nema Akureyrarbær sem er með tvo.

Hér með er óskað eftir að sveitarstjórn Dalvíkurbyggaðr skipi varafulltrúa í stjórn SSNE en Dalvíkurbyggð á fyrir aðalfulltrúa í stjórn.

Byggðaráð samþykkir samhljóða með 3 atkvæðum að leggja til við sveitarstjórn að Helgi Einarsson verði varafulltrúi Dalvíkurbyggðar í stjórn SSNE.

8.Frá Umhverfis-, orku- og loftlagsráðuneytinu; Orkuskipti - Samtal um nýtingu vindorku

Málsnúmer 202304120Vakta málsnúmer

Tekið fyrir fundarboð frá Umhverfis-, orku- og loftlagsráðuneytinuum er varðar samtal um nýtingu vindorku. Fyrir liggur stöðuskýrsla starfshóps og verða niðurstöður hennar til umræðu á fundunum. Fundur verður m.a. á Akureyri 3. maí nk. kl. 17:00.
Lagt fram til kynningar.

9.Frá Sambandi íslenskra sveitarfélaga; Mögulegar breytingar vegna óleyfisbúsetu

Málsnúmer 202304122Vakta málsnúmer

Tekið fyrir erindi frá Sambandi íslenskra sveitarfélaga, dagsett þann 24. apríl sl., þar sem Sambandið vekur athygli sveitarfélaga á áformaskjali starfshóps á vegum innviðaráðherra sem birt hefur verið í samráðgsgátt stjórnvalda. Um er að ræða fyrirhugaða breytingu m.a. á lögheimilslögum í tengslum við óleyfisbúsetu í atvinnuhúsnæði. Frestur til að koma með sjónarmið er til og með 28. apríl nk.
Lagt fram til kynningar.

10.Frá Sambandi íslenska sveitarfélaga, fundargerðir stjórnar nr. 922-924.

Málsnúmer 202301152Vakta málsnúmer

Lagðar fram til kynningar fundargerði stjórnar Samband islenskra sveitarfélaga nr. 922, nr. 923 og nr. 924.
Lagt fram til kynningar.

Fundi slitið - kl. 16:16.

Nefndarmenn
  • Helgi Einarsson formaður
  • Freyr Antonsson varaformaður
  • Felix Rafn Felixson aðalmaður
Starfsmenn
  • Guðrún Pálína Jóhannsdóttir sviðsstjóri
  • Eyrún Ingibjörg Sigþórsdóttir sveitarstjóri
Fundargerð ritaði: Guðrún Pálína Jóhannsdóttir Sviðsstjóri fjármála- og stjórnsýslusviðs