Málsnúmer 202212136Vakta málsnúmer
Undir þessum lið komu á fund byggðaráðs Bjarni Jóhann Valdimarsson, formaður stjórnar Golfklúbbsins Hamars, Guðmundur St. Jónsson, varaformaður Golfklúbbsins Hamars, Gísli Rúnar Gylfason, íþrótta- og æskulýðsfulltrúi, og Gísli Bjarnason, sviðsstjóri fræðslu- og menningarsviðs, kl. 13:15.
Á 356. fundi sveitarstjórnar þann 21. febrúar sl. var eftirfarandi bókað:
"Á 146. fundi íþrótta- og æskulýðsráðs þann 7. febrúar sl. var eftirfarandi bókað: Eins og fram hefur komið, hefur íþrótta- og æskulýðsráði verið falið að úthluta 50 milljón króna styrk til uppbyggingu íþróttafélaga. Golfklúbburinn hóf uppbyggingnu á vélagageysmlu á síðastsa ári. Var Golfklúbburinn styrktur um kr. 18 milljónir vegna þessa á síðasta ári. Áætlaður heildarkostnaður við vélageymsluna er tæpar 54 milljónir. Áætlaður kostnaður til að klára geymsluna er um 33,5 milljónir. Niðurstaða:Íþrótta- og æskulýðsráð samþykkkir að Golfklúbburinn Hamar fái 22 milljónir og Skíðafélag Dalvíkur fái 28 milljónir til að hefja undirbúning á troðaraskemmu. Íþrótta- og æskulýðsráð telur að uppsöfnuð þörf sé orðin mikil á uppbyggingu íþróttasvæða og telur að fjármagn hefði þurft að vera meira þetta árið, til að vinna upp þá þörf."Niðurstaða:Enginn tók til máls. Sveitarstjórn samþykkir samhljóða með 7 atkvæðum ofangreinda bókun og tillögu íþrótta- og æskulýðsráðs á úthlutun til uppbyggingar íþróttasvæða þannig að Golfklúbburinn Hamar fái 22 milljónir vegna vélageymslu og Skíðafélag Dalvíkur fái 28 milljónir til að hefja undirbúning á troðaraskemmu. Sveitarstjórn leggur til að áður en styrkupphæðir séu greiddar út liggi fyrir samningur og áætlun um uppbyggingu."
Með fundarboði byggðaráðs fylgdi erindi frá formanni Golfklúbbsins Hamars, dagsett þann 13. febrúar sl., varðandi afgreiðslu íþrótta- og æskulýðsráðs á umsókn Golfklúbbsins Hamars um framkvæmdafé 2023. Fram kemur m.a. að það kom félaginu óþægilega á óvart þegar íþrótta- og æskulýðsráðs úthlutaði golfklúbbnum 8 m.kr. minna framlagi en áætlanir sýna að þurfi að klára vélageymsluna. Óskað er eftir fundi með formanni byggðaráðs og forseta sveitarstjórnar til að finna lausn á þeirri stöðu sem upp er komin.
Bjarni Jóhann og Guðmundur viku af fundi kl.13:38.
Gísli Rúnar og Gísli viku af fundi kl. 13:55.