Byggðaráð

1061. fundur 09. mars 2023 kl. 13:15 - 17:21 í Upsa á 3. hæð í Ráðhúsi Dalvíkur
Nefndarmenn
  • Helgi Einarsson formaður
  • Freyr Antonsson varaformaður
  • Felix Rafn Felixson aðalmaður
Starfsmenn
  • Guðrún Pálína Jóhannsdóttir sviðsstjóri
  • Eyrún Ingibjörg Sigþórsdóttir sveitarstjóri
Fundargerð ritaði: Guðrún Pálína Jóhannsdóttir sviðsstjóri fjármála- og stjórnsýslusviðs
Dagskrá

1.Uppbygging íþróttafélaga í Dalvíkurbyggð; erindi frá Golfklúbbnum Hamar.

Málsnúmer 202212136Vakta málsnúmer

Undir þessum lið komu á fund byggðaráðs Bjarni Jóhann Valdimarsson, formaður stjórnar Golfklúbbsins Hamars, Guðmundur St. Jónsson, varaformaður Golfklúbbsins Hamars, Gísli Rúnar Gylfason, íþrótta- og æskulýðsfulltrúi, og Gísli Bjarnason, sviðsstjóri fræðslu- og menningarsviðs, kl. 13:15.

Á 356. fundi sveitarstjórnar þann 21. febrúar sl. var eftirfarandi bókað:
"Á 146. fundi íþrótta- og æskulýðsráðs þann 7. febrúar sl. var eftirfarandi bókað: Eins og fram hefur komið, hefur íþrótta- og æskulýðsráði verið falið að úthluta 50 milljón króna styrk til uppbyggingu íþróttafélaga. Golfklúbburinn hóf uppbyggingnu á vélagageysmlu á síðastsa ári. Var Golfklúbburinn styrktur um kr. 18 milljónir vegna þessa á síðasta ári. Áætlaður heildarkostnaður við vélageymsluna er tæpar 54 milljónir. Áætlaður kostnaður til að klára geymsluna er um 33,5 milljónir. Niðurstaða:Íþrótta- og æskulýðsráð samþykkkir að Golfklúbburinn Hamar fái 22 milljónir og Skíðafélag Dalvíkur fái 28 milljónir til að hefja undirbúning á troðaraskemmu. Íþrótta- og æskulýðsráð telur að uppsöfnuð þörf sé orðin mikil á uppbyggingu íþróttasvæða og telur að fjármagn hefði þurft að vera meira þetta árið, til að vinna upp þá þörf."Niðurstaða:Enginn tók til máls. Sveitarstjórn samþykkir samhljóða með 7 atkvæðum ofangreinda bókun og tillögu íþrótta- og æskulýðsráðs á úthlutun til uppbyggingar íþróttasvæða þannig að Golfklúbburinn Hamar fái 22 milljónir vegna vélageymslu og Skíðafélag Dalvíkur fái 28 milljónir til að hefja undirbúning á troðaraskemmu. Sveitarstjórn leggur til að áður en styrkupphæðir séu greiddar út liggi fyrir samningur og áætlun um uppbyggingu."

Með fundarboði byggðaráðs fylgdi erindi frá formanni Golfklúbbsins Hamars, dagsett þann 13. febrúar sl., varðandi afgreiðslu íþrótta- og æskulýðsráðs á umsókn Golfklúbbsins Hamars um framkvæmdafé 2023. Fram kemur m.a. að það kom félaginu óþægilega á óvart þegar íþrótta- og æskulýðsráðs úthlutaði golfklúbbnum 8 m.kr. minna framlagi en áætlanir sýna að þurfi að klára vélageymsluna. Óskað er eftir fundi með formanni byggðaráðs og forseta sveitarstjórnar til að finna lausn á þeirri stöðu sem upp er komin.

Bjarni Jóhann og Guðmundur viku af fundi kl.13:38.
Gísli Rúnar og Gísli viku af fundi kl. 13:55.
Byggðaráð samþykkir samhljóða með 3 atkvæðum að leggja til við sveitarstjórn að veittur verði 8 m.kr. styrkur til viðbótar til Golfklúbbsins Hamars vegna vélageymslu og felur íþrótta- og æskulýðsfulltrúa að senda inn viðaukabeiðni til byggðaráðs.

2.Trúnaðarmál

Málsnúmer 202206053Vakta málsnúmer

Bókað í trúnaðarmálabók.

3.Mánaðarlegar skýrslur bókhalds 2022 vs. áætlun; janúar - desember

Málsnúmer 202202105Vakta málsnúmer

Með fundarboði fylgdi staða bókhalds vegna janúar - desember 2022 ásamt yfirliti yfir launakostnað, stöðugildi og staðgreiðslu fyrir sama tímabil.

Sviðsstjóri fjármála- og stjórnsýslusviðs gerði grein fyrir ofangreindum skýrslum.
Lagt fram til kynningar.

