Tekin fyrir beiðni Úrvinnslusjóðs um upplýsingar til að Fjársýslan geti greitt Dalvíkurbyggð vegna umbúðaúrgangs sem safnast í sérstakri söfnun.
Úrvinnslusjóður greiðir fyrir það hlutfall í söfnunaríláti sem tilheyrir sjóðnum og rekja má til þeirra umbúðaflokka sem bera úrvinnslugjald. Reiknað er með tilteknu hlutfalli í söfnunarílátum sem tilgreind verða á uppgjörsblaðinu og greitt skv. upphæðum í Gjaldskrá Úrvinnslusjóðs. Þessi hlutföll og mat á raunkostnaði sveitarfélaga verða endurskoðuð af starfshópi Úrvinnslusjóðs, sem skipaður er fulltrúum frá sveitarfélögum, framleiðendum sem bera framleiðendaábyrgð og Úrvinnslusjóði.