Á 1061. fundi byggðaráðs þann 9. mars 2023 var eftirfarandi bókað:
"Tekið fyrir erindi frá leikskólastjóra Krílakots, dagsett þann 6. mars 2023, þar sem óskað er eftir aukningu um 1 stöðugildi við leikskólann Krílakot fram að sumarlokun sem hefst 17. júli 2023. Fram kemur að mikið álag hefur Krílakoti í vetur af ýmsum ástæðum s.s. vegna fjölgunar á orlofsdögum, aukningu á undirbúningstímum, styttingu vinnuvikunnar. Einnig eru fleiri börn á öðru ári en oft áður. 94 börn eru daglega á Krílakoti. Af þeim eru 22 fædd 2021 og 4 fædd 2022. Óskað er eftir viðauka að upphæð kr. 2.034.808 sem er afleysing í 3,5 mánuð.Niðurstaða:Byggðaráð samþykkir samhljóða með 3 atkvæðum ofangreinda beiðni um tímabundið viðbótarstöðugildi og viðauka nr. 10 við fjárhagsáætlun 2023, að upphæð kr. 2.034.808 við deild 04140. Byggðaráð samþykkir samhljóða með 3 atkvæðum að viðaukanum verði mætt með lækkun á handbæru fé. Vísað til umfjöllunar og afgreiðslu í sveitarstjórn."