Málsnúmer 202303015Vakta málsnúmer
Undir þessum lið komu á fund byggðaráðs Friðrik Arnarson, skólastjóri Dalvíkurskóla, og Gísli Bjarnason, sviðsstjóri fræðslu- og menningarsviðs, kl. 13:15.
Á 280. fundi fræðsluráðs þann 8. mars sl. var eftirfarandi bókað:
"Friðrik Arnarson, skólastjóri Árskógar- og Dalvíkurskóla, fór yfir vangaveltur varðandi breytingar á starfsháttum í grunnskólum í Dalvíkurbyggð. Niðurstaða:Fræðsluráð, þakkar Friðriki fyrir yfirferðina á hugmyndum er varða breytta starfshætti. "
Með fundarboði byggðaráðs fylgdi erindi skólastjóra fyrir hönd skólastjórnenda í Dalvíkurskóla, dagsett þann 27. mars 2023, þar sem fram kemur að frá og með næsta skólaári er fyrirhugað að breyta fyrirkomulagi sem hefur verið á yngra stigi, þ.e. einn umsjónarkennari og stuðningsfulltrúi með hvern bekk/árgang yfir að þrír kennarar hafa umsjón með tveimur árgöngum/teymi auk stuðningsfulltrúa. Þetta fyrirkomulag hefur verið um nokkurt skeið á unglingastigi og gefist vel. Gert er grein fyrir kostum þessa fyrirkomulags. Miðað við tímabilið ágúst - desember 2023 þá er áætlaður kostnaður um 7,9 m.kr. Inni í þeirri upphæð hefur ekki verið metin mögulega áhrif hagræðingar, t.d. vegna forfallakennslu.
Til umræðu ofangreint.
Friðrik vék af fundi kl. 13:50.