Á 1061. og 1062. fundi byggðaráðs þann 9. og 16. mars sl. var eftirfarandi bókað:
a) "Tekið fyrir minnisblað frá innkauparáði, dagsett þann 7. mars 2023, er varðar innkaup á fundaborði og fundastólum í Upsa, sbr. starfs- og fjárhagsáætlun 2023. Fram kemur að verðfyrirspurn var send út 6. febrúar sl. á 6 birgja sem eru með rammasamning við Ríkiskaup. Svör/ tillögur bárust frá 5 aðilum fyrir tilskilinn tíma. Innkauparáð / framkvæmdastjórn fór yfir málið á fundi sínum þann 6. mars sl. er niðurstaðan að leggja til við byggðaráð að gengið verði til samninga við Syrusson samkvæmt þeirri útfærslu sem innkauparáði valdi. Á fjárhagsáætlun deildar 21010 er gert ráð fyrir kr. 1.211.000 sem er uppfærð fjárhæð vegna vinnu við fjárhagsáætlun 2022. Hugmyndin á bak við þá útfærslu var önnur en í ofangreindri verðfyrirspurn. Þar af leiðandi þarf að koma til viðauki við fjárhagsáætlun ef byggðaráð samþykkir innkaupin ásamt búnaði og þeirri aðkeyptri þjónustu bætist við. Niðurstaða:Byggðaráð samþykkir samhljóða með 3 atkvæðum að gengið verði til samninga við Syrusson á grundvelli tillögu og minnisblaðs innkauparáðs/framkvæmdastjórnar og samkvæmt þeirri útfærslu sem innkauparáð valdi. Byggðaráð samþykkir samhljóða með 3 atkvæðum að fela sviðsstjóra fjármála- og stjórnsýslusviðs að koma með viðaukabeiðni í samræmi við tillögu innkauparáðs."
b)" Með fundarboði byggðaráðs fylgdi viðaukabeiðni frá sviðsstjóra fjármála- og stjórnsýslusviðs, dagsett þann 14. mars 2023, þar sem óskað er viðauka að upphæð kr. 2.138.000 sem skiptist þannig að kr. 1.713.000 fer á deild 21010; sveitarstjórn, og kr. 425.000 fer á deild 31360-Eignasjóður.Niðurstaða:Byggðaráð samþykkir samhljóða með 3 atkvæðum ofangreinda beiðni um viðauka, viðauki nr. 12 við fjárhagsáætlun 2023, þannig að liður 21010-2810 hækkar um kr. 1.213.000, liður 21010-2850 hækkar um kr. 350.000, liður 21010-4180 hækkar um kr. 150.000 og liður 31360-4610 hækkar um kr. 425.000; alls kr. 2.138.000. Byggðaráð samþykkir jafnframt að viðaukanum verði mætt með lækkun á handbæru fé. Vísað til umfjöllunar og afgreiðslu í sveitarstjórn."
Byggðaráð samþykkir samhljóða með 3 atkvæðum að fela sviðsstjóra fjármála- og stjórnsýslusviðs að koma með viðaukabeiðni í samræmi við tillögu innkauparáðs.