4.Hafnasjóður beiðni um viðræður; SVOT greining

Málsnúmer 202211096Vakta málsnúmer

Undir þessum lið kom á fund byggðaráðs Bjarni Daníel Daníelsson, sviðsstjóri framkvæmdasviðs, kl. 15:00.


Á 1060. fundi byggðaráðs þann 2. mars sl. var eftirfarandi bókað:
"Á 1059. fundi byggðaráðs þann 23. febrúar sl. var eftirfarandi bókað: Á 352. fundi sveitarstjórnar þann 29. nóvember sl. var samþykkt tillaga byggðaráðs um að óska eftir viðræðum við Hafnasamlag Norðurlands um sameiningu Hafnasjóðs Dalvíkurbyggðar inn í samlagið. Sveitarstjórn samþykkti tillögu byggðaráðs sem og að byggðaráð ásamt sveitarstjóra annist viðræðurnar fyrir hönd Dalvíkurbyggðar. Erindi um beiðni um viðræður var sent 1. desember 2022 og var viðræðufundur 8. febrúar sl. Með fundarboði byggðaráðs fylgdu minnispuntkar frá þeim fundi. Næsti fundur er áætlaður á Dalvík 15. mars nk. Bjarni Daníel vék af fundi kl. 16:25.Niðurstaða:Byggðaráð samþykkir samhljóða með 3 atkvæðum að ofangreint verði aftur til umfjöllunar á næsta fundi byggðaráðs. Byggðaráð, veitu- og hafnaráð og sviðsstjóri framkvæmdasviðs vinni að SVOT-greiningu fyrir Hafnasjóð Dalvíkurbyggðar.Niðurstaða:Til umræðu ofangreint og vinnu haldið áfram á næsta fundi. Lagt fram til kynningar."

Á fundi veitu- og hafnaráðs þann 1. mars sl. var samþykkt að fela sviðsstjóra framkvæmdasviðs og Benedikt Snæ Magnússyni að vinna að SVOT greiningu og skila henni til byggðaráðs. Á fundi byggðaráðs var farið yfir drög að SVOT greiningu fyrir hönd veitu- og hafnaráðs.

Til umræðu ofangreint.

Bjarni Daníel vék af fundi kl. 15:30.
Lagt fram til kynningar.
Byggðaráð samþykkir samhljóða að veitu- og hafnaráð verði jafnframt boðað á fundinn þann 15. mars nk.

5.Frá leikskólastjóra Krílakots; Aukning á stöðugildum og viðaukabeiðni.

Málsnúmer 202303030Vakta málsnúmer

Tekið fyrir erindi frá leikskólastjóra Krílakots, dagsett þann 6. mars 2023, þar sem óskað er eftir aukningu um 1 stöðugildi við leikskólann Krílakot fram að sumarlokun sem hefst 17. júli 2023.
Fram kemur að mikið álag hefur Krílakoti í vetur af ýmsum ástæðum s.s. vegna fjölgunar á orlofsdögum, aukningu á undirbúningstímum, styttingu vinnuvikunnar. Einnig eru fleiri börn á öðru ári en oft áður. 94 börn eru daglega á Krílakoti. Af þeim eru 22 fædd 2021 og 4 fædd 2022.

Óskað er eftir viðauka að upphæð kr. 2.034.808 sem er afleysing í 3,5 mánuð.
Byggðaráð samþykkir samhljóða með 3 atkvæðum ofangreinda beiðni um tímabundið viðbótarstöðugildi og viðauka nr. 10 við fjárhagsáætlun 2023, að upphæð kr. 2.034.808 við deild 04140. Byggðaráð samþykkir samhljóða með 3 atkvæðum að viðaukanum verði mætt með lækkun á handbæru fé. Vísað til umfjöllunar og afgreiðslu í sveitarstjórn.

6.Fundaborð og stólar í Upsa; tilboð og tillaga frá innkauparáði.

Málsnúmer 202302003Vakta málsnúmer

Tekið fyrir minnisblað frá innkauparáði, dagsett þann 7. mars 2023, er varðar innkaup á fundaborði og fundastólum í Upsa, sbr. starfs- og fjárhagsáætlun 2023. Fram kemur að verðfyrirspurn var send út 6. febrúar sl. á 6 birgja sem eru með rammasamning við Ríkiskaup. Svör/ tillögur bárust frá 5 aðilum fyrir tilskilinn tíma. Innkauparáð / framkvæmdastjórn fór yfir málið á fundi sínum þann 6. mars sl. er niðurstaðan að leggja til við byggðaráð að gengið verði til samninga við Syrusson samkvæmt þeirri útfærslu sem innkauparáði valdi.

Á fjárhagsáætlun deildar 21010 er gert ráð fyrir kr. 1.211.000 sem er uppfærð fjárhæð vegna vinnu við fjárhagsáætlun 2022. Hugmyndin á bak við þá útfærslu var önnur en í ofangreindri verðfyrirspurn. Þar af leiðandi þarf að koma til viðauki við fjárhagsáætlun ef byggðaráð samþykkir innkaupin ásamt búnaði og þeirri aðkeyptri þjónustu bætist við.
Byggðaráð samþykkir samhljóða með 3 atkvæðum að gengið verði til samninga við Syrusson á grundvelli tillögu og minnisblaðs innkauparáðs/framkvæmdastjórnar og samkvæmt þeirri útfærslu sem innkauparáð valdi.
Byggðaráð samþykkir samhljóða með 3 atkvæðum að fela sviðsstjóra fjármála- og stjórnsýslusviðs að koma með viðaukabeiðni í samræmi við tillögu innkauparáðs.

7.Samstarfssamningur Heilbrigðiseftirlits Norðurlands eystra; drög að samningi

Málsnúmer 202211019Vakta málsnúmer

"Á 1058. fundi byggðaráðs þann 9. febrúar sl. var eftirfarandi bókað:
Á 352. fundi sveitarstjórnar þann 29. nóvember sl. var eftirfarandi bókað: Á 1047. fundi byggðaráðs þann 10. nóvember sl. var eftirfarandi bókað: Tekinn fyrir rafpóstur frá SSNE, dagsettur þann 25. október sl., er varðar drög að endurskoðun á samstarfssamningi um HNE og rafpóstur frá SSNE, dagsettur þann 3. nóvember sl.,þar sem meðfylgjandi eru sömu drög með frekari tillögum að breytingum. Byggðaráð gerir ekki athugasemdir við fyrirliggjandi drög en felur sviðsstjóra fjármála- og stjórnsýslusviðs að koma á framfæri þeim ábendingum sem komu fram á fundinum.Niðurstaða:Enginn tók til máls. Sveitarstjórn samþykkir samhljóða með 7 atkvæðum ofangreinda afgreiðslu byggðaráðs og fyrirliggjandi drög að samstarfssamningi um HNE. Með fundarboði byggðaráðs fylgdi rafpóstur SSNE, dagsettur þann 25. janúar sl., þar sem meðfylgjandi eru drög að samstarfssamningi með tillögum að breytingum ásamt upplýsingum um athugasemdir frá sveitarfélögum. Til umræðu ofangreint. Albertína, Elva, Kristín Helga og Silja Dröfn viku af fundi kl. 14:42.Niðurstaða:Lagt fram til kynningar og byggðaráð þakkar Albertínu, Elvu, Kristínu Helgu og Silju Dröfn fyrir komuna á fundinn."

Með fundarboði byggðaráðs fylgdi rafpóstur frá SSNE, dagsettur þann 2. mars 2023, þar sem meðfylgjandi er uppfærður samstarfssamningur sveitarfélaganna vegna Heilbrigðiseftirlits Norðurlands eystra til umfjöllunar og samþykktar þar sem fram koma þær breytingar sem gerðar hafa verið.


Byggðaráð samþykkir samhjóða með 3 atkvæðum ofangreindan samstarfssamning um Heilbrigðiseftirlit Norðurlands og vísar honum til umfjöllunar og afgreiðslu sveitarstjórnar.

8.Frá Sýslumanninum á Norðurlandi eystra; Umsagnarbeiðni rekstrarleyfi gistingar - Laugabrekka

Málsnúmer 202303001Vakta málsnúmer

Tekið fyrir erindi frá Sýslumanninum á Norðurlandi eystra, rafpóstur dagsettur þann 28. febrúar 2023, þar sem óskað er umsagnar um rekstrarleyfi gistingar í flokki II vegna Laugarbrekku.

Byggðaráð gerir ekki athugasemdir við ofangreinda umsókn með fyrirvara um umsögn og afgreiðslu slökkviliðsstjóra og byggingafulltrúa.

9.Trúnaðarmál

Málsnúmer 202211062Vakta málsnúmer

Bókað í trúnaðarmálabók.

10.Mánaðarlegar skýrslur 2023; bókfærð staða vegna janúar vs. áætlun.

Málsnúmer 202303028Vakta málsnúmer

Með fundarboði byggðaráðs fylgdi yfirlit yfir stöðu bókhalds í samanburði við fjárhagsáætlun 2023 fyrir janúarmánuð ásamt yfirlit yfir stöðugildi og launakostnað fyrir sama tímabil.

Sviðsstjóri fjármála- og stjórnsýslusviðs gerði grein fyrir ofangreindum skýrslum.
Lagt fram til kynningar.

Fundi slitið - kl. 17:21.

Nefndarmenn
  • Helgi Einarsson formaður
  • Freyr Antonsson varaformaður
  • Felix Rafn Felixson aðalmaður
Starfsmenn
  • Guðrún Pálína Jóhannsdóttir sviðsstjóri
  • Eyrún Ingibjörg Sigþórsdóttir sveitarstjóri
Fundargerð ritaði: Guðrún Pálína Jóhannsdóttir sviðsstjóri fjármála- og stjórnsýslusviðs